Einhvers konar millibilsástand

Það tekur nokkra daga fyrir mjög stórar og hægfara lægðir að lognast út af - komi einhver ofbeldisöfl ekki aðvífandi og sparki þeim burt. Þannig er það nú. Talsverður munur er þó á yfirborðshita sjávar og kalda loftsins ofan á - og þykkar éljahlussur - eða smálægðir á sveimi kringum lægðarmiðjuna - eins og sjá má á myndinni hér að neðan sem tekin er nú í kvöld (mánudag 27.janúar) og fengin af vef Veðurstofunnar.

w-blogg270120a

Ósköp erfitt er að greina eitthvað kerfisbundið hér - en hægt, sé lagst yfir það - sem ritstjórinn nennir ekki að gera.

w-blogg270120b

Staðan er aðeins skýrari uppi í 500 hPa-fletinum, en hann var í kvöld í nákvæmlega 5 km hæð yfir Suðvesturlandi, en 60 metrum hærri yfir landinu norðaustanverðu - eins og við sjáum af vindörvunum býr brekkan til vind, um 10 til 12 m/s (í 500 hPa). Litirnir sýna hitann - hann er svipaður yfir mestöllu landinu - litakvarðinn segir -35 til -38 stig. Það er að slakna á kerfinu öllu - og því varla tilefni til mikils vinds. - Aldrei má þó vera alveg viss um slíkt þegar éljabakkar eru á ferð - þó líkan evrópureiknimiðstöðvarinnar sé gott nær það ekki öllum smáatriðum.

w-blogg270120c

Að lokum er hér norðurhvelsspákort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir síðdegis á miðvikudag, 29.janúar. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, litir sýna þykktina. Hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Við erum á einskonar „hillu“ milli heimskautarastarinnar og stóru kuldapollanna - kannski algengasta staða hér á landi - og mun þolanlegri heldur en margar aðrar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.4.): 239
 • Sl. sólarhring: 643
 • Sl. viku: 2332
 • Frá upphafi: 2348199

Annað

 • Innlit í dag: 209
 • Innlit sl. viku: 2042
 • Gestir í dag: 207
 • IP-tölur í dag: 198

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband