Ágúst - nćrri liđinn

Svo virđist sem ágústmánuđur muni verđa sá kaldasti á öldinni á landsvísu - og sá kaldasti frá 1993 ađ telja, en ţá var talsvert kaldara en nú. Ađ vísu munar mjög litlu á međalhita ágústmánađar nú og ágústmánađar í fyrra. Sem kunnugt er hafa ágústmánuđir ţessarar aldar veriđ sérlega hlýir flestir miđađ viđ ţađ sem almennt gerđist hér á árum áđur. Sem dćmi má nefna ađ á árunum 1961-1990 var meir en helmingur ágústmánađa kaldari en sá sem nú er nćr liđinn. Ţađ sem okkur ţykir kaldur ágúst hefđi okkur ţótt í góđu međallagi um ţćr mundir sem ritstjóri hungurdiska vann viđ veđurspár. Svona breytast vćntingarnar. Vik á landsvísu er nú -0,8 stig miđađ viđ síđustu tíu ár, en -0,1 stig miđađ viđ 1961-1990. 

Taflan hér ađ neđan sýnir međalvik og aldarröđun hitans á einstökum spásvćđum.

 

w-blogg310719a

Hér má sjá ađ ţetta er kaldasti ágúst aldarinnar um landiđ norđan- og norđaustanvert, en hlýjast ađ tiltölu hefur veriđ á Suđausturlandi. [Viđbót 1.sept.: Hiti ţann 31. breytti töfluröđ lítillega, Austfirđir og Suđausturland hröpuđu um 1 sćti og enduđu í ţví 17 og 15. - vik breyttust sömuleiđis lítillega]. 

Hiti sumarsins, ţađ sem af er, er á landsvísu -0,1 stig neđan međallags síđustu tíu ára. Sú tala felur auđvitađ ţann mikla mun sem hefur veriđ viđvarandi á hita á landinu, góđviđra go sólskinsdaga suđvestanlangs og kuldans og súldarinnar á Ströndum og mestöllu Norđur- og Austurlandi. 

w-blogg310719b

Taflan sýnir hitann í sumar (ţađ sem af er, einn mánuđur er eftir af Veđurstofusumrinu), hvernig hann rađast miđađ viđ önnur sumur aldarinnar og hvert vik er miđađ viđ síđustu tíu sumur, skipt á spásvćđi Veđurstofunnar. Ef viđ notum svonefnda ţriđjungaskiptingu teljast 6 sumur af 19 köld, 6 hlý, en 7 í međallagi. Sumariđ 2019 telst ţannig kalt á ţremur spásvćđum, frá Ströndum austur ađ Glettingi, en annars í međallagi (blámerkt), ađeins ţrjú sumur (til ágústloka) kaldari á öldinni. Mest er jákvćđa vikiđ (miđađ viđ síđustu tíu ár) á Suđurlandi, +0,4 stig, og mánuđirnir ţrír ţeir 8.hlýjustu á öldinni ţar, en mest er neikvćđa vikiđ á Austurlandi ađ Glettingi, -0,8 stig miđađ viđ síđustu tíu ár. 

Ţetta er búiđ ađ vera ţráviđrasumar hingađ til - en nú er komiđ fram yfir höfuđdag (29. ágúst) og Egedíusmessa er víst á morgun (1.september). Gömul trú sagđi ađ veđur fyrstu ţrjá daga september segđi til um veđur hausts til jólaföstu. Brygđist breyting um höfuđdaginn töldu menn breytinga von á Fiskivatnsréttardag, fimmtudag í 21.viku sumars, en hann ber nú upp á 12.september („réttir byrja“ stendur í almanaki háskólans). Ađ međaltali er sú dagsetning 9.september - en í gamla stíl bar ţađ međaltal upp á höfuđdaginn - ekki alveg auđveld breyting fyrir almanaksveđurspámenn. Um höfuđdaginn og marktćkni hans hefur oft veriđ rćtt hér á hungurdiskum (höfuđdiskum var ritsjórinn nćrri ţví búinn ađ skrifa) - og verđur ekki endurtekiđ hér og nú. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2021
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110521a
 • w-blogg110521a
 • w-blogg080521a
 • w-blogg030521b
 • w-blogg030521a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.5.): 32
 • Sl. sólarhring: 489
 • Sl. viku: 2748
 • Frá upphafi: 2033668

Annađ

 • Innlit í dag: 27
 • Innlit sl. viku: 2435
 • Gestir í dag: 25
 • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband