Af árinu 1842

Áriđ 1842 var umhleypinga- og úrkomusamt, en sennilega eitt af fimm hlýjustu árum 19.aldar. Međalhiti í Reykjavík var 5,4 stig, 1,5 stigi ofan međallags nćstu tíu ára á undan. Ađeins einn mánuđur ársins var kaldur, ţađ var nóvember, en sjö mánuđir hlýir, janúar, mars til maí, og júlí til september. Óvenjulega hitabylgju gerđi í júlí og mjög hlýir dagar komu einnig seint í apríl og snemma í október. Sjaldan frysti ađ ráđi á útmánuđum. Rigningar spilltu fyrir heyskap um landiđ sunnanvert. 

ar_1842t

Mjög kaldir dagar í Reykjavík voru ađeins ţrír, 8.maí, 23.ágúst og 24.október. Mjög hlýir dagar voru fimm.

Áriđ var mjög úrkomusamt, alla vega um landiđ sunnanvert. Úrkoma í Reykjavík mćldist 1201 mm, ţađ mesta á tíma úrkomumćlinga Jóns Ţorsteinssonar (1829 til 1854) og hefur ađeins einu sinni mćlst meiri, ţađ var 1921. Úrkoma var sérlega mikil í janúar og febrúar, en nóvember var ţurr (tölur í viđhenginu).

Loftţrýstingur var sérlega lágur í febrúar og ágúst, en mjög hár í október. Lćgsti ţrýstingur ársins mćldist í Reykjavík 11.febrúar, 943,6 hPa, en hćstur ţann 18.október 1031,9 hPa. Ţrýstiórói var óvenjumikill í desember, en óvenjulítill í september. 

Hér ađ neđan eru helstu prentađar heimildir um áriđ teknar saman, stafsetning er ađ mestu fćrđ til nútímahorfs. Fáeinar ágćtar veđurdagbćkur eru til sem lýsa veđri frá degi til dags, en mjög erfitt er ađ lesa ţćr. Hitamćlingar á vegum Bókmenntafélagsins voru gerđar víđa um land, en ţótt nokkuđ hafi veriđ unniđ úr ţeim vantar enn nokkuđ upp á ađ ţćr séu fullkannađar. Engin fréttblöđ greindu frá tíđarfari eđa veđri á ţessu ári - nema Gestur vestfirđingur mörgum árum síđar - og ţá í mjög stuttu máli. Annáll 19. aldar telur fjölda slysa og óhappa - viđ sleppum flestum ţeirra hér, enda tengsl viđ veđur óljós eđa ţá ađ dagsetninga er ekki getiđ.

Annállinn segir ţó: „19. febrúar fórst bátur úr Svarfađardal á heimleiđ frá Siglunesi. Drukknuđu ţar fimm menn“. „19.mars (nćsta laugardag fyrir páska) fórust 4 bátar nálćgt Brunnastöđum á leiđ til Njarđvíkur. Voru ţeir úr Kjós og af Hvalfjarđarströnd međ 9 eđa 10 mönnum“. 

Gestur Vestfirđingur lýsir árferđi 1842 - en ekki fyrr en í 1. árgangi, 1847:

Ár 1842 voru umhleypingar miklir; ţá var vetur ţíđur og snjóalitill; sunnanáttir langvinnar, veđur ókyrr og úrfelli mikil. Svo voru hćgviđri sjaldgćf, ađ hina ţrjá seinustu mánuđina komu ekki nema fjórir logndagar, hinn 2. okt., 7da, 28da og 29da des. Grasár varđ í góđu međallagi, og var sumstađar tekiđ til sláttar um sólstöđur, en nýting bág, á öllum ţeim afla, er ţurrkast ţurfti, fyrir votviđra sakir. Hlutir undir Jökli tvö hundruđ og ţađan af minni; í Dritvík líkt og áriđ áđur, en vestur á Sveitum aflađist steinbítur vel.

Áriđ 1842 í janúar týndust 2 drengir á Skutulsfirđi. Í marsmánuđi fórust 2 skip frá Gufuskálum og 1 frá Ólafsvík, öll í fiskiróđri međ 30 manns. Um haustiđ týndist kaupskip frá Búđum á framsiglingu međ 8 mönnum, var ţar á Guđmundur kaupmađur Guđmundsson, ungur mađur, virtur og saknađur. Ţá fórst og skúta ein frá Ísafirđi á framsiglingu sama haustiđ međ 12 mönnum, og önnur á siglingu hingađ út voriđ eftir. Tjáist og, ađ skip hafi ţá týnst á framsiglingu frá Hafnarfirđi og hafi ţví veriđ 18 manns.

Brandsstađaannáll [vetur]:

Um nýár leit vetur út ţunglega, ţví jarđlaust var yfir allt. Mundu menn, ađ mestu harđindavetur voru 1802, 1812 og 1822 og allhart 1832 og líkur til ţess yrđi eins. Í janúar var nú blotasamt, frostalítiđ og fjúkasamt, oft snöp, en svellalög ţau mestu. Mátti allt láglendi á skautum fara. Fyrri part febrúar stóđu hross viđ. Var ţeim hér ađ mestu inni gefiđ 14 vikur. 8.-9. febr. hláka og gaf vermönnum vel suđur. Í febrúar oft stormar og bleytiköföld, en frostalítiđ. Í mars stillt. Annars var á Ásum og Skagafirđi á láglendi hrossajörđ eftir ţrettánda, utan ţar ísar lágu á. Međ einmánuđi hláka, svo víđast kom upp jörđ. ... Nóttina 15. febr. brann frambćrinn í Blöndudalshólum; nýbyggt eldhús, bćjardyr og stofa ... Veđur var ţá hvasst og kafald. (s140)

Í veđurbók frá Odda á Rangárvöllum segir af jarđskjálfta 6.janúar.

Séra Ţorleifur í Hvammi segir frá óvenjulegri snjódýpt 1.febrúar.

Séra Jón Austmann í Ofanleiti segir í veđurskýrslu í mars: Ţađ umgetna (ofsa) veđur ţann 28. ţ.m., tjáist elstu mönnum, ţađ mesta sem ţeir til minnir.

Brekku 2-3 1842 (Páll Melsteđ): Ţađ hefur ekki veriđ gaman ađ ferđast í vetur síđan um nýár, ţví veđrin hafa veriđ svo mikil ađ allt hefur ćtlađ í loft upp, og ennţá eru stormar á hverjum degi, svo sjaldan verđur á sjóinn komist, og ţó er fiskur fyrir hér á „Sviđi“; eins hefi ég frétt ađ fiskur sé kominn í Ţorlákshöfn. Nú er hart í sveitum hér syđra, ţví snjóa rak niđur í útsynningunum fyrir fáum dögum, en allir sveitamenn eru vel birgir af heyi. 

Bessastöđum 5-3 1842 [Ingibjörg Jónsdóttir] (s201) Vetur var frostamikill til jóla, síđan geysistormar og umhleypingar, sem enn haldast viđ. Frostin, ţegar ţau voru mest, hafa líklega veriđ hér um bil sextán gráđur. 

Brandsstađaannáll [vor]:

Á miđjum einmánuđi [snemma í apríl] (s138) kom rigning mikil og vatnsgangur međ skriđuárennsli um tún og engi. Síđar lá snjór á vikutíma og fyrir sumarmál vorblíđa, svo tún litkuđust og nćgur sauđgróđur međ maí. Fóru kýr víđa út um sumarmál, en lambahey allmargra var ţrotiđ á góu. Voriđ varđ allt gott og blítt.

Magnús Jónsson segir af veđri í Grímsey: 23. apríl: „Mistur allt í kring“, 28. apríl: „Hitamóđa allt í kring“ og 26.maí: „Mistur allt í kring“.

Annáll 19.aldar segir um sumariđ:

Sumariđ var ţurrt og gott til hundadaga. Eftir ţađ stórfelldar rigningar fram yfir Mikaelsmessu [29.september]. Nýttust töđur vel, en úthey miđur. Varđ heyjafengur norđanlands í betra lagi, en lakari syđra.

Brandsstađaannáll [sumar]:

[Ţ]urrkasamt í júní, lestarferđir búnar međ júlí og kauptíđ úti ţann 10. júlí. Sláttur hófst í 12. viku og stóđ yfir um 10 vikur. Tíđin gafst vel, rekjur nógar og ţurrkar međfram og töđufengur mikill, útheyskapur eins og á ţurrlendi, en votengi flóđi mjög seint í ágúst. Hraktist ţá hey mikiđ allvíđa og á Suđurlandi var ónýting. Um göngur náđist allt hey inn utan á Laxárdal.

Jón Austmann í Ofanleiti segir frá byl ađ kvöldi 2.júní og frost ţá nćstu nótt. [ath]

Séra Ţorleifur í Hvammi segir 7.júní af stórflóđi í vötnum, ţann 9. júní frá mistri í suđurlofti, ţrumuleiđingum kl.4.e.h. ţann 10.júní og nćturfrosti 18.júní.

Nćturfrost var ţann 12.júlí í Odda á Rangárvöllum.

Magnús í Grímsey segir: 17. júní „Snjóél um morguninn – og aftur um kvöldiđ“ [hiti var 2-3 stig allan daginn], 18. júní: „Sleit úr honum snjór um morguninn“, 20. júní: „Krapi um morguninn“. 4. júlí: „Stinningskaldi í morgun og krapahryđjur“. 6.ágúst: „Ísjakar á stangli norđvestur og norđaustur af eynni“. 9. ágúst: „Frost í nótt“. 23. ágúst: „Gránađi í rót af éli“. 24. ágúst: „Alhvítt land hvar sem til sást niđur til byggđa“. 30. ágúst: „Gerđi storm á SV međ krapahryđjum“. 31. ágúst: „Alhvítt í landi hvar sem tilsást“.

Ţann 17. og 19.júlí gerđi óvenjulega hitabylgju á landinu, e.t.v. ţá mestu á allri 19.öld. Hámarkshitamćlir var ađeins í Reykjavík. Hiti fór mjög víđa yfir 20 stig og á fjölmörgum stöđvum yfir 25 stig. Í Reykjavík mćldist hitinn 20 stig eđa meira 6 daga í röđ (17. til 22.), fór hćst í 27,5 stig ţann 18. og 26,3 stig ţann 19. Vegna mćliađstćđna er ţó ekki hćgt ađ stađfesta ţetta sem met. Á Valţjófsstađ mćldist mesti hiti 29°C ţann 19.- ţar var enginn hámarkshitamćlir. Í Odda á Rangárvöllum fréttist mest af 26 stigum ţann 18.júlí. Í Saurbć í Eyjafirđi mćldust mest 25 stig ţann 19., 24 stig mćldust á Reynivöllum í Kjós ţann 19. Í Glaumbć í Skagafirđi var hiti 25 stig bćđi ţann 18. og 19. Á Gilsbakka í Hvítársíđu mćldist hiti mest 23 stig (ađ morgni). Athugunarmađur segir: „18.júlí. Víđa í sveitinni varđ fólki illt af höfuđverki og uppköstum“. Hiti virđist ekki hafa náđ 20 stigum í Hítardal, í Grímsey fréttist mest af 19 stigum [ţann 19. - kafţoka var um kvöldiđ] og á Eyri í Skutulsfirđi (Ísafirđi) mest af 16 stigum, ţann 18., 20. og 21. og minna á Hrafnseyri í Arnarfirđi. Á Ofanleiti í Vestmannaeyjum fréttist mest af 18°C. Ekki hafa allar veđurskýrslur veriđ rannsakađar og líklegt ađ fleira leynist í ţeim um ţennan merka viđburđ.

Á Melum í Melasveit fór hiti í 25 stig ţann 18. - Jakob Finnbogason athugunarmađur segir mćlinn kvarđađan í R, en ţađ er 31°C - eiginlega handan marka hins trúlega - nema ađ sólarylur komi eitthvađ viđ sögu. En hann mćlir ţó ţrisvar á dag. Hann lýsir veđri ţessa daga og mćldi hita kl.7, 12, og 18:

17. Austan stinningskaldi. Jafnţykkt loft, mistur- og morfullt. Létti til kl.9, varđ heiđríkur, gekk í norđanaustankalda mor til kvölds. [Hiti 16, 21, 24 stig] 18. Norđaustan kaldi, fögur heiđríkja um allt loft. Ţerrir, útrćna á áliđnum degi. [Hiti 25, 25 og 20 stig] 19. Logn og norđan andvari. Heiđríkja um allt loft. Ţoka nćstliđna nótt, útrćna á áliđnum degi. Ţoka um kvöldiđ. [Hiti 22, 22, 20 stig] 20. Norđankaldi. Fögur heiđríkja um allt loft. Ţoka nćstliđna nótt, snörp útrćna um hádegi, lygndi međ kvöldinu. [Hiti 20, 15, 15 stig].

Úr veđurbók á Valţjófsstađ 15. ágúst: „Sólin blóđrauđ kl. 6-8 fm“.

Ţann 30.ágúst snjóađi niđur í byggđ í Hítardal. 

Bessastöđum 25-9 1842 [Ingibjörg Jónsdóttir] (s205) Sumariđ hefur veriđ vott og kalt, nýting í lakara lagi. Norđanlands hefur ţađ veriđ betra, einkum í Eyjafirđi og Ţingeyjarsýslum.

Saurbć 6-10 1842 [Einar Thorlacius] (s103) Voriđ og sumariđ eitthvert ţađ fegursta og veđurblíđasta. Í apríl var hitinn í skugganum oft liđugar 20 gr. og í dag er hann 12. Ţó hafa sífelldir ţurrkar ásamt ţeim sterka hita ollađ víđa á harđvelli grasbresti, og sumstađar urmull af grasmađki gjört mikiđ tjón. Ţar á móti er mikiđ látiđ yfir tjóni af rigningum á Suđur- og Vesturlandi.

Brandsstađaannáll [haust og vetur til áramóta]:

Haustiđ ţíđusamt og ţrisvar stórrigning fyrir miđjan október. Flóđi ţá mikiđ yfir flatlendi, síđan frost og snjór međ smáblotum. Međ nóvember vikuţíđa, síđan landnyrđingur og međallagi vetrarveđur, á jólaföstu lengi auđ jörđ. Á jóladaginn brast á norđan stórhríđ og lagđi ţá ađ vetur međ fönn og frostum. Sunnanlands varđ bágt árferđi, rigningavetur og slćm peningshöld, aflalítiđ og slćm verkun á fiski, heyskemmdasumar og urđu kýr gagnslitlar.

Ţann 16.október segir veđurbók af miklum skruggum snemma ađ morgni í Odda á Rangárvöllum og ţann 28.nóvember segir: „kl. 6 e.m. sást í hálofti líđa til vesturs teikn á himni ađ stćrđ viđlíka og stór stjarna, og var birtan af ţví eins mikil og af skćru tunglsljósi, var líka sem ljósrák eftir ţar sem ţađ leiđ um og eins ađ sjá sem daufari og minni stjarna ţar sem ţađ endađi“. Ađfaranótt 16.desember var ţar mikill skruggugangur. 

Annáll 19.aldar segir frá ţví ađ 13. nóvember hafi tveir ríđandi menn horfiđ niđur um ís á Ţjórsá. Lík annars ţeirra fannst, en hitt ekki. Ţetta gerđist á leiđ milli Kambs og Skeiđa-Háholts. 

Jón Austmann í Ofanleiti segir af óstjórnandi ofsaveđri ađfaranótt 1.desember og sömuleiđis ţann 5. desember var eitthvert hiđ mesta ofsaveđur suđvestan. Hófst ţađ síđdegis og varađi allt til miđrar nćtur, og nóttina millum nćr 23. og 24. desember var líka ófćrt veđur frá suđri, aftur hljóp í suđvestur.

Ţorleifur í Hvammi segir ţann 30.nóvember: „8 e.m. hófust svo mikiđ leiftur, áđur snćljós, sem ljós vćri boriđ fyrir dyr og glugga“.

Magnús í Grímsey segir: 21. október: „Heyrđist undarlegur gegnum(kringandi) hvinur í sjónum í kvöld, sem ţeir kalla hér náhljóđ sjóar, og segja ađ bođi annađ hvort skiptjón eđa illviđri. 24. október: „Urđu -9 stig milli hádegis og dagmála“ 21.nóvember: „Varđ vart viđ ţrjár jarđskjálftahrćringar“. 22. nóvember: „Jarđskjálftahrćringar“. 20. desember: „Mesta sjórót sem komiđ hefir í Grímsey á ţessu ári“. Í lok mánađar er ţessi athugasemd: „Mestallan ţennan mánuđ hefir veriđ undarleg óstilling og tíđast blásiđ af tveimur áttum á dag“. 

Lýkur hér ađ sinni umfjöllun hungurdiska um áriđ 1842. Sigurđi Ţór Guđjónssyni er ţakkađ fyrir innslátt Brandstađaannáls. Fáeinar tölur má finna í viđhengi. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.4.): 12
 • Sl. sólarhring: 149
 • Sl. viku: 1785
 • Frá upphafi: 2347419

Annađ

 • Innlit í dag: 12
 • Innlit sl. viku: 1542
 • Gestir í dag: 12
 • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband