12.12.2019 | 23:37
Meira um hlýnun í norðanáttum
Fyrir alllöngu var hér á hungurdiskum fjallað um breytingar á meðalhita mismunandi vindátta undanfarna áratugi. Niðurstaðan var í grófum dráttum sú að norðlægu áttirnar hefðu hlýnað umtalsvert, en aðrar áttir minna, suðvestan- og vestanáttir minnst.
Stundum leitar ritstjóri hungurdiska á mið sem eru heldur vafasöm og veiðir þar eitthvað utan kvóta. Það sem hér fer á eftir fellur í þann flokk - rétt að hafa í huga að mjög er slakað á tölfræðilegum hreinlætiskröfum. Satt best að segja er þetta varla hafandi eftir - en lítum samt á veiðina.
Allar veðurathuganir á Akureyri eru aðgengilegar í gagnagrunni Veðurstofunnar aftur til 1936 (eldri athuganir eru ekki enn tölvutækar). Fyrstu árin var nokkuð hringl á athugunartímum - en þó hefur öll þessi ár verið athugað kl.18. Við getum því auðveldlega reiknað meðalhita vetrarmánaðanna á þeim tíma dags - og athugað í leiðinni hvaðan vindurinn blés á sama tíma.
Við athugum nú meðalhita vetrarmánaðanna (desember til mars) frá 1936 til okkar daga - bæði þegar norðanátt var á þessum tíma - og síðan þegar vindur blés úr öðrum áttum.
Myndin sýnir niðurstöðuna. Lóðrétti ásinn er meðalhitinn, en sá lárétti tíminn. Við sjáum að frá 1936 fram til hafísáranna á sjöunda áratugnum er þessi meðalhiti nokkuð stöðugur (breytilegur að vísu frá ári til árs) í kringum -2,0 stig. Á hafísárunum kólnuðu norðanvindar að vetri rækilega og var meðalhiti þeirra í mörg ár undir -4 stigum - lægstur 1969, -5,3 stig. Tíu ára meðaltal (rauður ferill) fór lægst í -3,7 stig (1962 til 1971). Síðan þá hefur leiðin legið upp á við - síðustu 10 vetur er meðalhitinn -0,4 stig, hátt í 2 stigum hærri en var á hlýskeiðinu mikla um 1940. Yfir allt tímabilið samsvarar leitnin +2,0 stigum á öld (væri sjálfsagt enn meiri hefðum við enn eldri mælingar með - og hún væri líka meiri slepptum við hlýskeiðinu fyrra eins og sumir gera stundum í ámóta leitnileiðöngrum). Við sjáum samt að það eru fyrst og fremst norðanáttir síðustu 15 ára eða svo sem eru afbrigðilegar miðað við fyrra hlýskeið.
Þá er auðvitað spurningin með hinar áttirnar. Við skulum hafa í huga að hér er ekkert hugsað um vindhraða. Hægar sunnanáttir eru oft mjög kaldar á Akureyri að vetrarlagi þegar veður er heiðríkt og kalt loftið leitar út Eyjafjörðinn.
Blái ferillinn er sá sami og 10-ára meðaltalið á fyrri mynd. Rauði ferillinn sýnir meðalhita hinna áttanna. Hann er hærri en meðaltal norðanáttanna. Aftur á móti er langtímaleitnin engin (sviðað og með suðlægu áttirnar á landsvísu). Jú, hinar áttirnar hafa að vísu hlýnað talsvert síðustu 20 árin (um 1 stig eða svo) - en þó eru þær ekkert hlýrri en þær voru um 1940.
Rétt eins og í fyrri pistli um svipað efni tekur ritstjóri hungurdiska enga afstöðu um varanleika þessa ástands norðanáttarinnar - en bendir enn á að þetta er mál sem ætti að athuga frekar - og þá innan hinnar löglegu landhelgi tölfræðinnar. Þangað til það verður gert getum við smjattað aðeins á þessu (án þess að tala um stórasannleik í því efni).
Við getum þess í lokin (í framhjáhlaupi) að sólarhringsúrkomumet desembermánaðar var slegið á Akureyri í gær (miðvikudag 11.desember). Úrkoma mældist 34,8 mm. Eldra met var frá 1960, 33,0 mm, sett þann 28. Þá slitnuðu síma- og rafmagnslínur vegna krapaþunga og staurar brotnuðu á Héraði og í Eyjafirði.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 13
- Sl. sólarhring: 404
- Sl. viku: 2556
- Frá upphafi: 2414411
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 2375
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Áhugavert.
Hef verið að skoða svipaðar sviðsmyndir fyrir nokkrar veðurstöðvar á Íslandi.
Gæti ég sent það til þín í tölvupósti ?
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 17.12.2019 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.