Rifjast upp

Ţegar ţetta er skrifađ (síđdegis á föstudegi, 8.janúar 2021) er spáđ illviđri um landiđ austanvert, ţar eru appelsínugular viđvaranir Veđurstofunnar í gildi. Kortiđ hér ađ neđan gildir kl.6 í fyrramáliđ - (úr fórum evrópureiknimiđstöđvarinnar).

w-blogg080121a

Heildregnar línur sýna sjávarmálsţrýsting, litafletir úrkomu, og strikalínur hita í 850 hPa-fletinum. Viđ sjáum snarpa lćgđ skammt fyrir norđaustan land. Vestan hennar er gríđarlegur vindstrengur úr norđri - fárviđri ţar sem mest er. Spár gera ráđ fyrir ţví ađ ţessi strengur muni strjúkast viđ landiđ norđaustan- og austanvert. Rétt ađ fylgjast međ spám Veđurstofunnar. 

Í huga ritstjóra hungurdiska rifjast af einhverjum (ósjálfráđum) ástćđum upp annađ veđur sem hann tók á ţann 1.desember fyrir 40 árum, 1980. Ţađ bar reyndar ađeins öđruvísi ađ - skammvinnt landsynningsveđur gerđi áđur og skemmdir urđu í vatnavöxtum um landiđ sunnanvert - og framhaldiđ var líka annađ heldur en verđur nú. 

Til gamans skulum viđ líta á kort frá ţví kl.6 ađ morgni 1.desember 1980.

w-blogg080121b

Afskaplega svipađ - nćst Íslandi. Kort dagsins í dag er öllu kaldara (mánuđi nćr miđjum vetri). Ţađ er líka mjög mikill svipur međ háloftakortunum - en viđ látum ţau eiga sig ađ sinni. 

Talsvert tjón varđ í ţessu veđri. Hér er fćrsla úr atburđaskrá ritstjóra hungurdiska (ađalheimild hér Veđráttan - tímarit Veđurstofunnar):

Talsverđar skemmdir urđu á mannvirkjum austanlands í hvassviđri, m.a. fauk lögregluvarđstofan á Seyđisfirđi á haf út og söluskálar skemmdust. Einnig fuku timburskúrar, bílar og ţakplötur. Tveir smábátar sukku í höfninni ţar. Foktjón varđ einnig í Neskaupstađ, ţak tók af hálfu fjölbýlishúsi ofarlega í bćnum, rúta fauk um koll og gamall nótabátur fauk út á sjó og eyđilagđist, hús voru ţakin aur og mold eftir veđriđ, ljósastaurar lögđust á hliđina og brotnuđu. Ţakplötur fuku á Eskifirđi, ţar á međal margar af hrađfrystistöđinni, hliđ gamallar skemmu lagđist inn. Tveir bátar sukku í Reyđarfjarđarhöfn og fólksbifreiđ eyđilagđist, margir bátar skemmdust, reykháfur síldarverksmiđjunnar féll og brotnađi, jeppabifreiđ fauk um koll og járnplötur tók af mörgum húsum, íbúđarhús í byggingu stórskemmdist og mikiđ tjón varđ í Ţurrkstöđinni ţar sem mikiđ af timbri fauk á haf út. Meirihluti af ţaki gamals frystihúss fauk á Djúpavogi og rúđur brotnuđu í nokkrum húsum. Byggđalínan slitnađi er 18 staurar brotnuđu viđ Jökulsá á Fjöllum. 

w-blogg080121e

Hćgt er ađ leita ađ fleiri náskyldum veđrum međ hjálp endurgreininga. Finnast ţar fljótt fáeinar ámóta stöđur - ekki allar tjónvaldar. En ţó er hér veđur sem gerđi 6.febrúar 1952 - lesum forsíđufrétt Tímans ţann 8.febrúar. Ţó ritstjóri hungurdiska sé farinn ađ gamlast man hann samt ekki eftir ţví - [í framhaldinu á síđu 7 segir ţetta: „Á Reyđarfirđi hvessti nokkru síđar og gerđi fljótlega hiđ mesta illviđri međ stormi og snjókomu. Raflínur fuku saman og varđ mikill hluti kauptúnsins rafmagnslaus í fyrrinótt. Ţak fauk af húsi og annađ hús skemmdist mikiđ. Urđu fjölskyldur ţessara húsa ađ flýja úr ţeim međan veđurofsinn var sem mestur“].

w-blogg080121f

Kort bandarísku endurgreiningarinnar lítur svipađ út og kort dagsins - og kortiđ 1980 - líka í háloftunum. 

w-blogg080121g

Viđ skulum vona ađ veđriđ nú verđi öllu vćgara - margir tilviljanakenndir ţćttir spila saman ţegar kemur ađ tjóni - rétt eins og náskyldir og einsútlítandi eru í raun ólíkir. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg120425b
  • w-blogg120425a
  • w-blogg080425b
  • w-blogg080425a
  • w-blogg060425b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 888
  • Frá upphafi: 2461206

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 772
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband