27.9.2019 | 15:06
Smávegis af hlýindunum
Eins og áður er fram komið á þessum vettvangi hefur verið óvenjuhlýtt á landinu síðustu vikuna. Að tiltölu varð hlýjast í gær (fimmtudag). Þá var sett landsdægurhitamet á Bláfeldi í Staðarsveit, hámarkshitinn þar mældist 20,0 stig. Eldra met dagsins var orðið mjög gamalt, 19,3 stig sem mældust á Akureyri 1898. Reyndar lá þessi dagur vel við höggi hvað landsdægurmet varðar því met daganna á undan og eftir eru bæði yfir 20 stigum. Nú eru aðeins tveir septemberdagar eftir með landsdægurhámarksmet undir 20 stigum. Það er sá 18, hæsta tala hans til þessa er 19,8 stig sem mældust í Ásbyrgi fyrir tveimur árum og sá 30., hæsta tala hans eru 19,6 stig sem mældust í Skaftafelli árið 2011.
Í gær (fimmtudag) varð hlýjast að tiltölu um landið suðvestanvert. Á Þingvöllum var sólarhringsmeðalhitinn 8,0 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára og 7,0 stigum ofan þess í Reykjavík. Eins og undanfarna daga féll aragrúi staðbundinna dægurmeta víðs vegar um landið.
Hámarkshiti í Reykjavík fór í 18,5 stig. Það er hæsti hiti sem mælst hefur í höfuðborginni svo seint að sumri. Við þurfum að bakka til 11.september til að finna jafnháan hita. Hann mældist 1968, daginn áður 10.september 1968 var hámarkið einnig 18,5 stig. Muna sumir þá góðu daga enn í dag. Til að finna hærri hita þarf að fara aftur til 3.september, 20,1 stig sem mældust 1939. Um þá hitabylgju var fjallað hér á hungurdiskum snemma í þessum mánuði. Dægurmet féll líka í Reykjavík í dag (föstudag), þegar þetta er skrifað hafði hitinn farið í 16,3 stig, bætir gamla metið frá 1958 um 1,9 stig. Í mikilli hlýindasyrpu í september 1958 mældist hámarkshiti þann 30. 16,9 stig.
Meðalhiti fellur mjög í september. Sú spurning vaknar því hvort 18,5 stig þann 26. sé betri árangur heldur en 20,1 stig þann 3. Við getum velt vöngum yfir því með því að líta á vik frá meðallagi. Við skulum þó ekki miða við hámarkshitann í þeim samanburði, heldur sólarhringsmeðalhitann. Sólarhringsmeðalhitinn í Reykjavík í gær var 15,0 stig. Það er auðvitað einstakt á þessum tíma árs og er þriðjihæsti sólarhringshiti nokkru sinni í september öllum. Dagarnir 3. og 2. september 1939 voru lítillega hlýrri, og 1.september sama ár jafnhlýr.
Hér verður ekki miðað við síðustu 10 ár heldur meðaltal 80 ára (1931-2010). Það meðaltal er ekki eins órólegt frá degi til dags eins og þau sem miða við styttri tíma, t.d. 10 ár. Hitavik dagsins í gær er 8,0 stig í Reykjavík á þeim kvarða. Það er mun meira en við vitum um aðra daga í september, næstmest var það þann 28. árið 1958, 7,0 stig.
En breytileiki hitans fer vaxandi þegar líður á september. Almennar líkur á stórum vikum eru því heldur meiri í síðari hluta mánaðarins heldur en í fyrri hlutanum. Við getum því einnig litið á staðalvik sólarhringsmeðalhitans sem samkeppnisviðmið. Þá lendir dagurinn í gær (fimmtudagur 26.) í öðru sæti, staðalvik hans er 3,1 stig. Það er 3.september 1939 sem er í fyrsta sætinu, 3,2 staðalvik ofan meðallags. Munurinn er sannarlega ómarktækur.
Líkurnar á hita sem þessum eru auðvitað ekki miklar. Sama var sagt um hitana í apríllok í vor. Þá mældist hiti hærri í Reykjavík heldur en nokkru sinni í þeim mánuði - hafði sum sé aldrei mælst hærri svo snemma vors. Það er merkilegt að fá met af þessu tagi í báðu megin sumars sama árið - og þar að auki á sama sumri hæsta mánaðarmeðalhita nokkru sinni hér í Reykjavík (það var í júlí eins og flestir ættu að muna).
Lengi framan af var þessi mánuður í hópi þeirra köldustu á öldinni (ekki þó eins kaldur væri miðað við lengri tíma). Hann hefur síðustu vikuna hækkað mjög á samanburðarlistum og er nú á landsvísu kominn upp fyrir meðallag. Í Reykjavík er hann í sjöttahlýjasta sæti á öldinni - og gæti enn lent ofar, meðalhiti það sem af er er 9,8 stig - mánaðarmet er þó algjörlega utan seilingar úr því sem komið er. Rétt hugsanlegt er að meðalhiti mánaðarins nái 10 stigum - það hefur aðeins gerst 6 sinnum áður í Reykjavík, síðast 2010. Líklega verða næstu nætur þó talsvert kaldari en þær síðustu átta, þannig að ekki er útséð með lokatöluna.
Ellefustigasumar virðist hins vegar vera staðreynd - þau eru ekki mörg í gegnum tíðina í Reykjavík. Sólskinsstundafjöldi í september í Reykjavík hangir í meðallagi - en þó er ljóst að sumarið verður í hópi þeirra sólríkustu.
September hefur verið sérlega úrkomusamur um landið vestanvert, í Reykjavik er úrkoman í 6.sæti frá upphafi mælinga og á allmörgum stöðvum hefur hún mælst sú mesta sem vitað er um í september.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:01 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 543
- Sl. sólarhring: 679
- Sl. viku: 2465
- Frá upphafi: 2458450
Annað
- Innlit í dag: 513
- Innlit sl. viku: 2257
- Gestir í dag: 501
- IP-tölur í dag: 488
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ég bíð eftir því að sjá hver meðalhiti septembermánaðar verður á Egilsstaðaflugvelli, en það er sú veðurstöð sem ég fylgist mest með.
Úr því að apríl þetta árið var mun hlýrri en maí kæmi mér ekki á óvart þó september verði hlýrri en ágúst !
Það er engu líkara en einhver sé að rugla röðinni á blöðunum í almanakinu.
Þórhallur Pálsson, 27.9.2019 kl. 16:24
Meðalhitinn á Egilssstöðum stendur nú í 8,6 stigum, þannig að smávegis vantar upp á meðaltal ágústmánaðar þessa árs (9,0 stig). Eins og spáin er núna er ekki líklegt að af því verði. Það hefur gerst fjórum sinnum að september hefur verið hlýrri en ágúst á Egilsstöðum (frá 1955), 1958, 1996, 2014 og 2017.
Trausti Jónsson, 27.9.2019 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.