Hálfur september

Fyrri helmingur september er liðinn. Hvort menn telja hann svalan eða hlýjan fer eftir viðmiði. Í Reykjavík er meðalhiti hans 8,7 stig, +0,6 stigum ofan meðallags 1961-1990, en -0,9 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn liggur fremur neðarlega miðað við það sem verið hefur á öldinni, í 15.hlýjasta sæti (af 19). Hlýjastir voru dagarnir 15 árið 2010, meðalhiti 12,2 stig, en kaldastir voru þeir 2012, meðalhiti 7,7 stig (1 stigi kaldari en nú). Á langa listanum (143 ár) í 65.sæti. Á honum er 2010 líka í fyrsta sæti, en sömu dagar 1992 í því neðsta, meðalhiti þá var aðeins 5,6 stig.

Á Akureyri er meðalhiti dagana 15 8,0 stig, +1,0 stigi ofan meðallags 1961-1990, en -1,5 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.

Hiti er neðan meðallags síðustu tíu ára á öllum veðurstöðvum landsins. Minnst er vikið -0,2 stig við Hvalnes, en mest -1,9 á nokkrum stöðvum norðaustanlands, þar á meðal á Húsavík. Lítill munur er á vikum milli spásvæða og hiti í ýmist 15. eða 16.hlýjasta sæti á öldinni.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 59,5 mm og er það nærri tvöfalt meðallag - hefur þó 18 sinnum verið meiri sömu daga eftir því best er vitað. Á Akureyri hafa mælst 25 mm og er það ekki fjarri meðallagi (heldur ríflega sé miðað við 1961-1990, en undir meðallagi síðustu tíu ára.

Sólskinsstundir hafa mælst 74,2 í Reykjavík - nálægt meðallagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manni sýnist vera innsláttarvilla þarna í setningunni sem byrjar svona; "Hlýjastir voru dagarnir 15 árið 2019 "  á þetta ekki að vera 2010?

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 16.9.2019 kl. 15:34

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Jú, það er rétt Þorkell - hef nú lagað það (lagast þegar miðstöðin uppfærir skjalið).

Trausti Jónsson, 16.9.2019 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.8.): 690
 • Sl. sólarhring: 737
 • Sl. viku: 2798
 • Frá upphafi: 1953624

Annað

 • Innlit í dag: 632
 • Innlit sl. viku: 2462
 • Gestir í dag: 610
 • IP-tölur í dag: 584

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband