Þrettándalægðin (lægðirnar)

Á morgun, sunnudaginn 6.janúar fer kröpp lægð til austurs fyrir sunnan land. Lægðin er ekki mjög stór um sig en foráttuveður er sunnan við hana og „hagsmunaaðilar“ (eins og það heitir á nútímaslangri) á norðanverðum Bretlandseyjum og við Norðursjó ættu að gefa henni gaum - þá á mánudag og þriðjudag. Við sleppum hins vegar mun betur hér á landi vegna þess að fyrir norðan hana er önnur lægð - eða lægðarvísir að ströggla. Við sjáum stöðuna vel á korti sem gildir kl.21 að kvöldi.

w-blogg060119a

Lægðin er hér um 500 km fyrir sunnan Vestmannaeyjar, úrkomusvæði norðan við hana sleikir landið sunnanvert. Hin „lægðin“ er á kortinu rétt vestur af Snæfellsnesi - en gæti reyndar verið hvar sem er á línu sem fylgir nyrðra úrkomusvæðinu - svo óljós er miðjan. Ef spáin reynist rétt er talsverð úrkoma í kerfinu - danska igb líkanið segir hana verða tugi mm sums staðar við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Hvað verður úr því vitum við ekki - en trauðla verður um verulegan vind að ræða hér á landi.

Lægðin fylgir háloftalægðardragi - sem sjá má á kortinu hér að neðan.

w-blogg060119b

Við förum í þetta sinn upp í 300 hPa-flötinn - í tæplega 9 km hæð. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, vindur sýndur með hefðbundnum vindörvum, en hiti með litum. Kortið sýnir sama svæði og kortið að ofan. Lægðin krappa er þar undir sem L-ið er á myndinni. Við sjáum vel hið mikla niðurstreymi að ofan suðvestan við hana - það kemur fram sem hlýr blettur (loft hlýnar við að lækka) - trúlega er 300 hPa-flöturinn hér ofan veðrahvarfanna. Yfir Íslandi er hins vegar kaldur blettur þar sem loft leitar upp og kólnar - trúlega upp undir veðrahvörfum - en samt neðan þeirra. 

Þetta er ekki einföld staða fyrir „veðurpármanneskjur“ (afsakið) - enda gætir ritstjóri hungurdiska tungu sinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 884
  • Sl. viku: 2330
  • Frá upphafi: 2413764

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2149
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband