31.8.2019 | 14:44
Ágúst - nærri liðinn
Svo virðist sem ágústmánuður muni verða sá kaldasti á öldinni á landsvísu - og sá kaldasti frá 1993 að telja, en þá var talsvert kaldara en nú. Að vísu munar mjög litlu á meðalhita ágústmánaðar nú og ágústmánaðar í fyrra. Sem kunnugt er hafa ágústmánuðir þessarar aldar verið sérlega hlýir flestir miðað við það sem almennt gerðist hér á árum áður. Sem dæmi má nefna að á árunum 1961-1990 var meir en helmingur ágústmánaða kaldari en sá sem nú er nær liðinn. Það sem okkur þykir kaldur ágúst hefði okkur þótt í góðu meðallagi um þær mundir sem ritstjóri hungurdiska vann við veðurspár. Svona breytast væntingarnar. Vik á landsvísu er nú -0,8 stig miðað við síðustu tíu ár, en -0,1 stig miðað við 1961-1990.
Taflan hér að neðan sýnir meðalvik og aldarröðun hitans á einstökum spásvæðum.
Hér má sjá að þetta er kaldasti ágúst aldarinnar um landið norðan- og norðaustanvert, en hlýjast að tiltölu hefur verið á Suðausturlandi. [Viðbót 1.sept.: Hiti þann 31. breytti töfluröð lítillega, Austfirðir og Suðausturland hröpuðu um 1 sæti og enduðu í því 17 og 15. - vik breyttust sömuleiðis lítillega].
Hiti sumarsins, það sem af er, er á landsvísu -0,1 stig neðan meðallags síðustu tíu ára. Sú tala felur auðvitað þann mikla mun sem hefur verið viðvarandi á hita á landinu, góðviðra go sólskinsdaga suðvestanlangs og kuldans og súldarinnar á Ströndum og mestöllu Norður- og Austurlandi.
Taflan sýnir hitann í sumar (það sem af er, einn mánuður er eftir af Veðurstofusumrinu), hvernig hann raðast miðað við önnur sumur aldarinnar og hvert vik er miðað við síðustu tíu sumur, skipt á spásvæði Veðurstofunnar. Ef við notum svonefnda þriðjungaskiptingu teljast 6 sumur af 19 köld, 6 hlý, en 7 í meðallagi. Sumarið 2019 telst þannig kalt á þremur spásvæðum, frá Ströndum austur að Glettingi, en annars í meðallagi (blámerkt), aðeins þrjú sumur (til ágústloka) kaldari á öldinni. Mest er jákvæða vikið (miðað við síðustu tíu ár) á Suðurlandi, +0,4 stig, og mánuðirnir þrír þeir 8.hlýjustu á öldinni þar, en mest er neikvæða vikið á Austurlandi að Glettingi, -0,8 stig miðað við síðustu tíu ár.
Þetta er búið að vera þráviðrasumar hingað til - en nú er komið fram yfir höfuðdag (29. ágúst) og Egedíusmessa er víst á morgun (1.september). Gömul trú sagði að veður fyrstu þrjá daga september segði til um veður hausts til jólaföstu. Brygðist breyting um höfuðdaginn töldu menn breytinga von á Fiskivatnsréttardag, fimmtudag í 21.viku sumars, en hann ber nú upp á 12.september (réttir byrja stendur í almanaki háskólans). Að meðaltali er sú dagsetning 9.september - en í gamla stíl bar það meðaltal upp á höfuðdaginn - ekki alveg auðveld breyting fyrir almanaksveðurspámenn. Um höfuðdaginn og marktækni hans hefur oft verið rætt hér á hungurdiskum (höfuðdiskum var ritsjórinn nærri því búinn að skrifa) - og verður ekki endurtekið hér og nú.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 1.9.2019 kl. 01:58 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 120
- Sl. sólarhring: 255
- Sl. viku: 1085
- Frá upphafi: 2420969
Annað
- Innlit í dag: 110
- Innlit sl. viku: 959
- Gestir í dag: 107
- IP-tölur í dag: 106
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.