Á hausti 1963 - lágţrýstimet og fleira

Margir bćndur hafa sagt mér ađ ţeir muni best sín fyrstu búskaparár og minnstu smáatriđi ţeirra. Seinni árin renni síđan saman og fátt sé af ţeim munađ nema helstu atburđir og meira ađ segja ţá vilji árin ruglast saman. Sama á viđ um helstu veđuráhugamenn - veđurnördin.

Alla vega varđ áriđ 1963 mjög minnisstćtt ţeim sem hér skrifar og fylgdist hann međ veđri í smáatriđum og man margt enn. Veturinn var mjög sérstakur, páskahretiđ auđvitađ einstakt og sumariđ međ sínum köflum öllum, hitabylgjurnar í upphafi og enda júní, kuldakastiđ mikla og langvinna í júlí, síđan haustveđrin óvenjulegu og blíđan mikla framan af desember.

Í september gerđi bćđi landsynningsstorma og útnorđanköst, Morgunblađiđ sagđi í fyrirsögn um réttarkastiđ mikla: Einstakt á ţessari öld. Ég heyrđi ţá fyrst talađ um haustkálfa - hret snemma hausts. Haustkálfarnir voru taldir bođa hlýjan og mildan vetur. Eitthvađ virtist veđuráhugamanninum unga vera til í ţví - veturinn 1963 til 1964 er einhver sá hlýjasti og besti sem um er vitađ.

Á tímabilinu 13. til 25. október gengu yfir mikil veđur, merki ţeirra má sjá á línuritinu sem hér fylgir.

p-815-okt1963

Ritiđ sýnir loftţrýsting á Stórhöfđa í Vestmannaeyjum dagana 14. til 25. október 1963. Ţarna má međal annars sjá lágţrýstimet októbermánađar hér á landi 938,4 hPa en ađ kvöldi ţess 19. gekk óvenjudjúp lćgđ yfir landiđ úr suđsuđvestri til norđurs um Húnavatnssýslur. Trúlega hefur hún veriđ farin ađ grynnast ţví tjón varđ ekki mikiđ vegna hvassiviđris. Mikiđ sjávarflóđ gerđi hins vegar á svćđinu frá Grindavík austur í Mýrdal og olli miklu tjóni.

Fyrsta ţrýstifalliđ á línuritinu, ţann 14. fylgdi leifum fellibylsins Flóru sem hafđi valdiđ gríđarlegu tjóni á Kúbu og víđar nokkrum dögum áđur. Lćgđarmiđjan komst aldrei alveg til Íslands. Minniháttar foktjón varđ suđvestanlands.

Langmesta foktjón mánađarins varđ samfara óvenju krappri lćgđ sem fór yfir landiđ svipađa leiđ og hin fyrri, ađeins vestar reyndar. Hugsanlegt er ađ miđjuţrýstingurinn hafi veriđ ámóta og í metlćgđinni nokkrum dögum fyrr. Gríđarlegt tjón varđ austan viđ lćgđarmiđjuna. Rekjum ţađ ekki ađ sinni. En látum ţess getiđ ađ ţá var 10-mínútna vindhrađi á Stórhöfđa talinn/mćldur 16 vindstig. Leggjum út af ţví meti síđar.

Síđan gekk á međ stórtíđindum af öđru tagi, Surtseyjargosiđ hófst 14. nóvember og í útlöndum var Kennedy bandaríkjaforseti myrtur nokkrum dögum síđar. Ţá hljóp aldeilis á snćriđ hjá fréttanördum.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Fyrstu veđurdelluárin mín man ég í smátriđum. Nú man ég ekkert stundinni og varla hvađ ég heiti. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 9.10.2010 kl. 00:54

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Eins og sjá má er heilarugliđ orđiđ algjört. Rétt á ţessi netta málsgrein ađ vera svona:Fyrstu veđurdelluárin mín man ég í smáatriđum. Nú man ég ekkert stundinni lengur og varla hvađ ég heiti.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 9.10.2010 kl. 00:56

3 identicon

Ţađ er ekkert gaman ađ vera nörd. Ég hef veriđ ţađ á mörgum ólíkum sviđum svo ofvirkni líktist. Kannski var ţađ samt tilfelliđ.
Ţakka gott blogg.

Gudmundur Bjarnason (IP-tala skráđ) 9.10.2010 kl. 22:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 155
  • Sl. sólarhring: 163
  • Sl. viku: 2397
  • Frá upphafi: 2348624

Annađ

  • Innlit í dag: 128
  • Innlit sl. viku: 2091
  • Gestir í dag: 115
  • IP-tölur í dag: 115

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband