Meira af nóvember

Þó vestanátt háloftanna hafi lengst af verið í slakara lagi yfir Íslandi á þessari öld hefur hún rokið upp mánuð og mánuð. Það gerðist t.d. í sumar og nú aftur í nóvember. Tæp fimm ár eru síðan vestanáttin var jafnöflug eða öflugri í einum mánuði og nú. Það var í janúar 2017.

w-blogg061221a

Heildregnu línurnar á kortinu sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins, en litirnir vik hæðarinnar frá meðallaginu 1981 til 2010. Mikil, jákvæð hæðarvik voru fyrir sunnan land, en vægt neikvæð norðurundan. Þó veðurfar hafi ekki verið óhagstætt var lægðagangur stríður og stutt á milli lægða - en einhvern veginn fór vel með. 

Hiti var nærri meðallagi áranna 1991 til 2021, en lítillega ofan meðallags 1981 til 2010. Svo var einnig í neðri hluta veðrahvolfs eins og sjá má á kortinu hér að neðan.

w-blogg061221b

Hér sýna litirnir þykktarvikin, en þykktin greinir frá hita í neðri hluta veðrahvolfs. Á kortinu má sjá að kalt hefur verið á Svalbarða og suður á Miðjarðarhafi vestanverðu, en mikil hlýindi yfir svæðinu suðaustan Grænlands.

Næsti nóvemberættingi þessa mánaðar er 2008. Þá var veðurfar líka talið hagstætt (eftir heldur erfiðan nóvember - með hruni og allt það). 

w-blogg061221d

Þar sem veðrið er ekki afgreitt til okkar í neinni ákveðinni röð er harla ólíklegt að ættarsvipur verði með desember nú og desember 2008 - en aldrei að vita. 

Eldri ættingja má einnig finna - t.d. nóvember 1943. Í stuttri umsögn um þann mánuð segir: „Óstöðugt, þó ekki illviðrasamt. Snjólétt. Hiti í rúmu meðallagi“. - Kannski ekki svo ólíkt nýliðnum nóvembermánuði. Og nóvember 1922: „Góð tíð. Úrkomusamt á S- og V-landi, en þurrara fyrir norðan og austan. Hiti í meðallagi“.

Að vanda þökkum við BP fyrir kortagerð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.4.): 439
 • Sl. sólarhring: 616
 • Sl. viku: 2532
 • Frá upphafi: 2348399

Annað

 • Innlit í dag: 391
 • Innlit sl. viku: 2224
 • Gestir í dag: 375
 • IP-tölur í dag: 359

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband