18.11.2018 | 14:54
Óvenjulegt úrkomumagn í Reykjavík
Úrkoma hefur verið óvenjumikil í Reykjavík (og víðar) síðustu tvo daga - eins og spáð hafði verið. Samtals komu 83,2 mm í hefðbundna mælinn á Veðurstofutúni. Sýnist ritstjóra hungurdiska að það sé met fyrir tveggja daga úrkomusummu í Reykjavík - árið um kring, enda rúmlega 10 prósent meðalársúrkomu - og fleytir árinu ofar á lista þeirra úrkomumestu. Ákefðin var til þess að gera jöfn - og ákefðarmet (mælist í mm á klukkustund) var ekki slegið.
Skiptingin á sólarhringa var nokkuð jöfn. Í hefðbundnum úrkomumælingum er ætíð skipt milli sólarhringa kl.9 að morgni. Er þá skráð úrkoma næstliðins sólarhrings. Þegar fram líða stundir og sjálfvirkar mælingar taka við er eðlilegra að miða við réttan sólarhring - sjálfvirku mælinum er alveg sama um hvenær dagsins þeir eru að mæla.
Að morgni þess 17. höfðu fallið 35,5 mm í mannaða úrkomumælinn á Veðurstofutúni frá því kl.9 morguninn áður og daginn eftir, þann 18., var sólarhringsúrkoman 47,7 mm. Tveir sjálfvirkir mælar eru á Veðurstofutúni, sá þeirra sem mældi meira skilaði 37,0 mm og 44,8 mm þessa tvo sólarhringa, samtals 81,8 mm. Hámarksúrkoma í réttum sólarhring var hins vegar 49,3 mm.
Fyrra nóvemberúrkomumet Reykjavíkur var 46,8 mm sett þann 28. árið 1902, og þann 30. nóvember 1905 mældist úrkoman 45,8 mm. Í þau skipti var úrkoma dagana fyrir og eftir hins vegar talsvert minni en nú.
Sólarhringsúrkoma hefur tíu sinnum mælst meiri í Reykjavík heldur en nú, mest 56,7 mm þann 5.mars 1931. Fáeinar þessara eldri mælinga eru óstaðfestar - en við veltum okkur ekkert upp úr því - engin er úr nóvembermánuði.
Við lítum líka á ákefðina.
Hér má sjá hversu mikil úrkoma féll á hverri klukkustund . Við skulum fyrst taka eftir því hversu snyrtilega atburðurinn fellur á tvo hefðbundna mælisólarhringa - en skiptist hins vegar á þrjá ef við færum að miða við rétta - ekki víst að tveggjadagametið hefði fallið væru réttu sólarhringarnir notaðir. - Ágætt dæmi um það hvernig mælihættir hafa áhrif á met.
Ákefðin er lengst af í kringum 2 mm/klst. Við sjáum að úrkoman var mun minni um stund að morgni laugardags heldur en annars - skiptir atburðinum í tvennt og að ákefðin var langmest í kringum miðnætti aðfaranætur sunnudags 18.nóvember.
Úrkoma var víða mikil. Á Hólmsheiði rétt ofan Reykjavíkur mældust t.d. 140,4 mm á sama tíma og 83,2 mældust á Veðurstofutúni.
En eftir situr nokkuð góð tilfinning gagnvart spám reiknimiðstöðva og harmonie-líkansins sem náðu þessum aftakaatburði vel.
Þeir sem nenna geta rifjað upp gamlan hungurdiskapistil: Mikil rigning - hversu mikil er hún?
Ekki fór mikið fyrir vindhraðametum í veðrinu um helgina - jú, vindhraði hefur ekki mælst meiri í nóvembermánuði við Kolgrafarfjarðarbrú, í Búlandshöfða og Ólafsvík. Dagarnir náðu hins vegar ekki inn á stormdagalista ritstjóra hungurdiska - þó laugardagurinn 17. væri sá fimmtihvassasti á árinu á landsvísu. Sýnir kannski hversu rólegt þetta ár hefur verið svona yfirleitt.
En hitinn var óvenjuhár - líklega var laugardagurinn þriðjihlýjasti nóvemberdagur á landsvísu - aðeins tveir dagar í nóvember 1999 hlýrri en nú - en rétt að hafa í huga að við þekkjum daglegan landsmeðalhita ekki nema aftur til ársins 1949.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 19.11.2018 kl. 02:30 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 16
- Sl. sólarhring: 274
- Sl. viku: 2395
- Frá upphafi: 2434837
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 2122
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.