29.9.2021 | 13:57
Smávegis af illviđri - og sólarleysi
Vindur í illviđri gćrdagsins (ţ.28.september) komst yfir 20 m/s á 28 prósentum veđurstöđva í byggđ. Veđriđ í síđustu viku náđi hins vegar 34 prósentum. Međalvindhrađi á öllum stöđvum í byggđ var 9,8 m/s, en var 8,8 m/s í veđrinu í síđustu viku (ţetta eru bráđabirgđatölur). Ársmet vindhrađa (10-mínútna međaltal) var slegiđ í Botni í Súgandafirđi, ţar er sjaldan hvasst. Vindur fór ţar í 22,6 m/s, en hviđa í 39,7 m/s, vindátt var af vestnorđvestri (310 gráđur). Ekki hefur veriđ athugađ ţar nema í 9 ár. Septembermet voru slegin á fáeinum stöđvum ţar sem athugađ hefur veriđ í meir en 20 ár. Ţar má nefna Bolungarvík, Súđavík, Hólasand, Möđrudalsörćfi, Víkurskarđ, Steingrímsfjarđarheiđi, Kleifaheiđi, Ennisháls og Fróđárheiđi. Viđ rifjum upp ađ septembermet voru einnig sett í síđustu viku, en ţá fyrst og fremst um landiđ sunnanvert. Veđur sem ţessi eru ekki algeng í september, en margir muna ţó vel hretin miklu ţann 10.september 2012 og 15. september 2013. Sömuleiđis gerđi ámóta hret ţann 21. september 2003 og (heldur minna) 9. september 1999. Slćm norđanhret má einnig finna rétt handan mánađamótanna, t.d. ţann 4. og 5. október 2004.
Kuldinn síđustu daga hefur dregiđ međalhita mánađarins mjög niđur og er hann sitt hvoru megin međallags aldarinnar - svalari ađ tiltölu vestanlands heldur en fyrir austan. Úrkoma er rífleg víđast hvar. Sólarleysi er óvenjulegt í Reykjavík. Ţetta verđur ţar trúlega einn af fimm sólarlausustu septembermánuđum síđustu 100 ára - sem stendur eru fjórir mánuđir neđar á listanum (2 dagar eftir). Ţetta eru 1912, 1921, 1943 og 1996. Sá síđasttaldi átti góđan endasprett - sem er erfitt ađ eiga viđ. September 1943 verđur neđar en september nú - mćlingarnar í september 1921 eru nćr örugglega gallađar - og teljast ţví ekki međ í keppninni. Ţćr virđast hins vegar í lagi 1912 - og sólskinsstundafjöldi í ţeim mánuđi minni en nú. Sumariđ í í heild er sólarrýrt í Reykjavík, raunar ţađ sólarrýrasta í meir en 100 ár. Ţađ eru ađeins 1913 og 1914 sem eru svipuđ. Ţetta er líka í fyrsta skipti sem sólskinsstundir vorsins (mánuđirnir tveir, apríl og maí) eru fleiri heldur en sumarsins (mánuđirnir fjórir, júní til september). Afskaplega óvenjulegt svo ekki sé meira sagt.
Ţađ var í september 1963 sem ritstjóri hungurdiska fyrst heyrđi orđiđ haustkálfur notađ um hret snemma hausts. Mjög slćmt hríđarkast gerđi ţá í göngum og réttum í kringum jafndćgrin. Sögđu menn ţađ bođa góđan vetur - sumir til jóla - en ađrir allan veturinn. Svo fór ađ veđurlag varđ heldur hryssingslegt áfram allt fram til jólaföstu, en síđan tók viđ einn sá besti og blíđasti vetur sem ritstjórinn hefur enn lifađ. Ţótti honum sem mark vćri kannski takandi á haustkálfatalinu. En síđan eru liđin mörg haust og ekki ćtíđ á spár af ţessu tagi ađ treysta.
Hér eru til gamans tvćr blađaúrklippur af timarit.is. Sú eldri úr sunnudagsblađi Vísis 1937 ţar sem minnst er á haustkálfatrúna, en hin úr löngum pistli Gísla Sigurđssonar í Lesbók Morgunblađsins í október 1969. Ţar fjallar hann um ýmislegt tengt rigningasumrinu mikla 1969 sem - eins og hér hefur veriđ minnst á - endađi međ hríđarbyl í Reykjavík og víđar um land síđustu dagana í september. - Texti myndarinnar verđur lćsilegri sé hún stćkkuđ.
Flokkur: Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 17:15 | Facebook
Um bloggiđ
Hungurdiskar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annađ
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ţú nefnir ekki hríđarskotiđ 1968. Lentum ţá í miklum hremmingum norđan Hofsjökuls á leiđ í Laugafell.
"Mbl, 1. okt. 1968. ( fyrsti haustsnjórinn féll um helgina )
Blönduósi, 30. sept. EFTIR langvarandi góđviđri brast á norđan óveđur um miđjan dag á laugardag. Skipti ţá engum togum ađ jörđ varđ grá niđur ađ sjó. Vindur var hvass af norđaustri og stórsjór. Í allan gćrdag var hiđ versta veđur í norđur hluta sýslunnar, en betra frammi í dölunum, ađ minnsta kosti fyrri hluta dagsins. Um tvö leytiđ kom bíll ađ sunnan til Blönduóss. Hann fékk sćmilegt veđur og fćri, nema síđasta spölinn. Eftir ţađ voru bílar ađ koma hingađ langt fram á kvöld og höfđu allir tafizt mikiđ vegna vatnsviđris, hríđar og hálku.
Haukur Árnason, 30.9.2021 kl. 13:17
Var reyndar búinn ađ nefna hríđina 1968 í öđru samhengi - enda lenti ég í henni sjálfur - ţurfti eimnitt ađ gista á Blönduósi á leiđ norđur.
Trausti Jónsson, 30.9.2021 kl. 15:00
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.