2.12.2019 | 00:13
Þurr nóvember nyrðra
Svo virðist sem nóvembermánuður hafi verið í hópi þeirra allraþurrustu um landið norðanvert - og einnig sums staðar vestanlands. Við fréttum vonandi betur af slíku þegar Veðurstofan hefur lokið sínu uppgjöri. En á Akureyri er hann líklega sá næstþurrasti frá upphafi samfelldra mælinga 1927. Þurrastur telst nóvember 1952. Þetta eru einu nóvembermánuðirnir með minni úrkomu en 10 mm á Akureyri. Ámóta gæti hafa verið í nóvember fyrir 100 árum, árið 1919, úrkoma á Möðruvöllum í Hörgárdal mældist aðeins 7,2 mm.
Evrópureiknimiðstöðin reiknar úrkomuna - og hittir oft allvel í, þó oftast muni samt einhverju. Kortið hér að neðan er úr smiðju hennar - Bolli Pálmason dró það úr gagnaiðrum miðstöðvarinnar.
Heildregnu línurnar sýna meðalsjávarmálsþrýsting - hæð yfir Grænlandi og lægðir fyrir sunnan land. Austanátt ríkjandi. Litirnir sýna úrkomu - sem hlutfall af meðallagi líkanúrkomunnar á árunum 1981 til 2010. Á gulu svæðunum segir líkanið úrkomu hafa verið undir meðallagi, en bláleitir litir sýna svæði með úrkomu yfir meðallagi. Yfir Norðausturlandi er blettur þar sem úrkoma í líkaninu hefur verið innan við fjórðungur meðallags - og einnig sést slíkur blettur við Hornstrandir - en þar eru engar mælingar til staðfestingar. Úrkoma er aftur á móti yfir meðallagi við Mýrdalsjökul og þar í grennd. Svo virðist sem einnig hafi verið mjög þurrt á Norðaustur-Grænlandi og sums staðar í Vestur-Noregi - en aftur á móti óvenjuúrkomusamt á Norður-Spáni.
Háloftahæðarvikakortið sýnir okkur ástæður.
Heildregnu línurnar sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins. Hæðarhryggur er við Ísland - eins konar fyrirstöðuhryggur og vikamynstrið (litir) segir okkur að austan- og norðaustanáttir hafi verið mun algengari en venjulega. Aftur á móti hefur flöturinn staðið óvenjulágt yfir Frakklandi og nágrenni. Þessi staða bælir mjög úrkomu - einkum norðanlands.
Það er skemmtilegt að fyrir nákvæmlega 100 árum, í nóvember 1919 var staðan ekki ólík stöðunni nú. Að vísu getum við ekki alveg treyst endurgreiningum frá þeim tíma.
En hæðarhryggurinn er aðeins vestar (megi trúa greiningunni) - og mikil neikvæð vik yfir meginlandinu vestanverðu - rétt eins og nú. Ritstjóri hungurdiska trúir ekki á samstæðuspár - en þess má samt geta að veðurlagið í nóvember 1919 varð ekki dæmigert fyrir veturinn - í hönd fór einhver mesti snjóavetur 20.aldar um landið sunnan- og vestanvert og var lengi í minnum hafður. Hvernig skyldi fara nú?
Svo virðist mánuðurinn eiga annað sameiginlegt með nóvember 1952 - hægan vind. Meðalvindhraði á landsvísu sýnist sá minnsti síðan þá.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:28 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 55
- Sl. sólarhring: 405
- Sl. viku: 2209
- Frá upphafi: 2409853
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 1985
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 47
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.