26.8.2019 | 02:33
Haustlægð?
Hugtakið haustlægð virðist farið að skjóta rótum í málinu - og sennilega lítið við því að segja. Ritstjóra hungurdiska virðist það samt nokkuð frjálslega notað - án þess hann hafi hugmynd um það hvernig öguð og nákvæm notkun eigi að vera - og víst er að ekki hefur hann neitt boðvald í þeim efnum. Svo frjálslega virðist vera farið með hugtakið að það nær nú yfir allan strekking og rigningu sem á sér stað á þeim tíma árs þegar rökkva fer á kvöldin - nú jafnvel hvassviðri og rigningu á miðju sumri - hefur meira að segja sést í júní - áður en sumrið er eiginlega byrjað. En ekki tjáir að kveina yfir því.
Haustið er sennilega fyrr á ferðinni á síðari árum í huga fólks heldur en var áður fyrr - breyttir þjóðfélagshættir ráða þar sjálfsagt mestu. Síðari hluti sumarsins hefur hlýnað - eins og flestir aðrir tímar ársins, en breytingar hafa hins vegar ekki orðið á vendipunktum veðrakerfisins - hiti fer óhjákvæmilega að falla frá og með 10.ágúst eða þar um bil (nokkur áraskipti að sjálfsögðu), vestanvindar veðrahvolfsins eru sem fyrr í lágmarki um 10.ágúst - en aukast að styrk eftir það - og austanvindur dettur niður í heiðhvolfinu upp úr 20.ágúst. Og sólstöður og jafndægur eru auðvitað allaf (nánast) á sama tíma (almanakið er þannig gert - útbúið hefur verið hlaupárakerfi sem sér um að sólstöður reki ekki út og suður um almanaksárið).
Að sögn kom haustlægð að landinu í dag - ekki var samt sérlega hvasst - meðalvindhraði sólarhringsins ekki nema 5,3 m/s - minna en marga aðra daga í mánuðinum og hæsta klukkustundargildi 8,1 m/s. Og ekki var einhver kuldagjóstur á ferð - síður en svo - þó hæsta hámark dagsins á landinu væri hið næstlægsta í mánuðinum hingað til. Að einu leyti má þó e.t.v. tala um haustboða - lægðin var dýpri en algengt er yfir hásumarið og þrýstifall (milli sólarhringa) sömuleiðis í meira lagi - bæði atriði þó langt frá ágústmetum. Þrýstifallið var rúm 25 hPa milli sólarhringa - gerist ekki nema á um 10 ára fresti í ágúst að þrýstingur breytist svo ört.
Þegar þetta er ritað er lægsta þrýstingi sem fylgir lægðinni (á veðurstöð) sennilega ekki náð, en spár gera ráð fyrir því að hann fari niður í um 976-978 hPa á morgun (mánudag). Það gerist að meðaltali á um 10 ára fresti að þrýstingur fari niður í 976 hPa eða neðar í ágúst. Sennilega er tíðnin þó aðeins meiri vegna þess að á fyrri tíð voru athuganir mun gisnari bæði í tíma og rúmi heldur en nú er og líkur á að missa af mjög lágum gildum voru því mun meiri á árum áður.
Munur á hæsta og lægsta þrýstingi á landinu (á sama tíma) segir talsvert um vindhraða. Mesti munur (þrýstispönn) í lægðinni í dag var tæp 18 hPa. Það er nokkuð drjúgt, en samt talsvert algengara heldur sú tíðni sem nefnd var að ofan (þrýstifall og lágþrýstingur).
Hvort við getum minnst á haust í sambandi við hita lægðarloftsins vitum við ekki enn. Dæmi eru um að nokkuð kalt norðanloft hafi fylgt í kjölfar ámóta lægða - jafnvel svo að eitthvað sem við getum kallað raunverulegt haust hafi tekið við.
Við skulum nota tækifærið og líta á nokkrar (sjaldséðar) metatölur ágústmánaðar. Tölurnar verðs læsilegri séu þær stækkaðar (eins og hefðbundnar myndir).
Við sjáum að sjaldgæft er að þrýstingur fari neðar en 970 hPa í ágúst. Á listum yfir storma skorar 27.ágúst 1933 mjög hátt. Þá gekk mikið landsynningsveður yfir landið með töluverðu foktjóni. Í lægðinni 1927 voru leifar fellibyls sunnan úr höfum.
Veðrið í ágúst 1971 var raunverulegt haustveður með fannkomu fjársköðum og ísingu á rafmagns- og símalínum norðaustanlands. Lægðin sem olli veðrinu 1955 var kannski enn dýpri en sú 1927 - en var farin að grynnast nokkuð þegar hún gekk yfir landið. Hún olli heyfoki og hárri sjávarstöðu. Nokkuð foktjón varð í veðrinu 2008 - það var slæmur landsynningshvellur. Veðrið 1950 er það sama og olli skriðuföllunum mannskæðu á Seyðisfirði. Veðrið 1974 olli líka skriðum eystra - og ófærð á fjallvegum - kannski alvöru haustveður og fylgdi kuldi í kjölfar þess. Veðrið 1988 olli miklum skriðuföllum í Ólafsfirði og á Stöndum. Eftirminnilegt varð einnig landsynningsveðrið 1977 - haust fylgdi strax á eftir. Þetta var fyrsta illviðri sem ritstjóri hungurdiska kom eitthvað nærri sem vaktarveðurfræðingur - reyndar á svokölluðum æfingavöktum. Mikill kuldi fylgdi veðrinu 1964 - ökklasnjór sagður á Siglufirði. Og veðrið 2014 muna e.t.v. sumir sem leifar fellibylsins Christobal - mikið úrhelli fylgdi þeim.
Hér má sjá mörg sömu veður og á fyrri listum - en önnur voru fremur meinlítil eins og veðrið í dag - sum þau elstu þekkjum við ekki nógu vel, t.d. það sem trónir efst á listanum. Það féll nokkuð í skugga enn verri veðra mánuði síðar.
Við höfum minnst á sumar þessara dagsetninga hér að ofan - ekki þó 1969 - þá varð nokkuð foktjón - einkum fyrir norðan, en segir líka í annálum: Markatafla á Laugardalsvelli fauk meðan á leik ÍBV og Búlgarsks knattspyrnuliðs fór fram í 8 til 9 vindstigum. Kannski einhverjir eldri knattspyrnuunnendur muni þetta? Veðrið 1952 var slæmt hret með hríð á heiðum og 1968 féllu skriður eystra.
Kannski hefur ritstjórinn einhvern tíma þrek til að lýsa einhverju þessara veðra betur - það væri ástæða til. Við sjáum þegar að þau falla í nokkra flokka - sum minna með sanni á haust, en önnur eru frekar sumarslæmska.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 196
- Sl. sólarhring: 196
- Sl. viku: 1161
- Frá upphafi: 2421045
Annað
- Innlit í dag: 167
- Innlit sl. viku: 1016
- Gestir í dag: 158
- IP-tölur í dag: 155
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Svona aðeins til að svarar þér Trausti um að það hafi ekki verið neitt "sérlega hvast" með þessari "haustlægð", má benda á að meðalvindurinn á Hólmsheiði fór í stormstyrk á milli kl. 15 og 16 í gær, eða í 20 m/s (og hviður í 26 m/s). Yfirleitt stormar nú ekki fyrr en í október/nóvember á þessu svæði þannig að þetta hvassviðri kemur óvenjusnemma og alveg óhætt að tala um fyrstu haustlægðina að mínu mati.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 26.8.2019 kl. 06:04
Það er rétt að vindur fór í 20 m/s á Hólmsheiði í gær, í fjórða sinn í ágúst síðan byrjað var að mæla á stöðinni, en það hefur tvisvar gerst í júlí á sama tíma - þetta er eitthvað sem gerist af og til á sumrin þar efra og þannig séð varla hausttíðindaefni. Langhvassast varð í ágúst 2008 þegar vindur á Hólmsheiði fór í 25,8 m/s. Mest í júlí er 23,5 (2011) - sum sé meira en var nú - sjálfsagt hafa einhverjir minnst á haust þá . En - til að teljast stormur þarf vindur að komast yfir 20 m/s, 20,0 er strangt tekið ekki nóg - í þeim skilningi komst vindur ekki í storm á Hólmsheiði í gær - en við skulum ekki staldra við þá smámunasemi. Stormur mældist aðeins á tveimur veðurstöðvum í byggð í gær - þannig hefur staðan verið 8 sinnum í þessum mánuði. Meðalvinhdraði á landsvítu hefur 8 sinnum verið meiri í mánuðinum heldur en í gær. Dagurinn í gær því ekkert sérstakur hvað hvassviðri varðar. - En veðrið var óneitanlega leiðinlegt í 3 til 4 klukkustundir - úrhellisrigning og allhvass vindur.
Trausti Jónsson, 26.8.2019 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.