13.9.2019 | 20:38
Leifar fellibylsins Flóru 1963
Ritstjóranum er minnisstætt þegar von var á leifum fellibylsins Flóru hér til lands í október 1963. Í fyrsta lagi var sérlega óvenjulegt að minnst væri á veður meira en einn eða tvo daga fram í tímann, í öðru lagi hlaut koma fellibyls hingað til lands að vera meiriháttar mál - ekki síst þar sem sami fellibylur hafði valdið dauða þúsunda manna í Karíbahafi. Það var um þetta rætt og í veðurspám var var þessa daga alltaf talað um stormsveipinn eða stormsveipinn Flóru - en ekki lægð.
Jú, það hvessti nokkuð um stund, en í reynd olli veðrið hinum unga veðuráhugamanni miklum vonbrigðum - til þess að gera tíðindalítið landsunnanhvassviðri.
Fellibylurinn Flóra olli gríðarlegu tjóni á eyjum Karíbahafs, fyrst á Tobago (var þar að ná sér á strik) - síðan á Haiti og á Kúbu. Sagt var að hann hefði náð fjórða stigs styrk - en sannleikurinn er sá að ekki var fylgst nærri því eins vel með vindstyrk í fellibyljum á höfum úti eins og nú er gert. Að lenda á stórum eyjum eins og Hispanjólu og Kúbu laskar mjög hringrás fellibylja og þótti mesta furða á sínum tíma hve Flóra hélt styrk sínum við að fara yfir eyjarnar. Það var heldur engin hraðferð því kerfið fór þar í þrönga slaufu (ekki ósvipað og Dorian gerði við Bahamaeyjar nú nýlega) og var við eyjarnar í fjóra daga áður en það tók síðan á strik til norðnorðausturs austan við Bahamaeyjar og allt til okkar. Vindur olli miklu tjóni á Haiti og reyndar líka á Kúbu, en úrhelli þó meira. Í kerfinu mældist úrkoman mest 1470 mm á Haiti (sennilega á meira en einum sólarhring) og talið er að sums staðar hafi hún verið enn meiri. Þetta var langlíft kerfi - myndaðist 26.september og var síðan afskrifað sem hitabeltisfyrirbrigði þann 12.október, tveimur dögum áður en það kom hingað til lands.
Kortið birtist í Morgunblaðinu 15.október 1963 - sýnist Jón Eyþórsson hafa teiknað það. Miðja lægðarinnar er hér rétt norðan við veðurskipið Alfa.
Japanska endurgreiningin nær þessu nokkuð vel - kortið hér að neðan gildir á sama tíma og það að ofan, mánudaginn 14.október kl.12.
Snarpur landsynningur gengur yfir vesturhluta landsins. Vindhraði mældist mestur á Stórhöfða - fór í fárviðrisstyrk, en tiltölulega hvasst varð einnig á Keflavíkurflugvelli. Hviður fóru yfir 35 m/s á Reykjavíkurflugvelli, en meðalvindhraði var mun minni. Mjög hvasst varð einnig uppi á Hólmi ofan Reykjavíkur, en sem kunnugt er var byggð á þessum tíma ekki farin að teygja sig neitt uppeftir, uppbygging í Breiðholti vart hafin og sömuleiðis lítið í Árbæjarhverfi.
Íslandskortið á hádegi sýnir vel vindstrenginn yfir landinu suðvestanverðu - einnig varð hvasst í Æðey.
Tjón varð ekki mikið - minna en óttast hafði verið - trúlega má þakka veðurspám - því menn virðast hafa fylgst betur en venjulega með bátum í höfnum en hafnatjón var mjög algengt á þessum árum.
Við setjum hér með til gamans tvær fréttir úr blöðum. Sú fyrri er úr Þjóðviljanum:
Þjóðviljinn 15.október: Gerir lítinn usla hér á landi. Suðaustan stormur og rigning geisaði á Suðvesturlandi og Vestfjörðum í gær og eru það eftirhreytur af hinum mikla fellibyl, sem nefnist Flóra og hefur !átið að sér kveða við Karabísku eyjarnar undanfarna daga. Hefur þessi fellibylur breyst í djúpa lægð á Grænlandshafi og var hún á hægri hreyfingu norður í gærdag og hægir þó á sér. Hér í Reykjavík náði veðurofsinn hápunkti sínum klukkan 13 í gærdag og mældist í verstu hryðjunum 13 vindstig [37 m/s]. Þannig brotnaði átta metra hátt barrtré við Hofteig og nokkur brögð voru á skemmdum við byggingar í bænum í gær. Í verstöðvum á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum höfðu menn nokkurn viðbúnað og hugðu að bátum sínum, en ekki höfðum við spurnir af teljandi skaða á þessum stöðum.
Hin er úr Alþýðublaðinu og segir af miklu sandfoki á Akranesi - ekki var nægilega vel gengið frá sandbirgðum sementsverksmiðjunnar:
Alþýðublaðið 15.október: Akranesi 14.október: Miklar skemmdir urðu á Akranesi í rokinu í dag. Skeljasandur frá Sementsverksmiðjunni fauk inn í bæinn og safnaðist i stóra hauga í görðum. Sandurinn hreinsaði málningu af gluggalistum, eyðilagði og rispaði gler í gluggum og lakk á bifreið, sem stóð óvarin, hreinsaðist af þeirri hlið, sem sneri upp í vindinn. Hjá Sementsverksmiðjunni eru nú miklir haugar af skeljasandi, birgðir til 34 ára. Hefur áður komið fyrir, að sandurinn hefur fokið inn í bæ, og valdið nokkrum skemmdum. Hafa íbúar á Akranesi krafist bóta, og hefur verksmiðjustjórnin nú hafið að girða kringum hrúgurnar. Hefur því verki enn ekki verið lokið. Í dag, þegar byrjaði að hvessa, fór sandurinn að berast inn í bæinn, og þegar mest var rokið, dundi hann á gluggum eins og haglél. Safnaðist hann víða í skafla, sem í dag mældust allt að 2 cm. þykkir [grunsamlega lág tala]. Mest var af sandinum í görðum og götum við Jaðarsbraut, Suðurgötu og Skagabraut. Lögreglan kannaði skemmdirnar, sem af þessu hlutust, og voru þær miklar. Munu skýrslur hafa verið gerðar yfir skemmdirnar, ef skaðabótakröfur kynnu að koma fram og málarekstur yrði. Víða hefur sandurinn borist inn í hús, troðist niður í teppi, rispað gólf og valdið margvíslegri skemmdum. Bifreið, sem stóð út á götu, þegar sandbylurinn var verstur, skemmdist verulega þar sem allt lakk hreinsaðist af þeirri hlið, sem upp í vindinn sneri.
Hungurdiskar hafa áður fjallað um veður í október 1963, m.a. lágþrýstimet sem sett var þann 19. og vindhraðamet þann 23. (sjá einnig Íslandskort síðarnefnda daginn á vef Veðurstofunnar).
Myndin sýnir þrýstispönn (munur á hæsta og lægsta þrýstingi á landinu á öllum athugunartímum mánaðarins) - grátt, og lægsta þrýsting hvers athugunartíma (rauður ferill). Snarpt þrýstifall fylgdi Flóru - en lægðarmiðjan sjálf komst aldrei að landinu heldur grynntist vesturundan. Önnur lægð fylgdi strax í kjölfarið - sú fór þó framhjá fyrir suðaustan og austan land - en náði að valda því að þrýstingurinn rétti sig ekki af. Mestu lægðirnar fóru síðan yfir landið þann 19. Þá var sett lágþrýstimet fyrir október í Vestmannaeyjum eins og áður sagði. Lægðin sem gekk yfir landið þann 23. var enn snarpari og nærri því eins djúp. Vindhraðamet var þá sett í Vestmannaeyjum og víða varð talsvert eða mikið foktjón auk þess sem skip á sjó og ferðamenn á landi lentu í voða. Við gætum sagt nánar af þessum merku veðrum síðar.
Síðan tók við allt annað veðurlag - nóvember heldur kaldur og leiðinlegur, en desember mestallur afburðagóður - og veturinn 1964 lifir enn í minningunni sem nánast samfellt kraftaverk - var þó ekki alveg tilbreytingarlaus.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:19 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 42
- Sl. sólarhring: 230
- Sl. viku: 1007
- Frá upphafi: 2420891
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.