Staða sólskinsstundafjölda sumarsins

Dagurinn í dag (18.september) er heldur dökkur hér syðra og ágætt að nota hann til að taka stöðu sólskinsstundafjölda sumarsins í Reykjavík. Sem kunnugt er lýkur veðurstofusumrinu ekki fyrr en í lok mánaðarins. Sólskinsstundafjöldi frá og með 1.júní til gærdagsins telst 804,9 stundir. Miðað við almanakið, önnur sumur frá 1.júní til 17.september, er núlíðandi sumar í þriðjasólríkasta sæti. Það eru aðeins sumrin 1928 (826,8 stundir) og 1929 (858,0 stundir) sem státa af hærri tölum. 

En mánuðurinn er ekki búinn og skýjuðu veðri er spáð næstu daga. Fáein sumur önnur eiga því möguleika á að sigla fram úr þessu, en ekki mörg því sá fjöldi sem þegar hefur mælst tryggir sjöunda sætið. Að meðaltali mælast um það bil 3,4 sólskinsstundir á dag í Reykjavík eftir 17.september. Yrðu sólskinsstundir í meðallagi til loka mánaðar yrði lokatalan 854,3 - og myndi merja 3.sæti - sjónarmun á undan sumrinu 1927 (853,6 stundir) og ekki langt neðan við 2.sætið (1928 með 861,9 stundir). Varla er nokkur von til þess að ná 1.sætinu af sumrinu 1929 (894,0 stundir). 

Það eru sum sé þrjú sumur í röð sem hafa helgað sér þrjú efstu sætin í 90 ár, 1929, 1928 og 1927, þar rétt fyrir neðan eru tvö nýleg sólarsumrin 2012 og 2011, í sjötta sætinu er svo sumarið 1924. 

Árið í heild (til þessa) stendur líka vel, heildarsólskinsstundafjöldinn er um það bil búinn að jafna ársmeðaltal síðustu tíu ára þó þrír mánuðir séu eftir af árinu (en venjulega eru þeir sólarlitlir) - og summan er nú þegar komin 100 stundir fram úr ársmeðaltalinu 1961 til 1990. 

Sumarhitinn í Reykjavík situr nú í 9. til 11.hlýjasta sæti. Meðalhiti þess það sem af er er 11,0 stig. Ekki er líklegt að sú röðun breytist mikið. Ársmeðalhitinn í Reykjavík er sem stendur í 8. til 9. hlýjasta sæti - það breytist trúlega eitthvað á annan hvorn veginn því þrír mánuðir rúmir eru enn til áramóta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 35
 • Sl. sólarhring: 426
 • Sl. viku: 1799
 • Frá upphafi: 2349312

Annað

 • Innlit í dag: 24
 • Innlit sl. viku: 1616
 • Gestir í dag: 24
 • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband