Apríl - sem vetrarmánuđur

Eins og oft hefur veriđ minnst á hér á hungurdiskum er međalhiti á Íslandi svipađur allan tímann frá miđjum desember og til marsloka. Eftir ţađ fer hann ört hćkkandi - viđ getum sagt ađ ţađ fari ađ sjást betur til vorsins. En ţetta er auđvitađ allt ađ međaltali og međaltöl fela margt og mikiđ. Stöku sinnum heldur veturinn áfram fram í apríl - eins og ekkert (eđa lítiđ) hafi í skorist og apríl getur jafnvel veriđ kaldasti „vetrarmánuđurinn“ - og jafnvel kaldasti mánuđur ársins alls. Hér skulum viđ ađeins velta okkur upp úr apríl sem vetramánuđi - leita slíkra mánađa. 

Ţađ truflar leitina nokkuđ ađ apríl hefur hlýnađ mikiđ á mćlitímabilinu, hlýnunin er ađ jafnađi rúmt 1 stig á öld - ţannig ađ ţađ sem okkur ţykir kaldur apríl taldist e.t.v. ekki óskaplega kaldur á 19.öld. Viđ beitum ţví dálitlum brögđum viđ leitina - og notum myndina hér ađ neđan til ađ hjálpa okkur.

w-blogg280319a

Ţađ sem viđ sjáum á myndinni er ţetta: Lárétti ásinn vísar til síđustu 200 ára (tćpra), en sá lóđrétti er hitakvarđi. Grćna feita línan sýnir 30-árakeđjumeđalhita vetra, til vetrarins teljast mánuđirnir desember til mars (ártaliđ viđ síđara áriđ). Vetur áranna 1989 til 2018 eru ţví lengst til vinstri - en línan hefst viđ árabiliđ 1824 til 1853. Vel sést hvernig línan hefur fćrst ofar og ofar (ekki ţó samfellt).

Rauđa ţykka línan sýnir ţađ sama - en á viđ apríl. Ţessi lína hefur ţokast upp á viđ líka - hlýja tímabiliđ um miđja 20.öld er ţó ekki eins áberandi og í vetrarferlinum. 

Ţreparitiđ sýnir hins vegar landsmeđalhita einstakra aprílmánađa - mjög breytilegur greinilega. Allt frá hinum illrćmda apríl 1859 (svokallađur „álftabani“) til hlýindanna miklu 1974. 

Viđ merkjum sérstaklega ţá aprílmánuđi ţegar međalhiti er neđar en međalhiti vetra nćstu ţrjátíu ára á undan. Sannir vetrarmánuđir (ţó ađ vori séu). Ţađ sem má vekja sérstaka athygli er klasinn kaldi frá 1948 til 1953. Ţá komu 3 vetraraprílmánuđir, 1949, 1951 og 1953, sá síđastnefndi var reyndar líka kaldasti mánuđur ársins. Aprílmánuđir áranna 1948, 1950 og 1952 voru líka kaldir. Ekki var teljandi ís hér viđ land ţessi ár - ţó hans yrđi ađeins vart - en norđlćgar áttir sérlega ţrálátar. Umhugsunarvert inni á miđju löngu hlýskeiđi - jú - viđ getum víst alltaf búist viđ svona nokkru ţó almenn hlýindi ríki.

Viđ borđ lá ađ ámóta klasi herji á árin í kringum 1990, en ţađ er ţó ekki nema apríl 1988 sem nćr ţví ađ teljast vetrarmánuđur samkvćmt ţessu tali. Áđur var apríl 1983 reyndar kominn í flokkinn. 

Á síđustu árum hafa mjög kaldir aprílmánuđir ekki sýnt sig - litlu munar ţó ađ apríl 2013 komist í flokkinn - vegna ţess hversu ađrir aprílmánuđir ţriggja síđustu áratuga hafa veriđ hlýir - í langtímasamhengi var sá mánuđur samt ekki sérlega kaldur. 

En - í framhjáhlaupi lítum viđ líka á spurninguna „á hvolfi“. Hversu oft hefur veturinn í heild veriđ sem apríl?

w-blogg280319b

Rauđa línan á ţessari mynd er sú sama og á ţeirri fyrri, en ţrepaferillinn sýnir vetrarhita. Viđ merkjum sérstaklega vetur ţegar međalhiti (allra vetrarmánađanna saman) hefur fariđ upp fyrir međalhita aprílmánađa („síđustu“ 30 ára). Ţeir eru ekki margir - en samt. Fyrstan skal telja ofurveturinn 1846-1847 - einstakur á 19.öld, veturinn 1879 til 1880 komst nćrri mörkunum. Viđ sjáum vel hversu óvenjulegur veturinn 1922 til 1923 var á sínum tíma - hefđi orđiđ minnisstćđari ef veturinn 1928 til 1929 hefđi ekki fariđ langt framúr. Eldri veđurnörd muna hinn einstaka vetur 1963 til 1964 mjög vel - vor allan veturinn (nćrri ţví). 

Síđast fór 2002 til 2003 yfir mörkin sem viđ höfum sett, en allir vetur ţessarar aldar hafa veriđ hlýir. 

Ritstjóri hungurdiska hefur hugsađ sér ađ leita líka ađ „vetrardögum“ í apríl - en veit ekki alveg enn hvernig hann á ađ skilgreina slíkt. 

Allt telst ţetta til skemmtiatriđa fremur en strangra frćđa - höfum ţađ í huga. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 JÚ jú, kannski bara smá aprílgabb til ađ létta okkur lesendum lífiđ,getum upp á hvađ af ţví er gabb!!

Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2019 kl. 01:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 37
 • Sl. sólarhring: 425
 • Sl. viku: 1801
 • Frá upphafi: 2349314

Annađ

 • Innlit í dag: 26
 • Innlit sl. viku: 1618
 • Gestir í dag: 26
 • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband