Óvenjuhár međalhiti

Međalhiti á Akureyri fyrstu 25 daga júlímánađar er 15,0 stig og sömuleiđis 15,0 stig síđustu 30 daga. Međaltaliđ á Krossanesbrautinni er lítillega lćgra, 14,5 stig ţađ sem af er mánuđi. Međalhiti er álíka hár á Torfum í Eyjafirđi og litlu lćgri á Hallormsstađ, á Reykjum í Fnjóskadal og viđ Mývatn. Vik frá međallagi er sem fyrr mest á fjöllum um landiđ austanvert, +5,7 viđ Upptyppinga og +5,5 á Gagnheiđi. Međalhámarkshiti er einnig óvenju hár, meiri en 20 stig, hćstur á Hallormsstađ 21,7 stig - sýnist ritstjóra hungurdiska í fljótu bragđi. Líklegt er ađ ţessar vćgast sagt óvenjulegu tölur lćkki heldur nćstu daga, en ţó lítur nokkuđ vel út međ ađ júlímeđalhitamet verđi slegin á allmörgum stöđvum og sá möguleiki er einnig fyrir hendi ađ viđ fáum ađ sjá hćrri mánađarmeđalhita en sést hefur áđur hér á landi á einhverri stöđ. 

Hćsta nýleg tala - og alveg vafalaus - eru 13,7 stig á Hjarđarlandi í júlí 2019. Vafalítil er tala frá Egilsstöđum í júlí 1955, líka 13,7 stig. Ţví miđur féllu mćlingar niđur á Hallormsstađ sumariđ 1991, rétt hugsanlegt er ađ međalhiti í júlí hafi ţar orđiđ hćrri en ţetta - og međ hefđbundnum ágiskunarađferđum reiknast hann 14,0 stig (en viđ getum ekki viđurkennt ţađ sem fengiđ er međ reiknikúnstum sem met). 

Hćsta júlítala á Akureyri hingađ til er 13,3 stig, frá hinu sérlega óvenjulega sumri 1933. Í gömlum hungurdiskapistli er fjallađ um fleiri háar mánađarmeđalhitatölur.

Ágústmánuđur á einnig fáeinar mjög háar međalhitatölur, vafalaus eru 13,5 stig á Írafossi 2004 og trúlega eru 13,9 stig á Húsavík 1947 sömuleiđis rétt (eđa ţar um bil). Ágúst 1880 var mjög hlýr um land allt, og sérstaklega austanlands. Ţar reiknast međalhiti á Valţjófsstađ 14,0 stig - en engu ađ síđur vafasamt ađ viđurkenna ţađ sem met - ţó vafalaust hafi ţar veriđ óvenjuhlýtt. 

Ađ 30-daga međalhiti skuli nú hafa náđ 15,0 stigum er harla óvćnt - jafnvel ţó ekki „hitti í“ almanaksmánuđ. Nú verđur ađ játa ađ ekki hefur veriđ kerfisbundiđ leitađ í gegnum öll eldri 30-daga međaltöl og svo lengi sem ţađ hefur ekki veriđ gert er ekki alveg hćgt ađ fullyrđa ađ svona nokkuđ hafi ekki gerst áđur á ţeim tíma sem hitamćlingar hafa veriđ stundađar hér á landi. Munurinn á ţeim eldri háu hitatölum sem hér hafa veriđ nefndar og 15 stigunum er hins vegar svo mikill ađ líkur á ađ finna eitthvađ ámóta í eldri gögnum eru ekki mjög miklar. Ritstjóri hungurdiska mun samt gefa ţessu auga. 

Međalhámarkshitatölur mánađarins verđa líka spennandi. Hćsti mánađarmeđalhámarkshiti sem viđ hiklaust viđurkennum eru 18,7 stig, frá Hjarđarlandi bćđi 2008 og 2019. Ţćr sem nćst koma á eftir er fjallađ um í gömlum hungurdiskapistli ţar er einnig sagt frá (vafasamari eldri međalhámarkstölum). 

Einhver spyr nú sjálfsagt um hćsta međallágmarkshita mánađar. Ţađ met er frá Görđum í Stađarsveit - í júlí 1991, 11,0 stig. Hćsti međallágmarkshiti mánađar á Akureyri reiknast í júlí 1933, 10,4 stig (tala sem ţarf reunar nánari rannsóknar viđ). Međaltal fyrstu 25 daga júlímánađar nú er sá sami. Spurning hversu vel ţađ heldur ţessa sex daga sem eftir lifa mánađar. Hćsti mánađarmeđallágmarkshiti í Reykjavík er 10,8 stig (líka í júlí 1991).    

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

"hjá góđu fólki"

Helga Kristjánsdóttir, 28.7.2021 kl. 02:42

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 913
  • Sl. sólarhring: 1116
  • Sl. viku: 3303
  • Frá upphafi: 2426335

Annađ

  • Innlit í dag: 813
  • Innlit sl. viku: 2969
  • Gestir í dag: 795
  • IP-tölur í dag: 732

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband