Meira af háþrýstingi

Loftþrýstingur hefur verið óvenjuhár á landinu í dag (laugardag 28.mars). Hæsta tala sem ritstjórinn vill viðurkenna mældist á Hjarðarlandi í Biskupstungum kl.11 í morgun, 1050,5 hPa. Þetta er hæsti þrýstingur sem mælst hefur á landinu frá 16.apríl 1991, en þá mældist hann 1050,8 hPa á Egilsstöðum. Þetta er líka næsthæsti þrýstingur sem mælst hefur í marsmánuði hér á landi, þann 6. árið 1883 fór þrýstingur í 1051,7 hPa í Vestmannaeyjakaupstað.

Miðja háþrýstisvæðisins er þó ekki yfir landinu, heldur fyrir sunnan það og þar hækkar þrýstingur enn. Spár nefna jafnvel 1054 eða 1055 hPa á morgun um 6-700 km fyrir sunnan land. Líklegt er að þrýstimet marsmánaðar falli á Bretlandseyjum. 

Þess skal getið að hæsta þrýstitala sem sést hefur á landinu í dag er 1054,2 hPa, mældist við Setur í morgun kl.7, líklega sú hæsta sem sést hefur hér á landi síðan 1841. Ritstjóri hungurdiska er afskaplega tregur til að viðurkenna þrýstimet sem sett eru á hálendinu. Aðferðin sem notuð er til að reikna þrýsting til sjávarmáls er ónákvæm, sérstaklega í stilltu veðri og miklu frosti. Því miður bera sumar erlendar tölur þess merki að ekki sé tekið tillit til þessarar reikniskekkju - en við nennum ekki að þrasa um það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Minnir á háþrýsting í manneskjum sem læknar byrja oftast á að mæla þegar leitað er til þeirra. En kerlingabækur segja að lægðir hafi áhrif á gigt í gömlum konum,..því skyldi hár loftþrýstingur ekki hafa einhver áhrif á  ungar konur og þunga vigt merkismanna.Í morgun mældist hann sá hæsti sem sést hefur á landinu okkar í 179.ár,við Setur! Ónei.    

Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2020 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2021
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110521a
 • w-blogg110521a
 • w-blogg080521a
 • w-blogg030521b
 • w-blogg030521a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.5.): 573
 • Sl. sólarhring: 574
 • Sl. viku: 2819
 • Frá upphafi: 2033063

Annað

 • Innlit í dag: 510
 • Innlit sl. viku: 2496
 • Gestir í dag: 471
 • IP-tölur í dag: 448

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband