Tíðnidreifing lægsta lágmarkshita ársins

Talsvert frost hefur verið á landinu undanfarna daga, fór m.a. í -27,5 stig í Möðrudal á sunnudaginn (27.janúar) - það mesta í byggðum landsins í vetur og meira en mældist á síðasta ári - en síðastliðinn vetur fór frost mest í -29,0 stig í Svartárkoti þann 29. desember. Rétt rúm 5 ár eru síðan frost fór síðast í meir en -30 stig, það var í desember 2013 þegar -31,0 stig mældist við Mývatn þann 6.

Ritstjóri hungurdiska hefur nú litið á tíðnidreifingu lægsta lágmarks ársins í byggðum landsins síðustu 118 árin. Ekki má þó taka þessa talningu allt of bókstaflega vegna þess að stöðvakerfið var mjög gisið fyrir 100 árum og líkur á að hitta á mjög lágan hita talsvert minni en nú. 

w-blogg280119

Myndin sýnir útkomuna. Algengast er að lægsta lágmark ársins í byggð á landinu sé -26 komma eitthvað stig. Það er líka miðgildi dreifingarinnar - í helmingi ára er lægsta lágmark lægra og í helmingnum hærra. Á þessum 118 árum hefur það aðeins gerst tvisvar að frost hefur ekki náð -20 stigum einhvern tíma árs. Hið fyrra sinnið 1908 - við trúum því þó tæplega að mælikerfi nútímans hefði ekki tekist að „fiska“ -20 stig það ár. Sama á við um hitt skiptið, það var 1934. Hvorugt árið var mælt í Möðrudal sem var líklegasti staður til afreka. 

Af myndinni má sjá að við förum fyrst og fremst að hrökkva við gagnvart kulda fari frostið niður fyrir -31 stig í byggðum landsins - og frost hefur ekki farið í -35 stig eða meira hér á landi síðan landsmetið var sett 1918. Um það (og fleiri lágar tölur) má lesa í fróðleikspistli á vef Veðurstofunnar sem enn stendur fyrir sínu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • ar_1844t
 • w-blogg020321b
 • w-blogg020321a
 • w-blogg020321c
 • lievog jardskjalftar 1789

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (7.3.): 43
 • Sl. sólarhring: 93
 • Sl. viku: 2066
 • Frá upphafi: 2010888

Annað

 • Innlit í dag: 31
 • Innlit sl. viku: 1786
 • Gestir í dag: 30
 • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband