Alþjóðahaustið

Veðurstofan telur október og nóvember til haustmánaða og að vetur byrji með desember. Alþjóðaveðurfræðistofnunin skilgreinir árstíðirnar fjórar jafnlangar og telur september með haustinu ásamt október og nóvember. Við lítum nú á meðalhita alþjóðahaustsins en látum uppgjör hins íslenska bíða mánaðamótanna.

w-blogg291118a

Myndin sýnir meðalhita í byggðum landsins allt aftur til 1874 (landsmeðaltöl fyrir þann tíma eru mun óvissari - en samt sett inn aftur til 1823 okkur til skemmtunar - með daufari lit þó). Við sjáum að haustið 2018 er ekki fjarri meðallagi hausta þessarar aldar, en nokkuð hlýtt sé litið til langs tíma. Síðustu fjögur haust, 2014 til 2017 voru þó öll hlýrri en það sem nú er að líða, 2016 hlýjast þeirra.

Um miðja síðustu öld komu mörg hlý haust, hlýjast þeirra var 1941, en einnig var afburðahlýtt 1958 og 1945. Mikil umskipti urðu haustið 1962 eftir hlýindi áður og næstu 30 ár bar varla við að hlýtt haust gerði vart við sig - nema 1976. Næsta hlýja haust á eftir því kom ekki fyrr en 1993. Sérlega kalt var alþjóðahaustin 1979 til 1983 - fimm í röð, kaldast 1981. Þá hafði jafnkalt haust ekki komið síðan 1923 og ekki kaldara síðan hið illræmda 1917. 

Þegar til langs tíma er litið virðist hausthitinn heldur á uppleið - ekki hratt þó og enn bíðum við eftir hlýrri haustum en þeim hlýjustu fyrr á árum. Reiknuð leitni er +0.9 stig á öld. 

Við endurtökum að lokum það sem sagt var í upphafi: Við erum hér að reikna út meðalhita mánaðanna september til nóvember, en september er venjulega talinn með sumrinu hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.4.): 229
 • Sl. sólarhring: 257
 • Sl. viku: 2008
 • Frá upphafi: 2347742

Annað

 • Innlit í dag: 201
 • Innlit sl. viku: 1733
 • Gestir í dag: 193
 • IP-tölur í dag: 186

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband