Meir af tíðnidreifingu lágmarka -

Við lítum nú á árslágmarkshita í Reykjavík. Til að gera talninguna lítillega marktækari lítum við á fimm lægstu lágmörk hvers árs og söfnum saman í súlur, hver þeirra inniheldur fjölda tilvika á eins stigs bili (skilur einhver þetta?). Við breytum síðan öllu í prósentur.

w-blogg290119a

Bláu súlurnar sýna hvernig dagarnir dreifast á hita á árunum 1921 til 2018 (tími samfelldra lágmarkshitamælinga í Reykjavík). Þær brúnu sýna aðeins árin 2001 til 2018. Það er mjög áberandi að mjög köldum dögum hefur fækkað að mun. Frost harðara en -10 stig er mun sjaldséðara í Reykjavík á þessari öld heldur en áður var. Líklegasta ástæðan er hin almenna hlýnun veðurfars sem átt hefur sér stað síðustu áratugina, en hugsanlega er það fleira sem flækir málið. 

Hlýnun átti sér líka stað fyrr á árum. Nærri samfelldar lágmarksmælingar voru gerðar í Reykjavík á árunum 1881 til 1902 við ekki mjög ósvipaðar aðstæður og nú. 

w-blogg290119b

Bláu súlurnar eru þær sömu og á fyrri mynd, en þær brúnu taka til áranna 1881 til 1902. Við sjáum að frost hefur farið í -10 stig í Reykjavík meir en fimm sinnum á nærfellt hverju einasta ári á þeim köldu árum, en meir en -17 stiga frost hefur ekki verið algengt. - Nú hefur slíkt lítið sést - ekkert reyndar síðan nóttina köldu í lok janúar 1971 þegar frostið í Reykjavík fór -19,7 stig og -25,7 stig á Hólmi. 

Þrátt fyrir almenna hlýnun er varla ástæða til að halda að nútíminn sé samt alveg ónæmur fyrir miklu frosti. Slíkir dagar hljóta að sýna sig endrum og sinnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2021
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110521a
 • w-blogg110521a
 • w-blogg080521a
 • w-blogg030521b
 • w-blogg030521a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.5.): 25
 • Sl. sólarhring: 530
 • Sl. viku: 2741
 • Frá upphafi: 2033661

Annað

 • Innlit í dag: 21
 • Innlit sl. viku: 2429
 • Gestir í dag: 19
 • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband