Hvergi kaldara yfir byggðu bóli

Skemmtileg staða uppi í dag (föstudag 24.júlí). Nokkuð heiðarlega má segja að neðri hluti veðrahvolfs sé nú kaldari yfir landinu norðvestanverðu heldur en yfir nokkru öðru byggðu bóli á öllu norðurhveli - og á suðurhveli er það aðeins yfir Eldlandi syðst í Suður-Ameríku sem kaldara er yfir byggðum heldur en hér og nú (en þar er auðvitað harðavetur).

w-blogg250720a

Greining bandarísku veðurstofunnar núna kl.18 sýnir þetta vel. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, en þykktin (sem mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs er sýnd með litum). Dekksti græni liturinn (kaldastur af þremur - sýnir þykkt minni en 5340 metra) liggur yfir landinu norðvestanverðu. Lítillega kaldari blettir eru yfir Norður-Íshafi - en þar býr auðvitað ekki nokkur maður. Litli blái bletturinn er kaldastur - situr reyndar þar sem hafísinn er hvað þykkastur um þessar mundir - síðasta bæli síðasta vetrar - og fæðingarheimili hins næsta. 

Aftur á móti eru óvenjuleg hlýindi norðan Noregs - og stefna að hluta til til Svalbarða, þar á þykktin á morgun að fara upp í 5590 metra á morgun. Ábyggilega nærri meti á þeim slóðum. 

Kaldi bletturinn okkar nær einnig yfir grænlenska þorpið Ittoqqartoormiit við Scoresbysund. 

Þó svo virðist sem mesti kuldinn hér verði hjá eftir morgundaginn liggja spár um veruleg hlýindi ekki á lausu, en þar sem almennt er mjög hlýtt á norðurhveli gæti það samt borið við að sumarhlýindi reki hingað um síðir - og vel hægt að vona að svo verði. 

Við skulum líka hafa í huga að þó okkur finnist kalt nú er alls ekki um nein aftök að ræða, við vitum t.d. um að minnsta kosti fimm kaldari 24.júlí heldur en nú síðustu 70 árin, síðast gæðasumarið mikla 2009 - og þó slæðingur falli af lágmarksdægurmetum má einnig finna hámarksdægurmet, í dag t.d. á Kambanesi, hlýjasti 24.júlí þar í 26 ára sögu sjálfvirku stöðvarinnar þar.

Í viðhenginu má finna lista yfir ný mánaðarlágmarkshitamet á veðurstöðvunum - athugið að sumar stöðvarnar hafa aðeins athugað örfá ár og met því í sjálfu sér lítt marktæk. Talan frá Dyngjujökli, -9,5 stig er sú lægsta sem sést hafur á Íslandi í júlí - en stöðin er auðvitað í nærri 1700 metra hæð yfir sjávarmáli og þar að auki er mælirinn ekki í staðalhæð (minna en 2 m yfir yfirborði jökulsins). 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Global warming Grétu Thunberg?

Halldór Jónsson, 26.7.2020 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg230424
 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.4.): 288
 • Sl. sólarhring: 438
 • Sl. viku: 1604
 • Frá upphafi: 2350073

Annað

 • Innlit í dag: 257
 • Innlit sl. viku: 1460
 • Gestir í dag: 254
 • IP-tölur í dag: 245

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband