25.1.2019 | 00:39
Um ársúrkomu á Akureyri
Undanfarin ár hafa verið úrkomusöm á Akureyri, meðalúrkoma þar á árunum 1961-1990 var um 495 mm, en meðaltal síðustu 10 ára er 624 mm. Aukningin er um 130 lítrar á fermetra á ári.
Það er mjög erfitt að mæla úrkomu nákvæmlega. Margs konar óvissa kemur við sögu, bæði vegna mælitækni sem og mælihátta. Auk þess geta til þess að gera litlar breytingar á umhverfi mælistaða haft veruleg áhrif. Tímaraðir úrkomumælinga eru því erfiðar viðfangs og lítið um fulla vissu þegar horft er á einstakar veðurstöðvar. Eina leiðin til að ná taki á langtímaþróun er að mæla mjög víða. Þessi árin eru sérlega erfið vegna breytinga á mæliaðferðum, sjálfvirkar mælingar taka við af mönnuðum. Ástæður breytinganna eru ýmsar og þó gamlir jálkar eins og ritstjóri hungurdiska vilji halda í sem mest af mönnuðu mælingunum verða þeir þó að sætta sig við að umskipti munu eiga sér stað. Þegar þær verða gengnar yfir verður fyrst hægt að samræma nýjar og gamlar aðferðir svo vel sé. Nýju mælarnir hafa þann stóra kost að hægt er að ná utan um ákefð úrkomunnar en það var erfitt eða nær ómögulegt með hefðbundnum eldri aðferðum - nema með verulegri fyrirhöfn og kostnaði.
Þó úrkomumælingar hafi verið gerðar á landinu allt frá því á 19.öld (þær fyrstu reyndar á þeirri 18.) var lengi vel sáralítið um mælingar á Norðurlandi. Reynt var að mæla í Grímsey og tókst um hríð, en síðan varð rof á þeim mælingum um áratuga skeið. Sömuleiðis var mælt á Möðruvöllum í Hörgárdal nærri samfleytt frá 1913 til 1925 - en samfelldar mælingar hófust ekki á Akureyri fyrr en 1928. Meginástæða þess að illa gekk að koma mælingum á koppinn fyrir norðan er að hlutur snjókomu í heildarúrkomumagni er meiri heldur en í lágsveitum á Suðurlandi. Mælingar á snjó eru verulegt vandamál, rannsóknir erlendis gefa til kynna að tugi prósenta vanti upp á að snjómagn skili sér í mæla. Aðalástæða er vindur, en fleira kemur einnig við sögu. Þetta gerir miklar kröfur til veðurathugunarmanna og svo virðist sem á árum áður hafi veðurathugunarmenn ekki fengið nægilega góðar upplýsingar um snjó með þeim afleiðingum að mikilvægar upplýsingar um vetrarúrkomu skiluðu sér ekki í ársummur.
Þessir vankantar eiga auðvitað allir við um mælingarnar á Akureyri, m.a. þeir að minnki vindhraði við mæli getur úrkoma sem úr honum kemur aukist - jafnvel þótt engin raunveruleg aukning á fallinni úrkomu hafi átt sér stað. Minnki hlutur snævar í ársúrkomu getur einnig komið fram sýndaraukning á heildarúrkomumagni - regn skilar sér betur í mæla en snjór.
En við horfum samt á tölurnar frá Akureyri.
Súlurnar á fyrri mynd dagsins sýna einfaldlega úrkomu hvers árs frá 1928 til 2018 (91 ár). Meðaltalið 1961 til 1990 er bakvið sem breitt blátt strik. Athygli vekur að úrkoma hefur verið ofan þess á hverju einasta ári síðan 2001, lítið að vísu 2007 og 2008, en mikið allan núlíðandi áratug, frá og með 2011. Mest var úrkoman árið 2014, 744 mm, 740 mm árið 1989 og 696 mm á síðasta ári (2018).
Rauða línan sýnir 10-árakeðjur og er síðasta meðaltalið (2009 til 2018) talsvert ofan við það sem mest hefur verið áður. Það vekur athygli (en er þó ekki endilega merkingarbært) að þurr og vot ár hafa nokkra tilhneigingu til að hópa sig. Kannski eru síðustu árin bara dæmi um slíkt. Alla vega verður að teljast afskaplega ólíklegt að þurrum árum á Akureyri sé hér með lokið (við viljum ekki trúa því). En áreiðanlegar skýringar liggja ekki alveg á lausu. Við vitum með vissu að norðanáttir hafa verið hlýrri á þessari öld en áður var. Kannski eru þær líka rakabólgnari - nú eða þá að hlutur rigningar í þeim hefur aukist þannig að úrkoman skili sér betur í mæla á Akureyri en áður var.
Reiknum við leitnina fáum við út aukningu sem nemur um 16 mm á áratug hverjum - reyndar er hún ekki jafndreifð um tímabilið. Ekki skulum við leggja of mikla merkingu í þessa tölu.
Til að skera úr um þetta þurfum við að líta á mælingar frá fjölmörgum stöðvum - jafnframt því að kanna hvort aukningin (hafi úrkoma aukist annars staðar) sé háð hlut snævar á stöðvunum. En gallinn er bara sá að úrkomumælingum fækkar - og langtímamælingar hafa ekki verið gerðar víða um landið norðanvert.
Gott samband er á milli ársúrkomu og fjölda daga á ári þegar úrkoma mælist 1 mm eða meira. Á Akureyri reiknast fylgnistuðull um 0,7 á því 91 ári sem hér er litið á.
Hér sjáum við að í fyrra voru úrkomudagar af þessu tagi 131 á Akureyri, hafa aðeins einu sinni verið fleiri. Það var 2014 þegar þeir voru 133. Nærri því jafnmargir voru þeir 1961, 126 talsins. Hér má líka sjá nokkra leitni, úrkomudögum fjölgar um tæpa 3 á áratug, langt til einn mánuð á 90 árum. Varla er ástæða til að trúa því að um varanlega leitni sé að ræða.
Við látum þessa umfjöllun um úrkomu á Akureyri duga að sinni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:05 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 30
- Sl. sólarhring: 689
- Sl. viku: 2352
- Frá upphafi: 2413786
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 2170
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.