25.3.2020 | 22:49
Óvenjulegur háþrýstingur?
Loftþrýstingur hefur lengst af verið sérdeilis lágur hér við land í vetur. Nú bregður hins vegar svo við að hann á að rjúka upp - um stund að minnsta kosti. Hversu hátt hann fer hér á landi er reyndar ekki útséð um enn, þær spár sem hvað lengst ganga setja hann rétt upp fyrir 1048 hPa um helgina - en kannski verður hæsta talan ekki alveg svo há.
Þannig hefur hist á að þrýstingur hér á landi hefur ekki oft farið yfir 1040 hPa í mars á síðari árum, 1048 hPa hefur ekki verið náð í mars síðan árið 1962 - aftur á móti tvisvar í apríl (1986 og 1991). Hæsti þrýstingur hér á landi það sem af er öldinni mældist í febrúar 2006 en þá fór hann í 1050,0 hPa á nokkrum veðurstöðvum austanlands.
En lítum á spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir á hádegi á sunnudag (29.mars).
Það er nokkuð öfgakennt - þrýstingur í hæðarmiðju 1055 hPa fyrir sunnan land. Satt best að segja ólíklegt að hann fari svo hátt. Það er töluverður munur á tíðni 1050 hPa og 1055 hPa á þessum slóðum. Gloppótt minni ritstjórans segir honum þó að hann hafi einhvern tíma séð svipaða tölu áður - og með smáhjálp á netinu fann hann þetta tilvik, 28.janúar árið 2003.
Þrýstingur í hæðarmiðju langt suður í hafi 1057 hPa (segir líkanið). Þessi mikla hæð stóð stutt við. Þrýstingur hefur aðeins einu sinni farið yfir 1055 hPa á Íslandi svo vitað sé. Mælingin er mjög forn, frá 1841 og alls konar óvissa tengist henni. Þeir sem vilja fræðast frekar geta lesið um íslensk háþrýstimet í pistli á vef Veðurstofunnar.
Þó oftast fylgi allgott veður háum þrýstingi eru öfgar í þeim efnum ekki alltaf til fagnaðar. Á þessum tíma árs boðar hann stundum leiðindahret og kulda (ekki þó nærri því alltaf).
Í viðhenginu er listi yfir hæsta þrýsting hvers mánaðar á landinu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:52 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.11.): 133
- Sl. sólarhring: 136
- Sl. viku: 1601
- Frá upphafi: 2407001
Annað
- Innlit í dag: 121
- Innlit sl. viku: 1437
- Gestir í dag: 110
- IP-tölur í dag: 110
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.