Á lægðahaugunum

Hver stórlægðin á fætur annarri gengur nú um Atlantshafið. Við sleppum þó vel því þær eru flestar búnar að ná fullum þroska þegar vindgarðar og úrkomusvæði þeirra ná hingað. Jú, eitthvað blæs sums staðar á landinu og talsverð úrkoma fellur þar sem vindur stendur á land. En loftið er af suðlægum uppruna og hlýtt. 

Það er hins vegar mikið skaðræðisveður í mörgum þessara lægða. Ein er nú í miklum vexti suðvestur af Bretlandseyjum - og þarlendir veðurfræðingar - breskir og írskir gefa út bæði gular og brúnar viðvaranir vegna hennar - á öllum spásvæðum í þessum löndum. Hlutar Frakklands, Noregs, Spánar og Portúgal veifa líka litaflöggum. 

w-blogg151218b

Þessi mynd (af vef Veðurstofunnar) sýnir stöðuna nú á miðnætti. Gömul lægð (ekki svo gömul samt) er fyrir suðvestan Ísland og veldur strekkingi og sums staðar á landinu rignir nú í kvöld af hennar völdum. Lægðarbylgja er fyrir suðaustan land á leið yfir landið - en virðist þó ekki líkleg til stórræða. Skýjakerfið suðvestur af Bretlandi er hins vegar illúðlegt - mikið hvassviðri á Írlandi og í Írskahafi í nótt og á morgun og síðan í Norðursjó milli Skotlands og Noregs. Leifar þessarar lægðar munu komast alla leið til Íslands - en mestallur vindur þá úr henni. 

Síðan eiga fleiri lægðir að koma úr vestri og lenda á haugunum fyrir sunnan land - við höldum vonandi áfram að sleppa við allt illt - og vonum að þíðir vindar haldi áfram að blása og stytta veturinn - það munar um hvern dag án klamma í mesta skammdeginu meðan sólin er vitagagnslaus í baráttunni við ísinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 140
  • Sl. sólarhring: 269
  • Sl. viku: 1714
  • Frá upphafi: 2350341

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 1528
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 75

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband