Skýjabönd

Í dag (fimmtudag 22.nóvember) voru mjó skýjabönd áberandi á himni yfir höfuđborgarsvćđinu - og reyndar víđar um land. Viđ getum ađ vild kallađ ţetta klósiga eđa blikubönd. Margar myndir hafs sést af skýjunum á samfélagsmiđlum. Viđ lítum á eina til viđbótar - tekna ofanfrá auk ţess sem velt verđur vöngum yfir stöđunni í háloftunum (ekki ţó á mjög heiđskíran hátt).

w-blogg221118a

Ţetta er hitamynd sem tekin er laust fyrir klukkan 17 í dag. Ljósustu svćđin eru köldust, háský nćrri hvít. Ör bendir á eitt skýjabandanna - ţađ er mjög mjótt - en gerđarlegri bönd eru yfir Suđur- og Austurlandi. Viđ tökum eftir ţví ađ böndin liggja í stefnuna suđvestur til norđausturs. Kaldi sjórinn milli Vestfjarđa og Grćnlands sést einnig vel - međ straumsveipum. Eitthvađ af ís mun komiđ inn á ţađ svćđi. 

Viđ lítum ţvínćst á stöđuna í háloftunum og veljum 500 hPa-flötinn. Vel má vera ađ skýin hafi veriđ hćrra á lofti en hann.

w-blogg221118b

Hćđarhryggur er yfir landinu. Hćđarmiđja rétt vestan viđ land - og önnur meiri utan viđ hćgri jađar kortsins, en vćgt lćgđardrag á milli hćđanna. Strikalínan sýnir ţađ. Ţađ liggur í svipađa stefnu og skýjaböndin. Fyrir sunnan land er kuldapollur sem kom langt austan úr löndum og Atlantshafiđ er nú ađ verma. Mjög krappt lćgđardrag er viđ Norđaustur-Grćnland, tengt kuldapolli sem fór yfir jökulinn. Lćgđarmiđjan er rétt utan kortsins. 

Loftiđ vestan og norđan lćgđardragsins er komiđ yfir Grćnland - skraufţurrt og veltist óskipulega fram hátt í lofti - eins konar iđukast frá kuldapollinum krappa norđur af. Ţađ er eftirtektarvert ađ vindur blćs ţvert á jafnhćđarlínur á blettum norđan lćgđardragsins (t.d. inni í hringnum sem settur er á kortiđ). Ţetta ber viđ ţegar hlutirnir eru ekki í jafnvćgi - oft víkur nokkuđ frá - en hér óvenjugreinilega - eitthvađ er ađ sullast um. 

Skýjaböndin eru á einhvern hátt tengd ţessum mótum norđvestanlofts og ţess sem kemur úr suđri - en óráđlegt ađ smjatta mikiđ á ţví.

Á síđustu myndinni má sjá umfang Grćnlandsloftsins.

w-blogg221118c

Viđ skulum ekki velta okkur upp úr ţessari mynd - hún er alltof flókin til ţess - en lífrćn er hún og sýnir mjög skýrt einhver veđurkerfi sem annars eru nánast ósýnileg. Hćđin viđ Vestfirđi er ţó sú sama og á fyrra korti (ţetta gildir 3 klst síđar), kuldapollurinn krappi stýrir rauđa flekknum. Örmjótt band mikillar lćgđaiđu - hćgrihandarsnúnings (kemur fram ţar sem vindur snýst á áttinni) liggur úr honum og suđvestur um Ísland - á svipuđum slóđum og strikalínan á fyrra korti. Skýjaböndin eru sunnan viđ ţetta band. Grái bletturinn sýnir hins vegar mikinn hćđarsnúning - vinstrihandarsnúning  - reyndar meiri en vindkerfiđ gefur tilefni til. Kannski er veriđ ađ greiđa fyrir dýra úttekt kuldapollsins á lćgđaiđu? 

Ţetta eru harla dularfull veđurkerfi - en ţau bjuggu alla vega til ţessi fallegu skýjabönd í dag. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 424
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband