Smávegis um sólskinsstundafjölda

Ţriđjudagur 25.júní var fyrsti sólarlausi dagur í Reykjavík síđan 18.maí, miđvikudagurinn virđist ćtla ađ verđa sólarlaus líka. Nćstu 30 daga á undan mćldust sólskinsstundirnar alls 377,6. Ţađ er meira en nokkru sinni hefur mćlst í einum almanaksmánuđi. En sé litiđ á júnímánuđ einan eru sólarstundirnar sem mćlst hafa orđnar 296,3, vantar enn 42 til ađ jafna júnímetiđ frá 1928. Til ađ gera ţađ eru enn fjórir dagar - sem spáđ er sólarlitlum - helst ađ von sé um helgina - en júlí tekur viđ á mánudaginn.

Fyrir allmörgum árum var á hungurdiskum fjallađ um „flestar mögulegar sólskinsstundir í mánuđi“ hverjum. Dćmi um slíkan pistil birtist ţann 20.september áriđ 2011. Reiknađ var hversu margar sólskinsstundir yrđu í Reykjavík í hverjum mánuđi vćri sólskinsdćgurmet hvers dags mánađarins alltaf jafnađ. Má á ţennan hátt fara nokkuđ nćrri um ţađ hver mánađarsólskinssumma alheiđríks mánađar yrđi. 

Línuritiđ hér ađ neđan sýnir ţessa summu fyrir almanaksmánuđina 12 - blástrikađar súlur.

w-blogg260619a

Viđ sjáum ţó af myndinni ađ ekki hafa allir almanaksdagar hitt á ađ vera alheiđríkir á mćlitímabilinu (sem nćr til rúmra 100 ára) ţví júlísumman er ađeins hćrri en summa júnímánađar. Munar hér um ađ júlí er degi lengri en júní. - En notum samt ţessar tölur. Yrđu allir dagar júnímánađar eitthvert áriđ heiđríkir (međan sól er á lofti og brennir mćliblađ) mćtti búast viđ ţví ađ sólskinssumma hans vćri 536 stundir. 

Rauđu súlurnar sýna hins vegar hversu langt einstakir mánuđir hafa teygt sig í átt ađ hámarkinu. Eins og fram kom hér ađ ofan er ţađ júní 1928 sem var sólríkasti mánuđur allra tíma í Reykjavík, ţá mćldust ţar 338,3 sólskinsstundir, 63 prósent af hinu mögulega. Grćnu súlurnar sýna međalsólskinsstundafjölda mánađa á árabilinu 1931-2010. Í međaljúní skín sólin í um 179 stundir - eđa um 33,4 prósent af ţví mögulega. Hámarkiđ er ţví nćrri ţví tvöfalt međaltal. Nýliđin sólskinssyrpa náđi eins og nefnt var ađ ofan 377,6 stundum - og er ţađ 68,3 prósent af mögulegum besta árangri (miđađ viđ sömu daga - ekki almanaksmánuđ). Ţetta er meira en nokkur almanaksmánuđur hefur náđ - nema hvađ febrúar 1947 á sama hlutfall (68,4 prósent). En sólskinsstundafjöldi er ađ sjálfsögđu miklu minni í febrúar - hćsta mögulega hámark ţá er ţó 232 stundir - rúmlega 50 stundum fleiri heldur en í međaljúní. Sólskinsstundir í Reykjavík í febrúar 1947 mćldust 158,8. 

Síđari myndin sýnir hámarks- og međalhlutfallstölur hvers almanaksmánađar.

w-blogg260619b

Bláu súlurnar sýna hćstu hlutföll - áđurnefndur febrúar 1947 hćstur međ sín 68,4 prósent. Grćnu súlurnar sýna međaltölin. Sjá má ađ á vetrum er međaltaliđ lćgra en á öđrum tímum árs. Ţegar sól er lćgra á lofti er líklegra ađ geislar hennar hitti fyrir ský á leiđ sinni - eđa einhverja móđu sem kemur í veg fyrir ađ geislinn brenni pappírinn í mćlinum. 

Sólskiniđ sem ríkt hefur fram ađ ţessu í sumar er ţví viđ efri mörk ţess sem almennt má búast viđ - en tilviljanir gćtu ţó valdiđ ţví ađ mun meira mćldist einhvern tíma í framtíđinni. Ţví er ţó ekki ađ neita ađ hugsunin um alveg skýlausa mánuđi einn eđa fleiri er fremur óţćgileg - heimsendaleg satt best ađ segja. En niđurstađan er sú ađ stađan nú sé óvenjuleg, en ekki ađ neinu leyti út úr kortinu eins og kallađ er.

Ţess má geta ađ ţegar ţetta er skrifađ (miđvikudag 26.júní) er úrkomulausa tímabiliđ í Stykkishólmi orđiđ 37 daga langt (sú tala ţó án ábyrgđar) og ţar međ er ţađ hiđ lengsta ţekkta ţar á bć (áđur mest 35 dagar). Ekki eru alveg áreiđanlegar heimildir um jafnlöng eđa lengri ţurrktímabil annars stađar á landinu, en ţó má í gagnagrunni Veđurstofunnar sjá 52 daga langt ţurrktímabil á Kirkjubćjarklaustri í janúar til mars 1947 og 48 daga í Loftsölum í Mýrdal á sama tíma. Ritstjóri hungurdiska vill ţó ekki slá ţví alveg föstu ađ hér sé allt rétt taliđ (tímabiliđ slitnađi í Vík í Mýrdal). Benda má ţó á ađ ţetta er einmitt nákvćmlega sama tímabil og á var minnst hér ađ ofan - sólskinsstundahlutfalliđ í Reykjavík náđi hćstu hćđum. 

Ţeir lesendur hungurdiska sem áhuga hafa geta flett upp pistlum frá 3.júlí og 2. ágúst 2012 - ţar er fjallađ um hinn óvenjulega sólskinsstundafjölda um ţćr mundir - en ţá skein sólin líka linnulítiđ fyrir norđan ólíkt ţví sem nú hefur veriđ. - Viđ förum e.t.v. í frekari meting ţegar mánuđinum er lokiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.4.): 18
 • Sl. sólarhring: 150
 • Sl. viku: 1791
 • Frá upphafi: 2347425

Annađ

 • Innlit í dag: 18
 • Innlit sl. viku: 1548
 • Gestir í dag: 18
 • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband