Norðarlega á norðurslóðum

Veðurúlfarnir (duglegustu og nákvæmustu veðurnördin) þefa stöðugt uppi veður um heim allan - þar á meðal á hinum afskekktu heimskautaeyjum Kanada og á Norður-Grænlandi. Þeir fylgjast ábyggilega oft á dag með spám dönsku veðurstofunnar (igb-harmonie) sem reiknaðar eru í djúpum (og vonandi köldum) kjallara Veðurstofu Íslands. Kortið skýrist nokkuð sé það stækkað.

Til gamans lítum við á hitaspá líkansins og gildir hún á laugardagskvöld (29.júní).

w-blogg270619aa

Hér má sjá Grænland norðanvert, Ellesmereeyju - þar sem hiti sleikir 20 stig í innsveitum sem og Svalbarða (ekki eins hlýr). Góð hlýindi eru einnig langt inni í fjörðum Norðaustur-Grænlands - en hiti við frostmark yfir bráðnandi hafísbreiðum úti fyrir ströndum. Við munum auðvitað að á þessum slóðum er sól á lofti allan sólarhringinn - þegar snjór hefur bráðnað og jarðvegur þurrkast nokkuð getur orðið vel heitt. En veðurmælingar frá þessum slóðum eru harla sjaldséðar - helst frá einhverjum útskögum við ströndina þannig að við vitum ekki hversu mikið vit er í tölunum (rétt að hafa það í huga) - upplýsingar um landgerð eru upp og ofan - en mikil vinna hefur nýlega verið lögð í að bæta upplýsingar um Grænland í líkaninu - Kanadalönd eru þar eitthvað óvissari sem stendur. 

Veðurlíkön eru nú farin að vera það nákvæm að upplýsingar (eða upplýsingaskortur) um land- og jarðvegsgerð eru farnar að skipta miklu máli í hitaspám. Mjög mikilvægt er að allt sé sem réttast í þeim efnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 436
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband