Brúin brotnar

Framan af vikunni var mikil hćđ yfir landinu - og síđan hćđarhryggur - brú á milli hćđa fyrir austan og vestan land. Brúnni hefur fylgt hćgur vindur og ţó tekiđ sé ađ kólna inn til landsins hefur í heildina veriđ nokkuđ hlýtt - og hiti í neđri hluta veđrahvolfs vel yfir međallagi. Dagurinn í dag (laugardagur 24.nóvember) varđ hćgasti dagur ársins - međalvindhrađi í byggđum landsins ekki nema 1,9 m/s - og miđvikudagur og fimmtudagur eru í 3. og 4.hćgasta sćti. 

En nú virđist eiga ađ verđa breyting á - ađ vísu ekki fyrr en á ţriđjudag (27.nóvember) og miđvikudag. Lítum á 500 hPa hćđar- og ţykktarkort sem gildir á ţriđjudagsmorgunn.

w-blogg251118a

„Brúin“ er merkt međ brúnni strikalínu. Mjög snarpur kuldapollur er úti af norđausturhorni Grćnlands. Hann byltir sér ţar og á ađ sćkja heldur á međ tilstyrk lćgđardrags sem er yfir Íshafinu - norđan viđ kanadísku eyjarnar og rétt utan viđ kortiđ. Nokkuđ sterk vestanátt er í háloftum fyrir sunnan kuldapollinn - en viđ jörđ er áttin ţar norđaustlćg (víđast hvar). Ţeir sem ţrek hafa til ađ telja jafnţykktarlínur (litaskil) og jafnhćđarlínur á ţeim slóđum munu sjá ađ jafnţykktarlínurnar eru ţéttari en hćđarlínurnar - ţađ nćgir til ađ snúa áttinni. 

Annar kuldapollur (mun hlýrri ţó) er fyrir sunnan land. Hlýtt loft úr suđri á ađ ganga til norđurs fyrir austan hann fyrir miđja viku (ţađ sést ađeins í ţađ alveg neđst á kortinu) - ţar međ dýpka lćgđir á ţeim slóđum. Niđurstađan verđur sú ađ ţykktarbratti yfir Íslandi vex um síđir og ţađ hvessir af norđaustri.

w-blogg251118b

Hér má sjá vindhrađa (litir) og vindátt í 100 metra hćđ á sama tíma og fyrra kort sýndi - ţriđjudag kl.06. Viđ sjáum norđaustanstrenginn milli Vestfjarđa og Grćnlands - ţar sćkir norđankuldinn ađ, og fyrir sunnan land er austanstrengur lćgđarinnar. Sá síđarnefndi snýst smám saman til norđausturs og nálgast. 

Varla verđur undan komist undan báđum ţessum strengjum. Ţađ er hins vegar spurning hvor ţeirra nćr undirtökunum. Verst er reyni ţeir báđir af afli á sama tíma. Ţegar ţetta er skrifađ (seint á laugardagskvöldi) er evrópureiknimiđstöđin á ţví ađ eins konar málamiđlun eigi sér stađ - sćst verđi á skiptan hlut til beggja - jafnvel ađ norđanstrengurinn verđi látinn um ţetta. Fari svo verđur veđriđ ekki mjög slćmt - en ţađ kostar kalda daga. Ţađ er sjálfsagt skárri kostur heldur en fantabrögđ og átök međ lítillega hćrri hita. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (9.8.): 9
 • Sl. sólarhring: 277
 • Sl. viku: 993
 • Frá upphafi: 1951349

Annađ

 • Innlit í dag: 9
 • Innlit sl. viku: 845
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband