Snjóhula um jólin (almenn sannindi)

Við skulum nú líta á snjóhulu um jólin. Snjóhula er metin daglega á fjölmörgum veðurathugunarstöðvum. Við getum reiknað meðaltal hennar - segjumst fá út hversu stór hundraðshluti jarðar er snævi hulinn. Flestir veðurathugunarmenn meta einnig snjóhulu í fjöllum, þá í 500 til 700 metra hæð yfir stöðinni. Upplýsingar um daglega snjóhulu eru í gagnagrunni Veðurstofunnar aftur til haustsins 1964 - (mánaðameðaltöl eigum við aftur til 1924 fyrir byggð, en aftur til 1935 fyrir „fjöll“). 

Reiknum nú meðaltöl fyrir dagana þrjá, 24., 25. og 26. desember frá 1964.

w-blogg221218b

Lárétti ásinn sýnir árin, en sá lóðrétti meðalsnjóhulu. Meðaltal allra jólanna 54 er 68 prósent. Áraskipti eru mikil - eins og vænta mátti. Minnst var snjóhulan árið 2002, en þá mátti heita alautt í öllum byggðum landsins, meðalsnjóhulan aðeins 4 prósent. Litlu meiri snjór var 1997 og sömuleiðis mjög lítill snjór um jólin 1970, 2001 og 2006. Jólasnjórinn virðist hafa „jafnað sig“ á síðari árum. Dagarnir þrír hafa allir saman aldrei verið alhvítir á öllu landinu á tímabilinu. Snjólagsmeðaltalið var hæst á jólum 1980, 96 prósent - það má nú heita alhvítt. 

Reiknum við leitnina (heldur vafasamt - eins og venjulega) kemur í ljós að snjóhulan hefur að meðaltali minnkað um 2 prósent á áratugi hverjum - varla með nokkru móti hægt að segja að það sé marktækt.

w-blogg221218c

Snjóhula í fjöllum er ekki jafnbreytileg - meðaltalið er 87 prósent - nægilega hátt til þess að við getum með sæmilegri samvisku sagt að fjöll á Íslandi ofan við 500 til 700 metra séu að meðaltali alhvít á jólum. Fáein ár skera sig nokkuð úr, jólin 1997 sérstaklega áberandi, þá var snjóhulan ekki nema 36 prósent á fjöllum. Fáein ár á þessari öld hafa einnig verið snjólítil til fjalla á jólum. Leitnin er -2 prósent á áratug - sú sama og í byggð.

Annars fylgjast snjóhula á fjöllum og í byggð vel að.

w-blogg221218d

Lárétti ásinn sýnir snjóhulu í byggð, en sá ljóðrétti til fjalla. Snjóhula getur auðvitað ekki orðið meiri en 100 prósent - þess vegna munar minna og minna á gildunum eftir því sem nær 100 prósentunum kemur. 

Við gætum nú framkvæmt ámóta reikninga fyrir Norður- og Suðurland í sitt hvoru lagi - en látum það bíða betri tíma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 49
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 1540
  • Frá upphafi: 2348785

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 1343
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband