16.5.2019 | 01:47
Hálfur maí
Hitinn í maí er aftur á uppleið. Meðaltal fyrstu 15 daganna í Reykjavík er nú 6,5 stig, +1,3 stigum ofan meðallags áranna 1961-90 og +0,5 ofan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Hitinn raðast í áttundahlýjasta sæti (af 19) á öldinni. Hlýjastir voru sömu dagar árið 2008, meðalhiti 8,3 stig, en kaldastir voru þeir 2015, meðalhiti 2,8 stig. Á langa listanum (143 ár) er hitinn í 43.sæti. Hlýjastir voru sömu dagar 1960, meðalhiti 9,4 stig, en kaldastir voru þeir 1979, meðalhiti aðeins +0,3 stig.
Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 15 daga maímánaðar 4,7 stig. Það er +0,7 stigum ofan meðallags sömu daga 1961-1990, en -0,7 neðan meðalhita þeirra síðustu tíu árin.
Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára á tæplega helmingi veðurstöðva. Mest er jákvæða vikið á Keflavíkurflugvelli, +1,0 stig, en neikvæðast er vik á Gagnheiði, -1,8 stig.
Úrkoma hefur mælst 18,6 mm í Reykjavík og er það vel innan við meðallag, og á Akureyri hafa aðeins mælst 6,9 mm. Austur á Dalatanga er úrkoma það sem af er mánuði aðeins fjórðungur meðallags.
Sólskinsstundir hafa mælst 99,2 í Reykjavík og er það ekki fjarri meðallagi.
Fyrir nokkru var hér fjallað um hinn gríðarólíka loftþrýsting maímánaðar nú og í fyrra. Meðalþrýstingur til þessa í Reykjavík er nú 1023 hPa, sá 11. mesti í 198 ára sögu þrýstimælinga, en sömu daga í fyrra var hann aðeins 995 hPa, sá næstlægsti í sögunni. Ólíkt hafast þessir tveir mánuðir að. Maí í fyrra hafði úthald í lágþrýstingnum - spurning með þennan.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:53 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 41
- Sl. sólarhring: 432
- Sl. viku: 2403
- Frá upphafi: 2410705
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 2116
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll, Trausti. Frá því að ég var barn í sveit og veðurfréttirnar voru teknar tvisvar á dag hef ég haft áhuga á veðrinu. Ég hef haldið dagbók um veður og fleira í mörg ár og núna fer ég eftir því hvað síminn minn segir mér. Þetta er afbragðs sími en ég skil hann ekki alltaf. Núna segir hann t.d. að hitinn hér sé 12° sem mér finnst fremur ólíklegt. En það sem ég skil ekki hjá símanum er vindhraðinn. Núna er vindhraðinn ESE 14 km/hr. Hvað þýðir þetta?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.5.2019 kl. 20:48
Sæll Benedikt. Hitinn sem erlendar veðurþjónustur gefa upp á Íslandi getur verið úr óvöktuðum og óáreiðanlegum mælum, jafnvel mælum sem einstaklingar hafa sett upp í garðinum hjá sér og tengt við netið. Þess vegna er ekki alltaf mikið að marka þær tölur.
Til þess að átta sig á vindhraðanum er hægt að nota reiknivélar sem finna má á netinu, t.d. þessa sem hefur líka gömlu Beaufort-vindstigin og segir okkur að 14 km/klst. samsvari 3,9 m/s eða 3 vindstigum:
https://www.wpc.ncep.noaa.gov/html/windspeed.shtml
Fyrir síma eru líka til sérstök öpp sem hægt er að nota í sama tilgangi. Leitaðu að wind speed converter.
Birnuson, 17.5.2019 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.