Ósamstæðar spár

Maður er nokkuð farinn að venjast því að spár þær sem evrópureiknimiðstöðin gefur út á fimmtudögum og segir til um veðurlag næstu viku (mánudags til sunnudags) vísi sæmilega á hita- og úrkomufar, jafnvel þó veður einstaka daga víki síðan frá því sem gert var ráð fyrir. Hér er verið að tala um svonefndan spáklasa, 51 spá sem eru eins að öðru leyti en því að upphafsskilyrðum er hnikað lítillega (ein er að vísu í hærri upplausn).

Þetta er spáin sem blasti við á fimmtudaginn var (8.apríl) og gilti fyrir alþjóðavikuna sem hófst í dag, mánudaginn 12.apríl. [Íslenskar vikur byrja sem kunnugt er á sunnudegi - en ekki mánudegi]. 

w-blogg120421a

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, jafnþykktarlínur eru strikaðar (mjög daufar), en þykktarvik eru sýnd með lít. Spáð er ríkjandi norðvestanátt í háloftum og kulda hér á landi, en mjög miklum hlýindum yfir Labrador.

Reiknimiðstöðin endurskoðar löngu klasaspárnar á mánudögum - og sendir út fyrir næstu fjórar vikur. Þetta er spáin sem kom í dag - og gildir fyrir sama tímabil - þessa sömu viku, frá deginum í dag til næsta sunnudags.

w-blogg120421b

Hér er allt annað veðurlag - suðvestanátt í stað þeirrar norðvestlægu og þykktarvikin orðin jákvæð, vel jákvæð fyrir norðaustan lands þar sem kaldast átti að vera í spánni fyrir nokkrum dögum.

Nú verðum við auðvitað að benda á að vikan er rétt að byrja og hver endanleg útkoma verður vitum við ekki - en líklega er seinni spáin þó nær því sem verður heldur en hin fyrri. 

Þetta sýnir rétt einu sinni að spár eru bara spár - þó sannfærandi séu og dýrt kveðnar. - Gagnlegar engu að síður - munum það líka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Oft hef ég gegnum árin óskað að spá næsta dags standist ekki alveg,t.d. í ferðalögum er óþægilegt að keyra í glampandi sól.....

Helga Kristjánsdóttir, 14.4.2021 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.5.): 51
 • Sl. sólarhring: 95
 • Sl. viku: 1592
 • Frá upphafi: 2356049

Annað

 • Innlit í dag: 47
 • Innlit sl. viku: 1477
 • Gestir í dag: 45
 • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband