Meira um hlýnun í norđanáttum

Fyrir alllöngu var hér á hungurdiskum fjallađ um breytingar á međalhita mismunandi vindátta undanfarna áratugi. Niđurstađan var í grófum dráttum sú ađ norđlćgu áttirnar hefđu hlýnađ umtalsvert, en ađrar áttir minna, suđvestan- og vestanáttir minnst.

Stundum leitar ritstjóri hungurdiska á miđ sem eru heldur vafasöm og veiđir ţar eitthvađ utan kvóta. Ţađ sem hér fer á eftir fellur í ţann flokk - rétt ađ hafa í huga ađ mjög er slakađ á tölfrćđilegum hreinlćtiskröfum. Satt best ađ segja er ţetta varla hafandi eftir - en lítum samt á veiđina. 

Allar veđurathuganir á Akureyri eru ađgengilegar í gagnagrunni Veđurstofunnar aftur til 1936 (eldri athuganir eru ekki enn tölvutćkar). Fyrstu árin var nokkuđ hringl á athugunartímum - en ţó hefur öll ţessi ár veriđ athugađ kl.18. Viđ getum ţví auđveldlega reiknađ međalhita vetrarmánađanna á ţeim tíma dags - og athugađ í leiđinni hvađan vindurinn blés á sama tíma. 

Viđ athugum nú međalhita vetrarmánađanna (desember til mars) frá 1936 til okkar daga - bćđi ţegar norđanátt var á ţessum tíma - og síđan ţegar vindur blés úr öđrum áttum.

w-blogg121219a

Myndin sýnir niđurstöđuna. Lóđrétti ásinn er međalhitinn, en sá lárétti tíminn. Viđ sjáum ađ frá 1936 fram til hafísáranna á sjöunda áratugnum er ţessi međalhiti nokkuđ stöđugur (breytilegur ađ vísu frá ári til árs) í kringum -2,0 stig. Á hafísárunum kólnuđu norđanvindar ađ vetri rćkilega og var međalhiti ţeirra í mörg ár undir -4 stigum - lćgstur 1969, -5,3 stig. Tíu ára međaltal (rauđur ferill) fór lćgst í -3,7 stig (1962 til 1971). Síđan ţá hefur leiđin legiđ upp á viđ - síđustu 10 vetur er međalhitinn -0,4 stig, hátt í 2 stigum hćrri en var á hlýskeiđinu mikla um 1940. Yfir allt tímabiliđ samsvarar leitnin +2,0 stigum á öld (vćri sjálfsagt enn meiri hefđum viđ enn eldri mćlingar međ - og hún vćri líka meiri slepptum viđ hlýskeiđinu fyrra eins og sumir gera stundum í ámóta leitnileiđöngrum). Viđ sjáum samt ađ ţađ eru fyrst og fremst norđanáttir síđustu 15 ára eđa svo sem eru afbrigđilegar miđađ viđ fyrra hlýskeiđ. 

Ţá er auđvitađ spurningin međ hinar áttirnar. Viđ skulum hafa í huga ađ hér er ekkert hugsađ um vindhrađa. Hćgar sunnanáttir eru oft mjög kaldar á Akureyri ađ vetrarlagi ţegar veđur er heiđríkt og kalt loftiđ leitar út Eyjafjörđinn. 

w-blogg121219b

Blái ferillinn er sá sami og 10-ára međaltaliđ á fyrri mynd. Rauđi ferillinn sýnir međalhita hinna áttanna. Hann er hćrri en međaltal norđanáttanna. Aftur á móti er langtímaleitnin engin (sviđađ og međ suđlćgu áttirnar á landsvísu). Jú, hinar áttirnar hafa ađ vísu hlýnađ talsvert síđustu 20 árin (um 1 stig eđa svo) - en ţó eru ţćr ekkert hlýrri en ţćr voru um 1940.  

Rétt eins og í fyrri pistli um svipađ efni tekur ritstjóri hungurdiska enga afstöđu um varanleika ţessa ástands norđanáttarinnar - en bendir enn á ađ ţetta er mál sem ćtti ađ athuga frekar - og ţá innan hinnar löglegu landhelgi tölfrćđinnar. Ţangađ til ţađ verđur gert getum viđ smjattađ ađeins á ţessu (án ţess ađ tala um stórasannleik í ţví efni). 

Viđ getum ţess í lokin (í framhjáhlaupi) ađ sólarhringsúrkomumet desembermánađar var slegiđ á Akureyri í gćr (miđvikudag 11.desember). Úrkoma mćldist 34,8 mm. Eldra met var frá 1960, 33,0 mm, sett ţann 28. Ţá slitnuđu síma- og rafmagnslínur vegna krapaţunga og staurar brotnuđu á Hérađi og í Eyjafirđi. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugavert.  

Hef veriđ ađ skođa svipađar sviđsmyndir fyrir nokkrar veđurstöđvar á Íslandi.  

Gćti ég sent ţađ til ţín í tölvupósti ?

Björn Kristinsson (IP-tala skráđ) 17.12.2019 kl. 10:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2022
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg190122d
 • w-blogg190122c
 • w-blogg190122b
 • w-blogg190122a
 • w-blogg170122a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.1.): 234
 • Sl. sólarhring: 268
 • Sl. viku: 3305
 • Frá upphafi: 2105597

Annađ

 • Innlit í dag: 201
 • Innlit sl. viku: 2902
 • Gestir í dag: 187
 • IP-tölur í dag: 178

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband