Árstíðasveifla meðalsnjódýptar

Á aðfangadag jóla birtist á hungurdiskum pistill sem fjallaði um árstíðasveiflu snjóhulu í byggðum og á fjöllum. Í framhaldi af honum var spurt um árstíðasveiflu snjódýptar á landinu. Við lítum nú á hana - heldur vafasamir reikningar að vísu en ættu samt að gefa nokkra mynd af því hver „lögun“ hennar er.

w-blogg290119c

Lárétti ásinn sýnir meðalsnjódýpt á landinu í cm, en sá lárétti mánuði ársins. Til að ná vetrinum heilum framlengjum við árið fram í júnílok - en tvítökum þar með fyrri hluta ársins.

Meðalsnjódýptin skríður upp fyrir núllið þann 25.september, vex síðan ört fram að sólstöðum, en hægar úr því. Hámarki er að vísu náð 19.janúar, en sú dagsetning kann að vera tilviljun. Hefðum við 200 ára gögn í stað 50 ára myndi ferillinn e.t.v. jafnast nokkuð. Síðara hámark er 7.mars og er það líklegri hámarksdagsetning. Eftir það fer snjódýptin minnkandi og minnkar mjög ört þegar komið er fram í apríl. Á hálendinu er hámarkið væntanlega síðar - og síðast á jöklum. Meðalsnjódýpt í byggð fer svo niður í núll þann 30.maí - þó stöku skaflar endist að vísu lengur í lautum á láglendi í snjóasveitum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 25
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 516
  • Frá upphafi: 2343278

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 468
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband