8.1.2021 | 21:34
Rifjast upp
Þegar þetta er skrifað (síðdegis á föstudegi, 8.janúar 2021) er spáð illviðri um landið austanvert, þar eru appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar í gildi. Kortið hér að neðan gildir kl.6 í fyrramálið - (úr fórum evrópureiknimiðstöðvarinnar).
Heildregnar línur sýna sjávarmálsþrýsting, litafletir úrkomu, og strikalínur hita í 850 hPa-fletinum. Við sjáum snarpa lægð skammt fyrir norðaustan land. Vestan hennar er gríðarlegur vindstrengur úr norðri - fárviðri þar sem mest er. Spár gera ráð fyrir því að þessi strengur muni strjúkast við landið norðaustan- og austanvert. Rétt að fylgjast með spám Veðurstofunnar.
Í huga ritstjóra hungurdiska rifjast af einhverjum (ósjálfráðum) ástæðum upp annað veður sem hann tók á þann 1.desember fyrir 40 árum, 1980. Það bar reyndar aðeins öðruvísi að - skammvinnt landsynningsveður gerði áður og skemmdir urðu í vatnavöxtum um landið sunnanvert - og framhaldið var líka annað heldur en verður nú.
Til gamans skulum við líta á kort frá því kl.6 að morgni 1.desember 1980.
Afskaplega svipað - næst Íslandi. Kort dagsins í dag er öllu kaldara (mánuði nær miðjum vetri). Það er líka mjög mikill svipur með háloftakortunum - en við látum þau eiga sig að sinni.
Talsvert tjón varð í þessu veðri. Hér er færsla úr atburðaskrá ritstjóra hungurdiska (aðalheimild hér Veðráttan - tímarit Veðurstofunnar):
Talsverðar skemmdir urðu á mannvirkjum austanlands í hvassviðri, m.a. fauk lögregluvarðstofan á Seyðisfirði á haf út og söluskálar skemmdust. Einnig fuku timburskúrar, bílar og þakplötur. Tveir smábátar sukku í höfninni þar. Foktjón varð einnig í Neskaupstað, þak tók af hálfu fjölbýlishúsi ofarlega í bænum, rúta fauk um koll og gamall nótabátur fauk út á sjó og eyðilagðist, hús voru þakin aur og mold eftir veðrið, ljósastaurar lögðust á hliðina og brotnuðu. Þakplötur fuku á Eskifirði, þar á meðal margar af hraðfrystistöðinni, hlið gamallar skemmu lagðist inn. Tveir bátar sukku í Reyðarfjarðarhöfn og fólksbifreið eyðilagðist, margir bátar skemmdust, reykháfur síldarverksmiðjunnar féll og brotnaði, jeppabifreið fauk um koll og járnplötur tók af mörgum húsum, íbúðarhús í byggingu stórskemmdist og mikið tjón varð í Þurrkstöðinni þar sem mikið af timbri fauk á haf út. Meirihluti af þaki gamals frystihúss fauk á Djúpavogi og rúður brotnuðu í nokkrum húsum. Byggðalínan slitnaði er 18 staurar brotnuðu við Jökulsá á Fjöllum.
Hægt er að leita að fleiri náskyldum veðrum með hjálp endurgreininga. Finnast þar fljótt fáeinar ámóta stöður - ekki allar tjónvaldar. En þó er hér veður sem gerði 6.febrúar 1952 - lesum forsíðufrétt Tímans þann 8.febrúar. Þó ritstjóri hungurdiska sé farinn að gamlast man hann samt ekki eftir því - [í framhaldinu á síðu 7 segir þetta: Á Reyðarfirði hvessti nokkru síðar og gerði fljótlega hið mesta illviðri með stormi og snjókomu. Raflínur fuku saman og varð mikill hluti kauptúnsins rafmagnslaus í fyrrinótt. Þak fauk af húsi og annað hús skemmdist mikið. Urðu fjölskyldur þessara húsa að flýja úr þeim meðan veðurofsinn var sem mestur].
Kort bandarísku endurgreiningarinnar lítur svipað út og kort dagsins - og kortið 1980 - líka í háloftunum.
Við skulum vona að veðrið nú verði öllu vægara - margir tilviljanakenndir þættir spila saman þegar kemur að tjóni - rétt eins og náskyldir og einsútlítandi eru í raun ólíkir.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:43 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 51
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 1972
- Frá upphafi: 2412636
Annað
- Innlit í dag: 51
- Innlit sl. viku: 1725
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 49
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.