20.2.2021 | 22:02
Enn fer vel með
Enn fer vel með veður eins og oftast nær í vetur - þó ekki hafi allir landsmenn sloppið alveg jafn vel. En síðustu dagana hefur veðrið verið sérlega blítt um meginhluta landsins og á fimmtudaginn (18.febrúar) var meðalvindhraði á landinu einn sá minnsti sem búast má við að verði á þessum árstíma, aðeins 2,2 m/s. Svo lítill hefur meðalvindhraði aðeins orðið tvisvar í febrúar á þessari öld, 2005 að vísu í nokkra daga í röð. Samanburður er erfiður langt aftur í tímann. Fyrir tíma vindhraðamæla var tíðni stafalogns ofmetin - þó tæknilega hafi e.t.v. verið logn (vindhraði <0,5 m/s) og vindhraði sem mælist 0,4 m/s teljist logn - er hann ögn en það núll sem var ritað í bækur fyrri tíðar. Um þessa ögn munar í metametingi.
Hægastir allra febrúardaga sem við vitum um frá og með 1949 að telja eru 16. og 17. árið 1964. Meðalvindhraði á landinu reiknast aðeins 1,2 m/s. Hefðu þessir dagar lent í núverandi mælikerfi er líkleg að meðaltalið hefði orðið eitthvað hærra - kannski 1,5 til 1,7 m/s, svipað og var þann 23. árið 2005 (1,6 m/s) - örlítið minni en nú á fimmtudaginn.
Kannski man ritstjóri hungurdiska ekki nákvæmlega þessa daga - en samt eru þessir mánuðir báðir, febrúar 1964 og febrúar 2005 honum mjög minnisstæðir - og kannski eru það einmitt þessir dagar sem hafa greipst í hugann - ómerktir.
Veturinn 1963 til 1964 var auðvitað nánast einstakur að blíðu og hlýindum - og ekki hefndist fyrir hana á jafn afgerandi hátt og árið áður, 1963. Þó má auðvitað finna einhverja bletti á orði hans. T.d. féllu stór og óvenjuleg snjóflóð á Siglufirði um jólaleytið - og skemmtileg tilbrigði voru í veðri í janúar, og í upphafi febrúar féll einhver mesti snjór sem ritstjórinn man eftir í Borgarnesi æsku sinnar - en hann hvarf fljótt í blíðunni miklu sem á eftir fylgdi. Það er einkennilegt að sum lög Bítlanna taka ritstjórann beint aftur til þessa febrúarmánaðar - fyrstu plötur þeirra tvær dembdust yfir hann í blíðunni.
Febrúar 2005 var einnig afskaplega óvenjulegur (en engir bítlar - bara Anton Webern) - þá voru vindáttir í Grænlandssundi nægilega afbrigðilegar til að hreinsa út að allmiklu leyti gamla og þétta fyllu af hafís sem lá við Grænlandsströnd suður af Scoresbysundi og Angmaksalik. Suðvestanáttir í sundinu rifu ísinn til austurs með norðurströnd Íslands og komst hann allt austur fyrir Langanes og stakir jakar suður á móts við Norðfjarðarflóa. - En íslaust var fyrir norðan fylluna og hún bráðnaði mjög fljótt - áður en hún gat valdið usla hér á landi. Þetta er samt mesta hafískoma hér við land á öldinni - fyrr á tíð hefði varla nokkur tekið eftir þessu.
En lítum á kort þessa ljúfu liðnu daga. Myndin skýrist sé hún stækkuð.
Dæmið frá 1964 er til vinstri á myndinni. Allar lægðir eru langt í burtu - en mikil hæð yfir norðanverðri Skandinavíu teygir anga sína til Íslands. Háloftakortið er neðan við - þar er hlýtt háþrýstisvæði yfir Íslandi. Dæmið frá 2005 er til hægri - ekki ósvipuð staða nema að hæðin í háloftunum er enn óvenjulegri. Sumarhlýtt loft er fyrir norðan land og situr þar - algjör viðsnúningur á eðlilegu ástandi. Neðri hluti veðrahvolfs er að jafnaði um 7 til 8 stigum kaldari á 70°N heldur en á 60°N. - Hér er hann nærri 8 stigum hlýrri. Þessi mikli viðsnúningur er sá mesti sem við vitum um í febrúar, allt aftur til 1949. Viðsnúningur var líka 1964 - en miklu minni.
Staðan sem hefur lengst af verið uppi í vetur er ekki sú sama og 1964 - en samt eru ættartengsl. Kuldapollurinn mikli, sem við höfum kallað Stóra-Bola hélt sig þá fjarri okkur - rétt eins og í vetur og illviðri tengd honum og lægðagangi heimskautarastarinnar hafa mikið til látið okkur í friði - afskaplega ólíkt því sem var í fyrra. En enn hafa þó stórhlýindi látið á sér standa hjá okkur.
Við vitum ekkert um framtíðina frekar en venjulega, mars og apríl fylgja ekki endilega því sem á undan er komið - en geta gert það. Við ljúkum þessu lauslega spjalli með því að líta á spákort fyrir norðurhvel. Það gildir á mánudaginn kemur, kl.18.
Hér eru jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins heildregnar, en þykktin sýnd í litum. Hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Hér má sjá báða kuldapollana stóru, Stóra-Bola yfir Norður-Íshafi norður af Alaska, hann hefur undanfarna daga mjög sótt í sig veðrið og hefur náð fullum styrk árstímans - en er kannski þó heldur minni um sig en algengast er. Síberíu-Blesi er grynnri, en mun stærri um sig. Hæð er yfir Balkanlöndum og miklum hlýindum spáð í Þýskalandi, Póllandi og víðar - mikil viðbrigði eftir kuldana að undanförnu. Mikil lægð er suðvestur í hafi - spár gera ráð fyrir því að hún hringi sig þar og viðhaldi hóflegum hlýindum hér á landi - litla sem enga aðstoð fær hún frá meginkuldanum í norðvestri.
Þessi staða virðist fremur óstöðug, en flest okkar vonum að hann haldi áfram að fara vel með veður. Við verðum samt að muna að mars er kaldasti mánuður vetrarins í 1 tilviki af sex - að jafnaði og að apríl getur stundum sýnt á sér óvenjuhörku.
Hita hefur verið nokkuð misskipt á landinu fyrstu 20 daga febrúarmánaðar. Meðalhiti þeirra í Reykjavík er +2,2 stig, 1,5 stigum ofan meðallags sömu daga 1991 til 2020, en +1,1 ofan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í 5.hlýjasta sæti aldarinnar (af 21). Hlýjastir voru þessir sömu dagar árið 2017, meðalhiti þá +4,1 stig, en kaldastir voru þeir 2002, meðalhiti -2,3 stig. Á langa listanum er hitinn nú í 26.hlýjasta sæti (af 147). Hlýjast var 1965, hiti þá +4,8 stig, en kaldast var 1892, meðalhiti -4,8 stig.
Á Akureyri er meðalhiti nú -1,0 stig, -0,4 stigum neðan meðallags 1991 til 2020, og -0.9 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.
Að tiltölu hefur verið hlýjast á Vestfjörðum, hiti þar í fjórðahlýjasta sæti aldarinnar, en kaldast hefur verið á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi, þar sem hiti er í 14.hlýjasta sætinu.
Á einstökum veðurstöðvum er jákvæða vikið mest á Skarðsfjöruvita, +1,7 stig, en neikvætt vik er mest á Sauðárkróksflugvelli, -2,5 stig.
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 28 mm og er það tæpur helmingur meðalúrkomu. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 22 mm og er það um helmingur meðalúrkomu.
Sólskinsstundir í Reykjavík hafa mælst 52,8 og er það 14 stundum umfram meðallag. - Loftþrýstingur telst ekki lengur óvenjulegur.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 21.2.2021 kl. 03:22 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.11.): 184
- Sl. sólarhring: 440
- Sl. viku: 1673
- Frá upphafi: 2409104
Annað
- Innlit í dag: 170
- Innlit sl. viku: 1497
- Gestir í dag: 170
- IP-tölur í dag: 168
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.