1.9.2019 | 22:18
Sumareinkunn Reykjavíkur 2019
Flestir eru sammála um að sumarið hafi verið harla gott í Reykjavík. Ritstjóri hungurdiska hefur frá 2013 reiknað út það sem hann kallar einkunn sumarsins. Um hugsunina að baki einkunnagjafarinnar má lesa í eldri pistlum, en þess þó getið hér að miðað er við hita, úrkomumagn, úrkomudagafjölda og sólskinsstundafjölda. Þetta er samkeppniskerfi sem reiknað er upp á nýtt á hverju ári. Hvert viðbótarár getur því haft áhrif á einkunn þeirra fyrri og raskað matsröð frá því sem var árið áður.
Lárétti ásinn sýnir tíma, en sá lárétti er einkunnarstigi, súlurnar einkunn einstakra sumra. Hæsta mögulega einkunn er 48, lægsta er núll. Fjögur sumur eru nú efst og jöfn með 38 stig hvert, 1928, 1931, 2009 og 2012. Einkunn sumarsins 2019 er 36, það er því í hópi þeirra bestu samkvæmt þessum kvarða - mjög ólíkt 2018 sem aðeins fékk 12 stig. Sumarið nú er því svipað og gæðum og var orðin eins konar regla á árunum 2007 til 2012 Sumrin 2013 og 2014 ollu ákveðnum vonbrigðum (það síðarnefnda þó yfir meðaltali áranna 1961-1990), en 2015, 2016 og 2017 voru öll með svipaða einkunn og best gerðist árunum 1961 fram til 2007. Rigninga- og kuldasumarið 1983 er á botninum með 1 stig (ótrúlega vont).
Þó sólskinsstundasumma ágústmánaðar hafi enn ekki verið staðfest virðist ljóst að sumarið 2019 er það þriðjasólríkasta frá upphafi mælinga, sólskinsstundirnar voru lítillega fleiri en nú sumrin 1928 og 1929. - En við bíðum samt með staðfestingu á því þar til mælingarnar hafa verið yfirfarnar.
Þegar þetta er skrifað hafa endanlegar tölur frá Akureyri ekki verið reiknaðar - en ættu að verða til á morgun, mánudag, eða þá á þriðjudaginn. Sömuleiðis víkjum við að sumardagafjöldanum síðar.
Munum svo að hér er um leik að ræða - aðrir meta málin á annan hátt.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.3.): 394
- Sl. sólarhring: 424
- Sl. viku: 1609
- Frá upphafi: 2455551
Annað
- Innlit í dag: 363
- Innlit sl. viku: 1447
- Gestir í dag: 341
- IP-tölur í dag: 331
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Gott að sjá að hér er rætt um sumarið sem þriggja mánaða tímabil! September er þá væntanlega talinn vera haustmánuður eins og eðlilegt er.
Eitt viðmið finnst mér eigi að einkenna skilgreiningu á sumarmánuðum hér á höfuðborgarsvæðinu en það er að hiti sé að jafnaði yfir 10 stigum. Svo hefur yfirleitt verið á núverandi hlýskeiði nema í fyrra en þá var meðalhitinn 9,9 stig. September nær hins vegar mjög sjaldan 10 stigunum hér á Innnesjum, aðeins þrisvar sinnum síðan 1995.
Svo eru önnur viðmið um haustið, svo sem hvenær laufin á trjánum fara að verða gul (eða rauð), hvenær fyrstu frostin koma (sem er yfirleitt í lok ágúst) og stormar verða tíðari.
Eitt að lokum í þetta sinn! Hver var meðalhiti sumarins hér í Rvík, hann vantar í þessa annars skilmerkilegu sumar-umfjöllun?
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 2.9.2019 kl. 07:05
Alltaf gaman að bera þetta saman. Mín veðurskráningaraðferð er örlítið jákvæðari fyrir sumarið í Reykjavík og setur það í 2-3. sæti ásamt 2009. Sumarið 2012 er sjónarmun þar fyrir ofan.
Emil Hannes Valgeirsson, 2.9.2019 kl. 12:54
Hlýskeiðið 1925-1965 (AMO í jákvæðum fasa) virðist hafa verið hlýrra en núverandi hlýskeið sem byrjaði 1995. Síðasta hlýskeið gerði líka næstum út af við Okjökul. Miðað við að AMO hlýskeiðin séu 35-40 ár í jákvæðum fasa þá ætti OK að fenna aftur á kaf á árunum 2025-2035.
Hans Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.9.2019 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.