Af hita í nóvember síðastliðnum

Nóvember var hlýr á landinu, á landsvísu +1,0 stigi ofan meðallags síðustu tíu ára og sá fimmtihlýjasti á öldinni, en sá 16. hlýjasti frá 1874 að telja. 

w-blogg011218

Við sjáum að nóvember 2014 var talsvert hlýrri en nú, en hann var aðeins sjónarmun svalari en sá allrahlýjasti, nóvember 1945. Nóvembermánuðir voru flestir mjög hlýir á síðari hluta 6.áratug síðustu aldar - en nokkuð illviðrasamir. Síðan tók við kalt tímabil, kaldastur varð nóvember 1973 sem varð sá kaldasti á allri 20. öld og sá kaldasti á öllu því mælitímabili sem við miðum við. Enn áður - á þeim tíma sem upplýsingar um landsmeðalhita eru vart fullnægjandi - er hugsanlegt að nokkrum sinnum hafi verið enn kaldara, t.d. 1824 og 1841.

Meðalhiti nóvembermánaðar var 4,2 stig í Reykjavík, +3,1 stigi ofan við meðallag áranna 1961-1990, en +1,8 ofan meðallags síðustu tíu ára. Talsvert hlýrra var í sama mánuði 2014, en mánuðurinn er sá fjórðihlýjasti á öldinni. Á Akureyri var meðalhitinn +1,5 stig, +1,8 ofan meðallags sama mánaðar 1961-1990, en +0,5 ofan meðallags síðustu tíu ára.

Úrkoma í Reykjavík mældist um 108 mm, meir en 80 mm féllu þó á tveimur sólarhringum. Úrkoman er um fjórðung umfram meðallag síðustu tíu ára. Sólskinsstundafjöldi var í meðallagi í Reykjavík.

Sýnist nóvembersnjódýptarmet hafa fallið á Akureyri síðasta dag mánaðarins, mældist 75 cm - en staðfestingar er þörf. Í morgun, 1.desember mældist snjódýpt á Akureyri 80 cm. Það er athyglisvert að vísar evrópureiknimiðstöðvarinnar um aftakaúrkomu voru í hæstu hæðum fyrir staði á Norðausturlandi dagana á undan þessari miklu snjókomu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 57
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 1806
  • Frá upphafi: 2348684

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 1582
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband