Smáupprifjun um hitamælingar

Þann 7.maí 2011 birtist á hungurdiskum stuttur pistill um hitamælingar. Ýmislegt sem sést hefur á vefsíðum eftir óvenjuhlýjan dag bendir til þess að ástæða sé til að rifja þennan pistil upp. Það væri reyndar ástæða til að endurskrifa hann - en látum það bíða. Sem fyrr er pistillinn allur í viðhengi - en þar sem mjög fáir nenna að lesa hann eru hér þau atriði sem skipta máli í umræðu dagsins þessi:

„Tilgangur veðurfræðilegra hitamælinga er sá að mæla lofthita, en ekki sá að mæla hita á hitamælinum einum og sér. Mælingar eru tryggastar ef varmaskipti milli mælis og umhverfis hans gerast ekki öðru vísi en við snertingu lofts og yfirborðs mælisins“.

Síðan er fjallað nokkuð um hitamælaskýli og stöðlun hitamælinga - svo segir:

„Fjöldi fólks hefur komið sér upp hitamælum, einnig hafa fyrirtæki eða opinberir aðilar sett upp mæla sem auglýsa hitann stórum stöfum. Oft ræður tilviljun því hvort hugað er að geislunarumhverfi mælanna og langfæstir mæla við staðalaðstæður sem bera má saman við mælaskýli eins og lýst var hér að ofan. Margt truflar. Flestir átta sig á því að bein sólgeislun er skæðust villuvalda og forðast að koma mælum fyrir þar sem sól skín beint á þá. Sá misskilningur veður hins vegar uppi að mikill munur sé á lofthita í sól og skugga. Munur á því sem hitamælar sýna í sól og skugga fellst einkum í mun á hita mælisins sjálfs en síður í mismun lofthitans. Sú mikilvæga undantekning er þó frá þessu að loft er talsvert hlýrra í sólskini en í skugga þar sem varmaflæðis með kvikustraumum gætir. Það er einkum niður við yfirborð á sólhituðum flötum og rétt upp við sólvermda húsveggi.

Fleira veldur þó vandræðum því skuggi einn og sér skýlir mælum ekki. Það er vegna þess að hlutir eins og t.d. veggir og gróður geta bæði endurkastað sólarljósi og líka varpað eigin varmageislum á mæli. Mælirinn þarf því einnig að vera í skugga frá varmageislum. Allir hlutir senda frá sér rafsegulbylgjur, sólin er svo heit að bylgjur sem frá henni berast eru einkum stuttar og mjög orkumiklar. Aðrir hlutir senda líka frá sér bylgjur en á allt öðrum stað í rafsegulrófinu, svonefnda varmageisla. Hitamælar drekka einnig í sig varmageisla séu þeir ekki varðir fyrir þeim. Þess vegna eru þeir hafðir í sérstökum skýlum“ (eins og lýst er í pistlinum).


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 235
 • Sl. sólarhring: 442
 • Sl. viku: 1999
 • Frá upphafi: 2349512

Annað

 • Innlit í dag: 219
 • Innlit sl. viku: 1811
 • Gestir í dag: 217
 • IP-tölur í dag: 213

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband