Helmingur - hvađ segir hann um heildina?

Desember er nú rétt ađ verđa hálfnađur - viđ lítum á tölur ţess helmings í nćsta pistli. Hér veltum viđ hins vegar vöngum yfir ţví hvađ hiti fyrri helmings mánađar segir yfirleitt um hita hans í heild og tökum Reykjavíkurhita vetrarmánađa sem dćmi. Ađ ţví loknu grennslumst viđ fyrir um ţađ hversu mikiđ hiti fyrri helmings árs segir um ársmeđalhitann (ţađ höfum viđ reyndar fjallađ nokkuđ um áđur). Ađ lokum lítum viđ (gróflega) á ţađ hvađ hiti fyrri hluta áratugar segir um hita áratugarins alls. Allt er ţetta í gamni gert.

w-blogg151218ia

Mun skýrara eintak af myndinni er í viđhengi. Lárétti ásinn sýnir hita fyrri hluta mánađar (desember, janúar, febrúar og mars) í Reykjavík á tímabilinu 1949 til 2017. Á lóđrétta ásnum er hiti sama mánađar í heild. Tölurnar sem merktar eru á línuritiđ sjálft sýna um hvađa almanaksmánuđ er ađ rćđa. Eins og eđlilegt er virđist tilhneiging til ţess ađ síđari hluti mánađanna febrúar og mars hćkki hitann frekar en lćkki (undantekningar ţó). Ţađ er eđlilegt vegna hćkkandi sólar. Fylgni hita fyrri hluta desembermánađar og hita ţess mánađar í heild er íviđ minni heldur en samband fyrrihlutahitans og mánađarhitans í hinum mánuđunum ţremur. 

Ţađ sem af er desember nú er međalhiti í Reykjavík um 2,0 stig. Ţví er giskađ á ađ međalhiti mánađarins í heild verđi 1,3 stig. - En eins og sjá má af myndinni hafa mánuđir sem skilađ hafa sama hita fyrri hlutann og nú líka endađ í bćđi -2 og allt upp í +4 (enginn desember ţó svo hátt). 

Lítum nú á sams konar línurit fyrir samband hita fyrri hluta árs og ársins í heild.

w-blogg151218ib

Skýrara eintak er í viđhenginu. Mjög gott samband er á milli fyrrihlutahitans og hita ársins alls, fylgnistuđullinn er 0,86. Hiti fyrri hluta árs nú var 3,8 stig. Reiknireglan giskar á ađ međalhiti ársins verđi 4,9 stig. Verđi međalhiti desembermánađar hins vegar 1,3 stig (eins og sambandiđ á fyrri mynd gaf til kynna) nćr áriđ hins vegar lítillega hćrra, međalhiti ţess verđur 5,0 stig. - Lóđrétta gráa strikiđ á myndinni sýnir međalhita fyrstu 6 mánađa ársins 2018, en ţađ rauđa lárétta 5,0 stig.

Ţá er ţriđja spurning dagsins eftir. Hvađ segir hiti fyrri hluta áratugar um hita áratugarins í heild?

w-blogg151218ic

Nú lítum viđ allt aftur til ársins 1871. Síđasti heili áratugurinn á myndinni er 2001-2010. Hann endađi nokkuđ ofan ađfallslínunnar - hafđi veriđ spáđ 5,2, en endađi í 5,5. Sá áratugur sem mest lét á sjá síđari hlutann var 1961-1970, hefđi átt - miđađ viđ fyrri hlutann - ađ enda í um 4,8 stigum, en seig niđur í 4,5. Áratugurinn 1921-1930 tók hins vegar strikiđ í hina áttina. 

Eftir fyrri hluta núlíđandi áratugar ađ dćma (svarta lóđrétta strikiđ) ćtti hann ađ enda í um 5,2 stigum (0,3 stigum neđan áratugarins 2001 til 2010). En nú eru ađ koma áramót 2018/19 og međalhiti fyrstu 8 ára núlíđandi er kominn í 5,4 stig (hann hefur bćtt sig umtalsvert síđustu ţrjú árin). Ţađ fer ţó ađ sjálfsögđu eftir hita áranna 2019 og 2020 hver lokastađan verđur. „Spá“ fyrrihlutans - um 5,2 stig á enn möguleika á ađ rćtast - en til ţess verđur hiti áranna tveggja ađ vera 4,5 stig. Hann á líka raunhćfa möguleika á ađ fara upp fyrir 2001 til 2010 og verđa hlýjasti áratugur sem viđ ţekkjum. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegar pćlingar hjá ţér Trausti. Ţú segir í lokin ađ ţessi áratugur eigi raunhćfa möguleika ađ verđa sá hlýjasti. Merkilegt svona ef tekiđ er miđ af umrćđinni um sumarleysi, kulda og almennt vćl eins og heyrst hefur eftir síđustu ár. Auđvitađ er veđurfar í huga fólks nátengt hvenćr fjöldinn er ekki í vinnu. Ef gott veđur er um helgar og ef júlí og ágúst eru góđir ţá er allt í fínu. Amk síđasta sumar voru höfuđborgarbúar, og reyndar stór hluti landsmanna, svo óheppnir ađ einmitt júlí og ágúst voru úrkomusamir og sólarlitlir. Og ţví öđruvísi kaldir, ef segja má svo, etv milt um nćtur og svalt yfir daginn vegna mikillar skýjahulu. 10-12 gráđur í sól eru ekki ţađ sama og 10-12 gráđur i skýjuđu veđri. Síđan má kannski segja ađ íbúar, amk suđvesturhornins, hafi veriđ ofaldir á bestu sumrum í röđ, sennilega síđustu alda, á árunum eftir 2000. Hef svosem ekki athugađ hvernig áratugurinn er á mínum slóđum norđanlands en mér finnst nánast ađ hvert áriđ séu hverju öđru mildara, og ţá séstaklega yfir veturinn. Vissulega hefur úrkoma stundum veriđ rífleg amk á háannatíma miđsumars og ţá séstaklega nýliđiđ sumar. Ţađ er samt ekki alslćmt, grasspretta međ allra besta móti og heyfengur mjög mikill eins og hefur sést á útflutningi á gríđarlega miklu heymagni til Noregs. 

Hjlti Ţórđarson (IP-tala skráđ) 16.12.2018 kl. 06:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.5.): 51
 • Sl. sólarhring: 95
 • Sl. viku: 1592
 • Frá upphafi: 2356049

Annađ

 • Innlit í dag: 47
 • Innlit sl. viku: 1477
 • Gestir í dag: 45
 • IP-tölur í dag: 44

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband