2.10.2019 | 21:11
Sumarsól á Austurlandi
Skortur á nauðsynjum leiðir stundum til óhæfuverka - eða alla vega til spuna úr rýru efni. Sólskinsstundafjöldi var mældur á Hallormsstað á Héraði frá 1953 til 1989, en því miður lögðust þær mælingar þá algjörlega af. Ekkert hefur frést af sólskinsstundum austanlands síðan þá. Það sem gerir þetta mál enn snúnara er að lítið er um skýjahuluathuganir af svæðinu líka á síðari árum. Að vísu er skýjahula athuguð (að nokkru) á Egilsstaðaflugvelli, en talsverð vinna er að athuga hvers eðlis þær athuganir eru. Það er t.d. svo að háský (sem geta byrgt fyrir sól) koma ekki alltaf fram í flugvallarathugunum, enda skipta þau ekki máli við flugtak og lendingu.
Hugsanlega muna einhverjir lesendur hungurdiska eftir pistlum sem hér birtust um furðugott samband mánaðarmeðaltala skýjahulu og sólskinsstundafjölda bæði í Reykjavík og á Akureyri. Nú skal gerð tilraun til að nota samband sólskinsmælinga á Hallormsstað og skýjahulu í Vopnafirði til að fylla í eyður sólskinsathugana bæði fyrir 1953 og eftir 1989. Lesendur ættu þó að hafa í huga að hér er um neyðaraðgerðir að ræða - og nákvæmnisvísindum kastað fyrir róða. En við látum slíkt ekkert hindra okkur þegar sulturinn sverfur að - fóður verðum við að fá til að lifa af, bragðið skiptir engu.
En lítum fyrst á mynd sem á að sýna að þetta er ekki algjörlega glórulaust.
Hér má sjá samband skýjahulu í Vopnafirði og sólskinsstundafjölda á Hallormsstað í júlí 1953 til 1989. Satt best að segja kemur þægilega á óvart hversu gott það er. Sjaldan munar meir en 50 stundum á milli ágiskaðra og réttra gilda og oftast er munurinn talsvert minni. Nú er svona samband reiknað fyrir alla mánuði ársins hvern fyrir sig (sólargangur er svo misjafn að þess er þörf).
Og þá getum við búið til línurit sem sýnir sólskinsstundafjölda á Hallormsstað í mánuðunum júní til ágúst árin 1925 til 2019.
Höfum í huga að tölur áranna 1953 til 1989 eru raunverulegar - aðrar eru ágiskaðar. Það er 1971 sem er mesta sólarsumarið, síðan koma 2012, 2004 og 1957 - síðan 1947. Sólarrýrast er sumarið 1993 (eiginlega langsólarrýrast), en síðan koma 1952, 1938, 1954, 1998 og svo 2019 og 2015. Þetta hljómar allt fremur sennilega - en nær öruggt þó að raunveruleg röð er væntanlega eitthvað önnur. Við sjáum að mikið var um sólskinssumur á áttunda áratugnum (raunverulega mælt) og svo virðist sem árin í kringum 1930 hafi verið sólrík líka. Þar verður þó að hafa í huga að hringl var í veðurlyklum framan af og hefur ritstjóri hungurdiska ekki kannað hvaða afleiðingar það kann að hafa á niðurstöðurnar.
Nú má spyrja hvernig þetta rímar við tilfinningu manna eystra? Nokkuð auðvelt væri að blanda hita í málið til að reikna sumarvísitölu, en úrkoman aðeins flóknari vegna hringlanda í mælingum á henni. Kannski ritstjórinn haldi áfram á glæpabrautinni (hann er orðinn svo bersyndugur hvort eð er)?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 91
- Sl. sólarhring: 236
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 2420940
Annað
- Innlit í dag: 83
- Innlit sl. viku: 932
- Gestir í dag: 82
- IP-tölur í dag: 81
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.