Á norðurslóðum

Við lítum nú á háloftastöðuna á norðurslóðum (spá bandarísku veðurstofunnar sem gildir kl.18 á morgun sunnudag 19.maí).

w-blogg190519a

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar og segja okkur af vindátt og vindhraða í rúmlega 5 km hæð. Litirnir vísa til þykktarinnar, en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. 

Íslend er alveg neðst á kortinu, sunnan við hæðarhrygg sem verndar okkur frá kulda norðurslóða - í bili að minnsta kosti. Mörkin á milli gulu og grænu litanna eru við 5460 metra, guli liturinn segir af sumarhita (á íslenska vísu), en nú er sá tími kominn að okkur finnst blái liturinn kaldur - hann viljum við forðast. Grænu litirnir mega hins vegar heita í lagi. Það eru 60 metrar á milli lita - það eru um 3 stig í hitamun í neðri hluta veðrahvolfs. Við sjávarmál er munurinn heldur minni, 2 til 2,5 stig (að jafnaði). 

Hér er þykktin yfir landinu meiri en 5400 metrar, meðaltal árstímans er um 5360 metrar: Þess er því að vænta að sunnudagshitinn verði almennt um 2 stigum ofan meðallags - sem telst nokkuð hagstætt - þó talsvert hefi kólnað miðað við þau hlýindi sem hér gengu yfir fyrr í vikunni. Útlit er helst fyrir að þessi staða haldist lítið breytt fram í miðja næstu viku - en þó mun anda eitthvað af norðaustri og þá kólnar auðvitað meira um landið norðan og austanvert heldur en syðra. 

Svo er spurning hvað kuldapollar norðurslóða gera. Spár eru ekki sammála um það. Í gær leit frekar illa út - kuldapollurinn við Síberíu er mjög kaldur (þykktin hér minni en 5100 metrar - veturinn lifir enn í honum) og spár gerðu þá ráð fyrir því að hann tæki strikið nánast beint hingað upp úr næstu helgi með tilheyrandi stórleiðindum. En í dag er ekkert slíkt í spánum - kannski að jaðar hans - við mörk grænu og bláu litanna rétt snerti landið. Spárnar eiga sjálfsagt eftir að hringla eitthvað með þetta áfram.

Við vonum auðvitað það besta og að blíðan haldist sem lengst. Veðurnörd fylgjast þó að vanda glöggt með kuldapollum, fyrirstöðuhæðum, hryggjum og lægðardrögum háloftanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kuldapollurinn og veturinn með lífsmarkinu eru vonandi hætt við að stíma til okkar,finnst við eiga skilið að fá sól.

Helga Kristjánsdóttir, 20.5.2019 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg230424
 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.4.): 258
 • Sl. sólarhring: 412
 • Sl. viku: 1574
 • Frá upphafi: 2350043

Annað

 • Innlit í dag: 230
 • Innlit sl. viku: 1433
 • Gestir í dag: 227
 • IP-tölur í dag: 220

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband