25.1.2019 | 21:33
Miður vetur
Nú er miður vetur að fornu íslensku tali, þorri byrjar - og þar með hinir svokölluðu útmánuðir. Ekki veit ritstjóri hungurdiska til þess að fyrstu þrír vetrarmánuðirnir, gormánuður, ýlir og mörsugur eigi sér samheiti. Það er kannski ekki alveg nógu góður brandari að kalla þá innmánuði (en réttnefni að sumu leyti þó).
Fyrri hluti vetrar var óvenjuhlýr að þessu sinni. Meðalhiti í Reykjavík var 2,9 stig og hefur ekki oft verið hlýrri á mæliskeiðinu. Við sjáum það á myndinni hér að neðan.
Súlurnar sýna meðalhitann fyrri hluta vetrar. Árið er sett við miðjan vetur, í ár segjum við 2019 (þó meirihluti þessa umrædda vetrarhelmings lendi á árinu 2018 - en einhvern veginn verður að merkja. Við sjáum að súlan sem á við núlíðandi vetur er mjög há, þó sjónarmun lægri en var 2017 (2016-17) og heldur lægri en 2003 (2002-03). Fyrr á 20.öld voru fáeinir fyrrihlutar ámóta hlýir og nú, en aðeins einn áberandi hlýrri. Það var 1946 (1945-46).
Í minni okkar ellilífeyrisþega var fyrri hluti vetrar kaldastur 1982 (1981-82) og 1974 (1973-74), flestir fyrrihlutar vour kaldir um það leyti, litlu skárri en þeir á 19.öld (Reykjavík var þá reyndar heldur betur sett en ýmsir aðrir landshlutar). Leitni reiknast hér +1,1 stig á öld.
Við getum ekki skilið síðari hluta vetrarins eftir - en vitum auðvitað ekkert um afganginn 2019.
Myndin hér að ofan sýnir reykjavíkurhitann á útmánuðum. Ekkert sérlega lík mynd og sú fyrri, leitnin ívið meiri, +1,3 stig á öld. Það má vekja athygli að hlýskeið 20.aldar virðist hér tvískipt (var það ekki á fyrri mynd) og kuldaskeiðið okkar er e.t.v. ekki alveg jafnafgerandi síðari hluta vetrar og fyrrihlutann.
Útmánuðir síðustu 15 ára hafa allir (hver og einn einasti) verið hlýir á langtímakvarða - en auðvitað mun slík samfella bresta um síðir. Hvort það verður nú vitum við ekki.
En er eitthvað samband á milli hita vetrarhlutanna? Reikni maður fylgnina kemur í ljós að hún er ekki nema 0,34, marktæk, mjög, myndu félagsfræðingar og heilsuúrræðaspekúlantar segja, en nokkuð mjúk þykir okkur veðurfræðingum. Sennilega má þó sjá merki hlýskeiða og kuldaskeiða - en hvert einstakt ár er frjálst að mestu.
Hér má sjá hvað gerst hefur í einstökum tilvikum. Sé talan jákvæð hafa útmánuðir verið hlýrri en fyrri hlutinn. Langmestu munar 1974, þá voru nóvember og desember (1973) alveg sérdeilis kaldir, en mars og apríl óvenjuhlýir. Af síðustu árum er það helst 2005 sem sýndi slíka hegðun. Árið 1988 voru útmánuðir hins vegar mun kaldari heldur en fyrri hluti vetrar og eins hinn frægi vetur 1947 (þó ritstjóri hungurdiska muni hann að vísu ekki). Langtímaleitni er engin.
Við getum líka séð að úthald stórra hitavika er ekki mjög mikið á Íslandi. Sé fyrri hluti vetrar annað hvort óvenjuhlýr eða kaldur er líklegast að síðari hlutinn verði nærri meðallagi. Þessi tilfinning staðfestist að nokkru á síðustu mynd þessa pistils.
Hér sést samband hita fyrri hluta vetrar (lárétti ásinn) og hitabreytingar milli vetrarhlutanna. Sé mjög hlýtt fyrri hluta vetrar (hægri hluti myndar) er líklegt að veturinn allur hafi ekki úthald í hlýindunum - flestir vetur lenda þá á neðri hluta myndarinnar. Þetta á líka við um kulda fyrri hluta vetrarins, en undantekning er t.d. 1881, kuldinn fyrri hlutann hélt bara áfram. Árin 1929 og 1964 standa sig best í að bæta í mikil hlýindi fyrri hlutann - þau urðu enn meiri á útmánuðum.
Látum þetta duga - og vonum að útmánuðir nú færi okkur að minnsta kosti sæmilega tíð.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 26.1.2019 kl. 01:29 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 864
- Sl. viku: 2330
- Frá upphafi: 2413764
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2149
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.