7.5.2021 | 21:22
Hörpuhjal
Þó veður sé afskaplega breytilegt frá ári til árs á þessum árstíma er það samt þannig að fyrsti mánuður íslenska sumarsins harpa sker sig að sumu leyti úr - jafnvel má halda því fram að hún sé sérstök árstíð. Hún sýnir þó sitt rétta andlit aðeins stöku sinnum - en þó nægilega oft til þess að merki hennar sést í veðurgögnum. Nokkuð er deilt um merkingu nafnsins. Það er ekki meðal mánaðanafna í Eddu - þar heitir fyrsti mánuður sumars gaukmánuður eða sáðtíð - kannski eru þessi nöfn eldri heldur landnám Íslands, (en ekkert vit þykist ritstjóri hungurdiska hafa á slíku). En hörpunafnið komið í notkun snemma á 17.öld [séra Oddur á Reynivöllum notar það]. Ekki eru þó rímskrif hans aðgengileg ritstjóranum - aðeins tilvitnanir. Einhvern veginn var því ýtt að manni hér á árum áður að nafnið tengdist ljúfum tónum hörpunnar - í nafninu væri því falin mildi og friður. Sé flett upp í ritmálssafni Árnastofnunar kemur upp tilvitnun í gamlan texta sem mun vera prentaður í 1. hefti Bibliotheca Arnamagnæana 1941. Grunar ritstjórans að þar fari texti séra Odds. Þar segir - með nútímastafsetningu:
Kuldamánuðurinn vor fyrstur í sumri hefur langa æfi heitið harpa, Þá deyja flestar kindur magrar undan vetri og um þá tíma finna menn oft herpings-kulda. Kunnugleg lýsing á veðurlagi hörpunnar - ekki satt?
Fyrir fjórum árum (apríl 2017) birtist hér á hungurdiskum löng syrpa pistla (9) með yfirskriftinni Í leit að vorinu - kannski tekur ritstjórinn þá einhvern tíma saman og (rit)stýrir þeim í einn samfelldan texta? Þar má m.a. finna eftirfarandi fullyrðingar:
Það er 6. maí sem hitinn á vorin fer upp fyrir ársmeðaltalið - en 16. október dettur hann niður fyrir að að nýju. Við gætum skipt árinu í sumar og vetrarhelming eftir þessu og er það mjög nærri því sem forfeður okkar gerðu - ef við tökum fáeina daga af vetrinum til beggja handa og bættum við sumarið erum við býsna nærri fyrsta sumardegi gamla tímatalsins að vori og fyrsta vetrardegi að hausti.
Næst er gripið niður í pistil um árstíðasveiflu loftþrýstings):
Kjarni vetrarins einkennist af nokkurri flatneskju [svipuðum meðalloftþrýstingi], en hún stendur ekki nema í um það bil 7 til 8 vikur, frá því snemma í desember þar til fyrstu daga febrúarmánaðar. Lægstur er þrýstingurinn í þorrabyrjun - á miðjum vetri að íslensku tali. Svo fer að halla til vors, tveimur mánuðum áður en meðalhiti tekur til við sinn hækkunarsprett. Þrýstihækkunin heldur síðan áfram jafnt og þétt, en í kringum sumardaginn fyrsta virðist herða á henni um stutta stund þar til hámarki er náð í maí. Þetta hámark er flatt og stendur í um það bil 5 vikur. Mánuðinn hörpu eða þar um bil. Harpa er eiginlega sérstök loftþrýstiárstíð, rétt eins og desember og janúar eru það - og þrýstihækkun útmánaða. Í maílok fellur þrýstingurinn - ekki mikið, en marktækt - og þrýstisumarið hefst. - Það stendur fram að höfuðdegi. [Þrýsti-] Árstíðirnar eru því fimm: Vetrarsólstöður, útmánuðir, harpa, sumar og haust.
Einnig er í pistlunum fjallað um úrkomutíðni á landinu. Á hversu mörgum stöðvum landsins mælist úrkoma. Þar segir m.a:
Fram undir miðjan mars eru úrkomulíkur oftast um og yfir 55 prósent á landinu, en þá fer lítillega að draga úr. Upp úr miðjum apríl er tíðniþrep og eftir það eru líkurnar komnar niður í 40 til 45 prósent. Líkur á því að úrkoma sé 0,5 mm eða meiri falla ámóta hratt (eða aðeins hraðar). Þrep skömmu fyrir sumardaginn fyrsta vekur auðvitað athygli - það tengist þeim þrepum loftþrýstings og þrýstióróa sem við kynntumst í fyrri leitarpistlum. Úrkomutíðni á landinu er í lágmarki frá því um 10. maí til 10. júní. [Og á viðmiðunartímabilinu 1949 til 2016 voru líkur á úrkomu minnstar 19.maí].
Síðar er fjallað um vindstyrk og vindáttir í veðrahvolfinu - þar segir m.a.:
Umskiptin á vorin eru mjög snögg. Styrkur vestanáttarinnar dettur þá snögglega niður í um helming þess sem var. Þetta gerist að meðaltali síðustu dagana í apríl. - Á móti er annað þrep síðla sumars, í síðustu viku ágústmánaðar. Segja má að vestanáttin fari beint úr vetri yfir í sumar.
Og einnig segir af árstíðasveiflu vindátta á landinu:
Í kringum jafndægur að vori dregur mjög úr tíðni sunnanátta - páskatíð tekur við - jú, með sínum frægu hretum - úr norðri. Síðari hluti þessa norðanáttaauka hefst í kringum sumardaginn fyrsta - og stendur til 19. maí (eða þar um bil). [Hörpuna]
Vorþurrkar eru oft erfiðir sökum gróðureldahættu. Þessi hætta fer vaxandi frá ári til árs. Ekki endilega vegna þess að þurrkum fjölgi hér á landi - eða þeir verði ákafari - heldur öðrum ástæðum. Þessar eru helstar:
Hlýnandi veðurfar bætir gróðurskilyrði, magn og útbreiðsla margskonar gróðurs eykst.
Búfjárbeit og önnur nýting gróðurs minnkar svo sina og annar lággróður eykst, ár frá ári.
Fárfestingar í frístundabyggðum vaxa. Mikið um heilsárshús og árleg viðvera lengist, gróður þar margfaldast.
Íslensk stjórnvöld leggja stóraukna áherslu á nýskógrækt sem úrræði í loftslagsmálum.
Sama eða svipað er að eiga sér atað víða um lönd og allra erfiðast er ástandið þar sem aukin þurrkatíðni og aukin ákefð þurrka koma einnig við sögu.
Það er mikilvægt að gróðureldaváin sé tekin alvarlega. Ánægjulegt er að sjá að einhver vakning er að eiga sér stað. Hún mætti þó ná til fleiri viðbragðsþátta - og er rétt eins og ákveðin blinda ríki gagnvart sumum þeirra.
Fyrir tveimur árum tóku ritstjóri hungurdiska og K. Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum í Skorradal saman minnisblað sem sent var til nokkurra aðila sem um þessi mál fjalla. Hér að neðan er tengill í þessa minnisblað (pdf). Þrautsegir áhugamenn ættu að reyna að lesa.
Í dag (7.maí) gerði loks skúrir sums staðar sunnan- og suðvestanlands. Þá kom gömul þumalfingurregla frá því fyrir tíma tölvuspáa upp í huga ritstjóra hungurdiska. Hún er nokkurn veginn svona:
Gerist það í langvinnri norðaustanátt að þrýstingur á Reykjanesi falli niður fyrir þrýsting á Dalatanga má búast við að úrkomu verði vart - skúrir eða él falli á Suðvesturlandi.
Þannig var það einmitt í dag (7.maí).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 71
- Sl. sólarhring: 422
- Sl. viku: 2393
- Frá upphafi: 2413827
Annað
- Innlit í dag: 69
- Innlit sl. viku: 2210
- Gestir í dag: 67
- IP-tölur í dag: 67
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Um herpinginn. Það kemur fram í ævisögu sr. Magnúsar Blöndals Jónssonar, þegar hann var unglingur á Níp á Skarðsströnd, hvað þessar vikur voru þungar. Þá var hann sendar út að Skarði eftir vistum til að bjarga prestsheimilinu á Níp frá hungri og skilur þá, að reyndar séu fábreytt matföng jafnvel á Skarði. Þekktur var sulturinn í Flóa og í Grímsnesi á þessum vikum á síðasta fjórðungi 19. aldar, svo að sá á fólki og var sagt frá í blöðum. Því er því annar hljómur í þessari hörpu en í hörpuljóði Halldórs Laxness.
Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 7.5.2021 kl. 22:33
Um herpinginn á vorin. Það kemur fram í ævisögu sr. Magnúsar Blöndals Jónssonar, þegar hann var unglingur á Níp á Skarðsströnd, hvað þessar vikur voru þungar. Þá var hann sendar út að Skarði eftir vistum til að bjarga prestsheimilinu á Níp frá hungri og skilur þá, að reyndar séu fábreytt matföng jafnvel á Skarði. Þekktur var sulturinn í Flóa og í Grímsnesi á þessum vikum á síðasta fjórðungi 19. aldar, svo að sá á fólki og var sagt frá í blöðum. Því er því annar hljómur í þessari hörpu en í hörpuljóði Halldórs Laxness.
Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 8.5.2021 kl. 07:15
Varðandi hörpu eða herping þá rímar veðurlag þessarar sérstöku árstíðar oftast betur við það síðarnefnda. Á Héraði er árstíðin í öllum sínu veldi oft kölluð "sauðburðar veður" nú á dögum.
Magnús Sigurðsson, 8.5.2021 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.