Hálfur júlí

Hálfur júlí. Međalhiti hans í Reykjavík er 12,1 stig, +1,7 stigum ofan međallags sömu daga árin 1961-1990, +0,6 stigum ofan međallags síđustu tíu ára og í sjöttahlýjasta sćti á öldinni. Hlýjastir voru sömu dagar áriđ 2007, međalhiti +13,3 stig, kaldastir voru ţeir 2013 og í fyrra (2018) +9,6 stig. Á langa listanum (145 ár) er hitinn nú í 22.sćti. Hlýjast var áriđ 1991, međalhiti fyrri helming júlímánađar ţá var 13,5 stig, kaldast var aftur á móti áriđ 1874, međalhiti 7,7 stig (nokkuđ óviss tala ađ vísu, nćstkaldast var 1885 ţegar međalhiti fyrri hluta júlí var 8,1 stig).

Á Akureyri er međalhiti fyrri hluta júlí nú 10,9 stig, +0,6 stigum ofan međallags 1961-1990, en -0,1 neđan međallags sömu daga síđustu tíu árin.

Hiti er nú ofan međallags síđustu tíu ára á ríflega helmingi veđurstöđva, jákvćđa vikiđ er mest á Ţverfjalli og í Sandbúđum, +1,6 stig, en ţađ neikvćđa mest viđ Siglufjarđarveg, -1,1 stig.

w-blogg160719a

Taflan sýnir hitavikastöđuna á spásvćđum landsins fyrri hluta júlímánađar. Vikin miđast viđ síđustu tíu ár, en röđin viđ međalhita sömu daga á öldinni til ţessa (19 ár). Ađ ţriđjungatali (sem miđađ er viđ ţessa öld) telst hafa veiđ hlýtt um landiđ vestan- og sunnanvert og á hálendinu (brúnmerkt), en hiti hefur veriđ í međallagi í öđrum landshlutum. Jákvćđa vikiđ er mest á hálendinu, en kaldast hefur veriđ á Ströndum og norđurlandi vestra.

Úrkoma hefur mćlst 24,2 mm í Reykjavík og er ţađ í međallagi, en 28,4 mm á Akureyri, vel ofan međallags.

Sólskinsstundir hafa mćlst 90,8 í Reykjavík, rétt ofan međallags. Ţrír síđustu dagar hafa veriđ algjörlega sólarlausir í Reykjavík og síđustu sex daga hafa ađeins mćlst 0,8 sólskinsstundir. Ţetta eru mikil umskipti frá ţví sem var dagana nćst ţar á undan.

Síđastliđin nótt (ađfaranótt 15) var sérlega hlý, međallágmarkshiti á landinu hćrri en 10 stig. Nóttin var sú hlýjasta sem vitađ er um í júlí á fjölmörgum sjálfvirku stöđvanna, ţar á međal allmörgum sem athugađ hafa í 20 ár eđa lengur, ţar á međal í Reykjavík, Straumsvík, á Korpu, auk vegagerđarstöđvanna viđ Reykjanesbraut og á Kjalarnesi. 

Loft var einnig óvenjurakt, daggarmark hefur víđa veriđ hátt og júlímet slegin á fáeinum stöđvum. Ţar á međal á Hvanneyri, Gufuskálum og í Súđavík og Ásbyrgi en á öllum ţessum stöđvum hefur veriđ athugađ í meir en 20 ár. 

Viđ bíđum ţó stađfestingar á ţessum metum öllum áđur en viđ fögnum (eđa hvađ ţađ er sem viđ gerum) - ţessu er flett upp í snarhasti.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 227
 • Sl. sólarhring: 464
 • Sl. viku: 1991
 • Frá upphafi: 2349504

Annađ

 • Innlit í dag: 212
 • Innlit sl. viku: 1804
 • Gestir í dag: 210
 • IP-tölur í dag: 206

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband