Frostrigning?

Ţegar vindur er hćgur og veđur heiđríkt kólnar yfirborđ landsins hratt (mismikiđ ađ vísu). Hiti ţess getur veriđ neđan frostmarks ţó ekki sé frost í lofti. Viđ ţessar ađstćđur getur rigning eđa súld orđiđ ađ ís viđ snertingu viđ jörđ. Veđurlíkön nútímans reyna ađ segja fyrir um ađstćđur sem ţessar - en gengur ţađ af ýmsum ástćđum misvel. Viđ notum tćkifćriđ og lítum á spákort igb-líkansins um úrkomutegund ađra nótt - ađfaranótt ţorláksmessu. Úrkoman sem veriđ er ađ spá er ekki mikil ađ magni til - og gćti ţess vegna falliđ annars stađar en spáin segir til um - eđa ekki. Ađstćđur eru svipađar allt kvöldiđ og alla nóttina um mestallt sunnan- og vestanvert landiđ. Minniháttar súldar-, élja- og regnbakkar koma úr vestri inn yfir landiđ - 

w-blogg221218a

Fjólubláir litir segja ađ úrkoma sé snjókoma, grćnir tákna regn - en bláir frostrigningu eđa frostúđa. Ţegar ţetta kort gildir (kl.2 á ađfaranótt ţorláksmessu) er blár blettur á Reykjanesi - nćrri Grindavík. Fyrr um kvöldiđ og síđar um nóttina eru ámóta blettir annars stađar á Suđur- og Vesturlandi - aldrei mjög stórir eđa langlífir - en frostrigningin er jafnhćttuleg fyrir ţađ - fljúgandi hálka getur myndast á örskammri stund ţó úrkomumagniđ sé sáralítiđ. 

Vegfarendur - gangandi og akandi ćttu ađ hafa ţennan möguleika í huga og hegđa sér samkvćmt ţví. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg111119c
 • w-blogg111119b
 • w-blogg111119a
 • w-blogg04119a
 • w-blogg031119a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.11.): 132
 • Sl. sólarhring: 178
 • Sl. viku: 1551
 • Frá upphafi: 1850156

Annađ

 • Innlit í dag: 115
 • Innlit sl. viku: 1337
 • Gestir í dag: 101
 • IP-tölur í dag: 93

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband