Villtar veđurspár

Veđriđ er nokkuđ villt ţessa dagana - og spár jafnvel enn villtari. Gríđarlegt háţrýstisvćđi er ađ ná sér á strik fyrir sunnan land og líklegt ađ ţrýstingur hér á landi verđi sá hćsti í mars síđan 1962. Ţrýstingur í miđju hćđarinnar stefnir yfir 1050 hPa sem er óvenjulegt á ţessum slóđum á flestum tímum árs (eins og rifjađ var upp í síđasta pistli).

w-blogg280320a

Kortiđ sýnir stöđuna á norđurhveli eins og evrópureiknimiđstöđin gerir ráđ fyrir ađ hún verđi síđdegis á sunnudag, 29.mars. Jafnhćđarlínur eru heildregnar, en ţykkt er sýnd međ litum. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs, ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Á ţessum árstíma telst grćni liturinn hlýr og mun ţeirra hlýinda gćta sums stađar á landinu, einkum ţó eystra. Mikill varmi fer ţó í ađ brćđa snjó og ţví ekki á vísan ađ róa međ tveggjastafatölur á ţeim slóđum. 

Ýmsum marsháloftametum frá Keflavíkurflugvelli er ógnađ, en ekki ţó útséđ um hvort af slíku verđur - viđ fylgjumst međ.

Önnur háloftahćđ - en minni - er norđvestur af Alaska. Hún virđist eiga ađ stugga viđ kuldapollinum mikla, Stóra-Bola sem er býsnaöflugur en liggur á sínum heimaslóđum. Flestar spár gera ráđ fyrir ţví ađ hann taki á rás til austurs eđa suđausturs og rekist á Grćnland. Hvađ ţá gerist er mun meiri óvissu undirorpiđ og hafa skemmtideildir reiknimiđstöđvanna veriđ međ miklar flugeldasýningar undanfarna daga. 

Ţađ er vart viđ hćfi ađ fara ađ velta sér mikiđ upp úr ţeim - vegna hinnar miklu óvissu. En kannski er í lagi ađ sýna spákort úr hádegisrunu reiknimiđstöđvarinnar, sjávarmálskort (og 850 hPa hita) sem gildir um hádegi fimmtudag 2.apríl. En taka verđur fram ađ ţessi stađa sem sýnd er er međ töluverđum ólíkindum og kemur varla fram í ţessari mynd (en mađur veit samt aldrei).

w-blogg280320b

Hér er sýnd 954 hPa lćgđarmiđja fyrir austan land međ ískaldri hríđarstroku yfir Íslandi - 1066 hPa hćđ er vestan Grćnlands. Ţó svona háar tölur séu heldur algengari yfir Norđur-Kanada heldur en hér á landi má samt fullyrđa ađ ţetta er samt nćrri ţví út úr korti - eins og sagt er. Ritstjórann minnir (en bara minnir) ađ norđurameríkuháţrýstimetiđ sé um 1070 hPa.

Ţetta eru ekki auđveldir tímar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (8.8.): 12
 • Sl. sólarhring: 109
 • Sl. viku: 913
 • Frá upphafi: 1951081

Annađ

 • Innlit í dag: 12
 • Innlit sl. viku: 763
 • Gestir í dag: 11
 • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband