Veðurstofuveturinn

Að vanda lítum við nú á meðalhita veðurstofuvetrarins í byggðum landsins. Veðurstofuveturinn nær til mánaðanna desember til mars, er mánuði lengri heldur en „alþjóðaveturinn“ - Mars er víðast á norðurhveli talinn til vorsins - en við getum það varla. Hitinn nú endar í 0,3 stigum. Það er nákvæmlega í meðallagi síðustu 10 ára - og vetra það sem af er öldinni, en +0,4 stigum ofan meðallags 1991 til 2020. Á tímabilinu 1965 til 2002 voru aðeins tveir vetur hlýrri heldur en sá nýliðni - en tíu eftir 2002 (19 ár). Svona eru umskiptin milli þessara tveggja tímabila mikil. 

w-blogg300321

Umskiptin sjást vel á myndinni hér að ofan - sömuleiðis umskiptin sem urðu frá og með vetrinum 1964 til 1965. Á tímabilinu 1923 til 1964 (41 ár) voru tíu vetur hlýrri heldur en sá sem nú er nýliðinn. Meðalhiti síðustu 20 ára er þó hærri heldur en hann var á fyrra hlýskeiði - munar mest um það að kalda vetur hefur alveg vantað á þessari öld, en þeir sáust einn og einn á hlýskeiðinu fyrir 1965. Það hlýtur að koma að því að kaldur vetur sýni sig - það á að gerast þrátt fyrir almennt hlýnandi veðurlag í heiminum. Kröfur okkar um það hvað kaldur vetur er linast með hverju árinu. 

Veturinn í fyrra var heldur kaldari en þessi (-0,3 stig á móti +0,3 nú) en flestir munu þó væntanlega sammála um að veður hafi verið mun betra nú heldur en þá. Mun minna hefur borið á illviðrum í vetur heldur en í fyrra. Loftþrýstingur hefur verið talsvert hærri. Við lítum e.t.v. á hann síðar. 

Janúar var kaldasti vetrarmánuðurinn nú, eins og algengast er. Meðalhiti á landsvísu í janúar var -1,6 stig. Það er mjög ólíklegt að apríl nái að slá þá tölu út og verði þar með kaldasti vetrarmánuðurinn - meðalhiti í apríl hefur ekki orðið svo lágur síðan 1917. Þeir sem vilja velta vöngum yfir apríl - sem vetrarmánuði - geta rifjað upp gamlan pistil hungurdiska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 34
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 1955
  • Frá upphafi: 2412619

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 1708
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband