Met (eða þannig?)

Í gær (4.maí) fór lágmarkshiti á Dyngjujökli niður í -24,5°C - og svo niður í -24,0°C síðastliðna nótt (5.maí). Þetta er lægsti hiti sem mælst hefur hér á landi í maímánuði. Við vitum þó ekki hvernig staðan er á stöðinni, t.d. er hæð mælisins yfir yfirborði jökulsins ekki þekkt - sé hún teljandi minni en 2 metrar afskrifast talan um leið sem met. 

Stöðin er sem kunnugt er í um 1690 metra hæð, langhæst veðurstöðva hér á landi. Lágmarksmet munu falla þar ótt og títt næstu árin (verði stöðin starfrækt áfram) - nú þegar á hún lægsta hita í öllum mánuðum frá því í maí og fram í september - en ekki yfir veturinn - líklega tekur lengri tíma að hirða þau met líka - en það mun samt gerast starfi stöðin í áratugi. Að sumarlagi hefur hún það „fram yfir“ aðrar stöðvar að yfirborðshiti jökulsins er aldrei hærri en 0°C. Að vetrarlagi er þessi forgjöf ekki til staðar - þá er samkeppni við aðrar stöðvar flóknari og þarf sérstakar og sjaldgæfari aðstæður til.

Þó það sé að sjálfsögðu bæði gagnlegt og áhugavert að hafa veðurstöð svo hátt á jökli eru met þaðan ekki eins áhugaverð - til þess er forgjöfin of mikil. Þau verða það hins vegar um síðir sé stöðin starfrækt nægilega lengi - eða þá að aðrar stöðvar verða settar upp við svipaðar aðstæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 37
 • Sl. sólarhring: 425
 • Sl. viku: 1801
 • Frá upphafi: 2349314

Annað

 • Innlit í dag: 26
 • Innlit sl. viku: 1618
 • Gestir í dag: 26
 • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband