Frostrigning?

Þegar vindur er hægur og veður heiðríkt kólnar yfirborð landsins hratt (mismikið að vísu). Hiti þess getur verið neðan frostmarks þó ekki sé frost í lofti. Við þessar aðstæður getur rigning eða súld orðið að ís við snertingu við jörð. Veðurlíkön nútímans reyna að segja fyrir um aðstæður sem þessar - en gengur það af ýmsum ástæðum misvel. Við notum tækifærið og lítum á spákort igb-líkansins um úrkomutegund aðra nótt - aðfaranótt þorláksmessu. Úrkoman sem verið er að spá er ekki mikil að magni til - og gæti þess vegna fallið annars staðar en spáin segir til um - eða ekki. Aðstæður eru svipaðar allt kvöldið og alla nóttina um mestallt sunnan- og vestanvert landið. Minniháttar súldar-, élja- og regnbakkar koma úr vestri inn yfir landið - 

w-blogg221218a

Fjólubláir litir segja að úrkoma sé snjókoma, grænir tákna regn - en bláir frostrigningu eða frostúða. Þegar þetta kort gildir (kl.2 á aðfaranótt þorláksmessu) er blár blettur á Reykjanesi - nærri Grindavík. Fyrr um kvöldið og síðar um nóttina eru ámóta blettir annars staðar á Suður- og Vesturlandi - aldrei mjög stórir eða langlífir - en frostrigningin er jafnhættuleg fyrir það - fljúgandi hálka getur myndast á örskammri stund þó úrkomumagnið sé sáralítið. 

Vegfarendur - gangandi og akandi ættu að hafa þennan möguleika í huga og hegða sér samkvæmt því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 427
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband